Ný fjármálaáætlun kemur á næsta ári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2022 12:28 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra stendur við væntingar sínar um að nýr þjóðarleikvangur verði tekinn í notkun á kjörtímabilinu þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni í fjármálaáætlun. Hann segir verkefnið á réttri leið og að framkvæmdir og möguleg tímalína eigi að skýrast betur í skýrslu sem verður lögð fyrir ríkisstjórn á næstu dögum. Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“ Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“
Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira