Bíllaus Laugardalur og fleiri hugmyndir Ævar Harðarson skrifar 30. mars 2022 10:00 Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Þessa hugmyndir eru meðal þess sem þegar hafa verið nefndar í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfin sem liggja að Laugardalnum en sú vinna hófst í byrjun árs. Dagana 30. og 31. mars munu örugglega miklu fleiri hugmyndir koma fram en þá verður opið hús og hugmyndakvöld undir stúkunni við Laugardalsvöll. Á staðnum verða til sýnis stór módel sem nemendur í 6. bekk Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla og 7. bekkingar í Laugalækjarskóla hafa smíðað á undanförnum dögum af hverfunum í kringum skólana auk plakata með hugmyndum krakkanna um hvaða aðgerðir og úrbætur þau vilja að verði að veruleika í og við Laugardal. Nemendur í 8. og 9. bekk í Laugalækjarskóla skoða módel af sínu hverfi og koma með hugmyndir um úrbætur í hverfunum.Bragi Þór Jósefsson Sæbrautarstokkur, Sundabraut og Borgarlína Mjög umfangsmikil skipulagsverkefni eru framundan í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi. Sæbraut á að fara í stokk milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar. Stokkurinn mun gjörbylta þessu svæði. Umferðarstórfljótið verður neðanjarðar og hægt verður að fara á yfirborðinu eftir göngu- og hjólastígum á þægilegan máta frá Laugardal að Elliðaárósum. Umhverfis og ofan á stokknum skapast forsendur fyrir spennandi borgarbyggð. Borgin hefur ýmsa útfærslur til skoðunar í þessari uppbyggingu. Til grundvallar er nýtt Vogatorg en þar verður meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Við torgið verða íbúðabyggingar, verslun og þjónusta, og út frá því teygja sig götur með fjölbreyttu íbúða- og þjónustuhúsnæði. Annað risamál er lega og útfærsla Sundabrautar. Þar eru annars vegar Sundagöng og hins vegar Sundabrú megin valkostirnir. Umhverfismatið og samráð við íbúa og hagsmunaaðila beggja vegna Kleppsvíkur er algjört lykilatriði við endanlegt leiðarval á Sundabraut. Í jaðri þessara hverfa er svo Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Öll þessi stóru verkefni þarf að hafa í huga við gerð hverfisskipulags sem kallar á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ný þróunar- og uppbyggingarsvæði Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun lítilla og meðalstórra íbúða en einnig stærri fjölskylduíbúða í Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. Á sérstakri kynningarsíðu um gerð hverfisskipulags fyrir þessi hverfi er hægt að skoða yfirlit yfir helstu uppbyggingarreitina auk annarra upplýsinga um þennan borgarhluta sem er í hjarta Reykjavíkur. Þessi byggingasvæði og reitir eru samkvæmt aðalskipulagi eða þegar samþykktu deiliskipulagi. Í vinnunni við hverfisskipulag verður meðal annars kallað eftir sjónarmiðum íbúa um hvort ástæða er til að skilgreina fleiri ný þróunar- og uppbyggingarsvæði. Nemendur í skólunum í Laugardal hafa komið með margar góðar hugmyndir um hvernig gera má hverfin enn betri.Bragi Þór Jósefsson Fleiri borgargötur Sama gildir um svokallaðar borgargötur. Mikilvægt er að fólkið sem býr í hverfunum láti í sér heyra um hvort eigi að fjölga þeim. Þegar helstu umferðargötum er breytt í borgargötur er lögð áhersla á meiri gróður og gatnahönnun sem dregur úr umferðarhraða, eykur umferðaröryggi, minnkar hávaða frá ökutækjum og mengun og eykur þannig lífsgæði íbúa. Aðstæður geta verið ólíkar á milli hverfa en í öllum tilvikum breytist ásýnd gatna verulega þegar þær verða borgargötur. Áhersla er lögð á opin svæði, hverfisgarða og hverfistorg. Þar verða til staðir þar sem fólk hittist. Við þær er oft ýmiss konar verslun og þjónusta auk annarrar stoðþjónustu, til dæmis grenndarstöðvar og rafhleðslustöðvar og stöðvar fyrir deilibíla og deilihjól. