Má hugmyndafræði borgarstjórnar kosta hvað sem er? Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. mars 2022 08:00 Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar