Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 14:39 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna. Vísir/Vilhelm/Hari Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út. Fréttastofa hefur reynt án árangurs að ná í Sigurð, bæði í gær og í dag. Þá fór hann undan í flæmingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun og neitaði að ræða við fjölmiðla. Ragna segir að með þessu sé Sigurður að reyna að stjórna umræðunni. „Við veltum fyrir okkur, í Ungum jafnaðarmönnum, hvort það sé nóg að það komi fram afsökunarbeiðni eftir að ráðherra er málaður út í horn og þar að auki mætir ekki í viðtöl til að útskýra eða svara spurningum heldur setur fram afsökunarbeiðni á Facebook og reynir að stýra umræðunni á hans forsendum.“ Ragna telur að þetta dugi ekki til og að ekki sé ásættanlegt að sópa málinu undir teppið. Hann þurfi að svara fyrir sig í viðtölum fjölmiðla. Sjá nánar: Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ragna furðar sig þá á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og setur spurningamerki við að hún kjósi að verja hann. „Forsætisráðherra sagði það að hún vildi ekki draga heilindi hans í efa en samt sem áður hafði aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem starfar í umboði hans í rauninni logið til um atburðaráðsina og sagt að þetta væri bull.“ Ungir jafnaðarmenn hafa sagt í yfirlýsingu að Sigurði Inga sé ekki sætt lengur og að hann hafi sett slæmt fordæmi sem sé engum til sóma, allra síst manni í hans stöðu. Honum beri að segja af sér. Ragna segir líka að ekki verði hjá því komist að setja þetta mál í samhengi við fortíð Framsóknarflokksins. „Árið 2014 var háð mjög rasísk kosningabarátta í borginni þar sem meðal annars var höfð í frammi orðræða um að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku og það tengt við húsnæðisvanda.“ Samfylkingin Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fréttastofa hefur reynt án árangurs að ná í Sigurð, bæði í gær og í dag. Þá fór hann undan í flæmingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun og neitaði að ræða við fjölmiðla. Ragna segir að með þessu sé Sigurður að reyna að stjórna umræðunni. „Við veltum fyrir okkur, í Ungum jafnaðarmönnum, hvort það sé nóg að það komi fram afsökunarbeiðni eftir að ráðherra er málaður út í horn og þar að auki mætir ekki í viðtöl til að útskýra eða svara spurningum heldur setur fram afsökunarbeiðni á Facebook og reynir að stýra umræðunni á hans forsendum.“ Ragna telur að þetta dugi ekki til og að ekki sé ásættanlegt að sópa málinu undir teppið. Hann þurfi að svara fyrir sig í viðtölum fjölmiðla. Sjá nánar: Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ragna furðar sig þá á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og setur spurningamerki við að hún kjósi að verja hann. „Forsætisráðherra sagði það að hún vildi ekki draga heilindi hans í efa en samt sem áður hafði aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem starfar í umboði hans í rauninni logið til um atburðaráðsina og sagt að þetta væri bull.“ Ungir jafnaðarmenn hafa sagt í yfirlýsingu að Sigurði Inga sé ekki sætt lengur og að hann hafi sett slæmt fordæmi sem sé engum til sóma, allra síst manni í hans stöðu. Honum beri að segja af sér. Ragna segir líka að ekki verði hjá því komist að setja þetta mál í samhengi við fortíð Framsóknarflokksins. „Árið 2014 var háð mjög rasísk kosningabarátta í borginni þar sem meðal annars var höfð í frammi orðræða um að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku og það tengt við húsnæðisvanda.“
Samfylkingin Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36