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar verður á hugmyndakvöldunum við Laugardalsvöll til að taka á móti hugmyndum. Þær verða svo unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins. Við vonumst til að sjá sem flest af íbúum við Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Samgöngur Borgarlína Laugardalsvöllur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Þessa hugmyndir eru meðal þess sem þegar hafa verið nefndar í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfin sem liggja að Laugardalnum en sú vinna hófst í byrjun árs. Dagana 30. og 31. mars munu örugglega miklu fleiri hugmyndir koma fram en þá verður opið hús og hugmyndakvöld undir stúkunni við Laugardalsvöll. Á staðnum verða til sýnis stór módel sem nemendur í 6. bekk Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla og 7. bekkingar í Laugalækjarskóla hafa smíðað á undanförnum dögum af hverfunum í kringum skólana auk plakata með hugmyndum krakkanna um hvaða aðgerðir og úrbætur þau vilja að verði að veruleika í og við Laugardal. Nemendur í 8. og 9. bekk í Laugalækjarskóla skoða módel af sínu hverfi og koma með hugmyndir um úrbætur í hverfunum.Bragi Þór Jósefsson Sæbrautarstokkur, Sundabraut og Borgarlína Mjög umfangsmikil skipulagsverkefni eru framundan í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi. Sæbraut á að fara í stokk milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar. Stokkurinn mun gjörbylta þessu svæði. Umferðarstórfljótið verður neðanjarðar og hægt verður að fara á yfirborðinu eftir göngu- og hjólastígum á þægilegan máta frá Laugardal að Elliðaárósum. Umhverfis og ofan á stokknum skapast forsendur fyrir spennandi borgarbyggð. Borgin hefur ýmsa útfærslur til skoðunar í þessari uppbyggingu. Til grundvallar er nýtt Vogatorg en þar verður meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Við torgið verða íbúðabyggingar, verslun og þjónusta, og út frá því teygja sig götur með fjölbreyttu íbúða- og þjónustuhúsnæði. Annað risamál er lega og útfærsla Sundabrautar. Þar eru annars vegar Sundagöng og hins vegar Sundabrú megin valkostirnir. Umhverfismatið og samráð við íbúa og hagsmunaaðila beggja vegna Kleppsvíkur er algjört lykilatriði við endanlegt leiðarval á Sundabraut. Í jaðri þessara hverfa er svo Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Öll þessi stóru verkefni þarf að hafa í huga við gerð hverfisskipulags sem kallar á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ný þróunar- og uppbyggingarsvæði Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun lítilla og meðalstórra íbúða en einnig stærri fjölskylduíbúða í Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. Á sérstakri kynningarsíðu um gerð hverfisskipulags fyrir þessi hverfi er hægt að skoða yfirlit yfir helstu uppbyggingarreitina auk annarra upplýsinga um þennan borgarhluta sem er í hjarta Reykjavíkur. Þessi byggingasvæði og reitir eru samkvæmt aðalskipulagi eða þegar samþykktu deiliskipulagi. Í vinnunni við hverfisskipulag verður meðal annars kallað eftir sjónarmiðum íbúa um hvort ástæða er til að skilgreina fleiri ný þróunar- og uppbyggingarsvæði. Nemendur í skólunum í Laugardal hafa komið með margar góðar hugmyndir um hvernig gera má hverfin enn betri.Bragi Þór Jósefsson Fleiri borgargötur Sama gildir um svokallaðar borgargötur. Mikilvægt er að fólkið sem býr í hverfunum láti í sér heyra um hvort eigi að fjölga þeim. Þegar helstu umferðargötum er breytt í borgargötur er lögð áhersla á meiri gróður og gatnahönnun sem dregur úr umferðarhraða, eykur umferðaröryggi, minnkar hávaða frá ökutækjum og mengun og eykur þannig lífsgæði íbúa. Aðstæður geta verið ólíkar á milli hverfa en í öllum tilvikum breytist ásýnd gatna verulega þegar þær verða borgargötur. Áhersla er lögð á opin svæði, hverfisgarða og hverfistorg. Þar verða til staðir þar sem fólk hittist. Við þær er oft ýmiss konar verslun og þjónusta auk annarrar stoðþjónustu, til dæmis grenndarstöðvar og rafhleðslustöðvar og stöðvar fyrir deilibíla og deilihjól. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar verður á hugmyndakvöldunum við Laugardalsvöll til að taka á móti hugmyndum. Þær verða svo unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins. Við vonumst til að sjá sem flest af íbúum við Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar