Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. apríl 2022 07:00 Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna (eitt og tvö) ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. Þriðja greinin, eftir Diljá Mist sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um „varhugaverða“ þróun þess að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Diljá beinir orðum sínum helst að starfsmönnum á plani svo að segja fremur en t.d. þeirri þróun sem er nefnd í hinum greinunum og hún sjálf samþykkir sem þingmaður í ríkisstjórn. Hér ætla ég að skauta framhjá því að Diljá ætti fremar að vera láta sinn eigin flokk heyra það en ætla að gagnrýna eftirfarandi „sannindi“ úr greininni: „Frjálsi markaðurinn á að vera leiðandi í launaþróun og öðrum starfskjörum. Það verður að tryggja að það sé eftirsóknarvert og aðlaðandi að starfa þar sem verðmætasköpun hagkerfisins er, á almennum markaði.“ Hér er tekin mjög einfeldnislegt viðhorf á hvar virði myndast og hvernig laun ákvarðast. Það er mjög auðvelt að segja að virði hljóti að skapast í fyrirtækjunum, þau skapa jú vörurnar ekki satt? En er það rétt. Það þykir t.d. OECD/G20 og Evrópusambandinu ekki jafn auðvelt að fullyrða. Raunar er það ein af stærstu og flóknustu skattaspurningum samtímans. Virði kann nefninlega að skapast t.d. hjá neytendanum þegar hann kaupir vöruna, sem má sjá af því að lager af vörum sem hafa verið framleiddar og seljast aldrei er ekki mikils virði. Ef við hugsum dæmið lengra þá má spyrja sig hvort virði almenna markaðsins myndist ekki hjá starfsmönnum hans sem eru flest allir menntaðir á kostnað ríkisins, svo er það þá ríkið sem borgaði í raun undir verðmætasköpun almenna markaðsins? Ef við snúum okkur að launum þá er í þessu samhengi ágætt að nefna laun kennara. Það er augljóst að ef við hefðum enga kennara þá yrði takmörkuð virðissköpun hér á landi til lengdar, starfskrafturinn væri óhæfur. En á þá að greiða kennurum mest af öllum? Nei, ég er ekki að fullyrða það. En að reyna halda því frammi að verðmætasköpun myndist öll á almenna markaðnum er móðgun við kennara, sjúkraliða og alla þá fjölmörgu opinberu starfsmenn sem sjá til þess að mennta starfsfólk, halda í okkur lífinu, sjá til þess að gatnakerfið gangi og allt hitt sem þarf til þess að sala á vöru út í búð gangi upp. Verðmætasköpun myndast nefninlega vegna margra þátta sem erfitt er að fullgreina, eða veit Diljá kannski nákvæmlega hversu mikið af virði vöru eins og Iphone kemur frá plastinu sem er notað, markaðsstarfinu eða hugbúnaðarins? Við lifum í samfélagi þar sem laun ákvarðast að mestu leiti út frá samningsstöðu en ekki verðmætasköpun, vinnuframlagi eða mikilvægi. Svo takmörkum við meira að segja samningsstöðu margra (t.d. með verkfallsbönnum) svo að laun þeirra ná aldrei að endurspegla raunverulega samningsstöðu. Svo nei, almenni markaðurinn skapar ekki allt virði samfélagsins og laun endurspegla ekki bara verðmætasköpun vinnuframlagsins. En ég er heilshugsar sammála að við viljum ekki að laun hækki bara óstjórnlega og umfang ríkisins þekki engin mörk. En ég tel að það sé þá best að ráðast fyrst að toppnum sem er fordæmisgefandi, bákninu sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar. Höfundur spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar