Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2022 18:39 Viðar Þorsteinsson er samstarfsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem hafði betur gegn framboðslista fráfarandi formanns Agnieszku Ewu Ziólkowsku í kosningum sem fram fóru í febrúar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. Fjallað var um það fyrr í þessum mánuði að Efling hafi samið við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, um vefsíðugerð. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði Agnieszka Ewu Ziółkowska, sitjandi formaður Eflingar, að því á fundi trúnaðarráðs í febrúar að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Viðar Þorsteinsson segir að Agnieszka reyni enn að gera störf hans tortryggileg. Það hafi hún gert um nokkra hríð. Hann segir að endurskoðunafyrirtæki, sem vann fyrri athugun að beiðni Agnieszku, hafi staðfest að fyrirtækið geri engar athugasemdir við viðskiptin í stjórnartíð Viðars. „Þrátt fyrir þetta hefur stjórn Eflingar undir forystu Agnieszku nú í annað sinn látið hefja gerð úttekar um störf Viðars vegna þessara viðskipta. Er Viðari neitað um upplýsingar, andmælarétt og eðlilega aðkomu að þessari úttekt. Sama var uppi á teningnum við gerð fyrri úttektar um störf Viðars, sem sálfræðistofan Líf og sál vann að beiðni stjórnar Eflingar,“ segir í tilkynningu frá Baráttulistanum, sem er listi framboðs Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún var aftur kjörin formaður stéttarfélagsins í febrúar síðastliðnum. Viðar krafði Agnieszku um afsökunarbeiðni fyrr í mánuðinum vegna ásakananna um fjármálamisferli og lögbrot í störfum hans sem framkvæmdastjóri. Því hefur hún neitað, enda segist hún bera ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður félagsins. Oddur Ástraðsson lögmaður hefur nú boðað Viðar á fund en hann hefur með höndum gerð lögfræðilegrar úttektar á samstarfi kynningardeildar félagsins við vefhönnunarfyrirtækið. Viðar kveðst hafa óskað eftir því að fá að svara spurningum lögmannsins skriflega en hann segir Odd neita að veita upplýsingar um hverjar spurningarnar séu, eða verði, á fundinum. „Þegar Viðar óskaði eftir því að fá aðgang að heildardrögum væntanlegrar úttektar til að koma að sínum sjónarmiðum og andmælum svaraði Oddur: „Það kemur ekki til álita að verða við kröfum þínum um aðgang að úttektinni áður en henni er skilað til stjórnar Eflingar.“ Oddur hefur jafnframt hunsað beiðni Viðars um að Efling greiði lögfræðikostnað hans við að verjast ásökunum, sem fjármagnaðar eru úr sjóðum félagsmanna Eflingar,“ segir enn fremur í tilkynningu Baráttulistans. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í þessum mánuði að Efling hafi samið við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, um vefsíðugerð. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði Agnieszka Ewu Ziółkowska, sitjandi formaður Eflingar, að því á fundi trúnaðarráðs í febrúar að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Viðar Þorsteinsson segir að Agnieszka reyni enn að gera störf hans tortryggileg. Það hafi hún gert um nokkra hríð. Hann segir að endurskoðunafyrirtæki, sem vann fyrri athugun að beiðni Agnieszku, hafi staðfest að fyrirtækið geri engar athugasemdir við viðskiptin í stjórnartíð Viðars. „Þrátt fyrir þetta hefur stjórn Eflingar undir forystu Agnieszku nú í annað sinn látið hefja gerð úttekar um störf Viðars vegna þessara viðskipta. Er Viðari neitað um upplýsingar, andmælarétt og eðlilega aðkomu að þessari úttekt. Sama var uppi á teningnum við gerð fyrri úttektar um störf Viðars, sem sálfræðistofan Líf og sál vann að beiðni stjórnar Eflingar,“ segir í tilkynningu frá Baráttulistanum, sem er listi framboðs Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún var aftur kjörin formaður stéttarfélagsins í febrúar síðastliðnum. Viðar krafði Agnieszku um afsökunarbeiðni fyrr í mánuðinum vegna ásakananna um fjármálamisferli og lögbrot í störfum hans sem framkvæmdastjóri. Því hefur hún neitað, enda segist hún bera ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður félagsins. Oddur Ástraðsson lögmaður hefur nú boðað Viðar á fund en hann hefur með höndum gerð lögfræðilegrar úttektar á samstarfi kynningardeildar félagsins við vefhönnunarfyrirtækið. Viðar kveðst hafa óskað eftir því að fá að svara spurningum lögmannsins skriflega en hann segir Odd neita að veita upplýsingar um hverjar spurningarnar séu, eða verði, á fundinum. „Þegar Viðar óskaði eftir því að fá aðgang að heildardrögum væntanlegrar úttektar til að koma að sínum sjónarmiðum og andmælum svaraði Oddur: „Það kemur ekki til álita að verða við kröfum þínum um aðgang að úttektinni áður en henni er skilað til stjórnar Eflingar.“ Oddur hefur jafnframt hunsað beiðni Viðars um að Efling greiði lögfræðikostnað hans við að verjast ásökunum, sem fjármagnaðar eru úr sjóðum félagsmanna Eflingar,“ segir enn fremur í tilkynningu Baráttulistans.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26
Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07
Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26