Gummi Ben í ham: „Þú mátt eiga þennan frakka!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Massimiliano Irrati og Allegri komu mikið við sögu í uppbótartíma fyrri hálfleiks í leik Juventus og Inter í gær. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson fór á kostum þegar hann lýsti afar skrautlegum mínútum í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni, milli Juventus og Inter. Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56