Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. apríl 2022 22:30 Isabel Alejandra Diaz, forseti SHÍ, og Ragnar Auðun Árnason, varaforseti SÍNE, vona að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, haldi áfram að hlusta á kröfur nemenda. Mynd/Samsett Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. Með breytingunni í ár hækkar grunnframfærslan fyrir stúdent í leigu- eða eigin húsnæði um tæplega 21 þúsund krónur og um rúmlega sextán þúsund fyrir stúdenta í foreldrahúsnæði. Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að um stórt skref sé að ræða en stúdentahreyfingin hefur lengi kallað eftir þessari hækkun. „Við höfum verið að segja að of lág framfærsla skerði, í fyrsta lagi, aðgengi að menntun, og í öðru lagi er það ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar eru að vinna mun meira með námi heldur en stúdentar í nágrannalöndunum,“ segir Isabel og vísar til þess að í síðustu Eurostudent könnum kom í ljós að 71 prósent stúdenta vinni samhliða námi á Íslandi, sem er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Nýttnámslánakerfi leit dagsins ljós árið 2019 og var Menntasjóður námsmanna settur á fót árið 2020 en þrátt fyrir ítrekaða kröfu stúdenta voru engar breytingar á framfærslunni. Frá þeim tíma hafa nýjar úthlutunarreglur tvívegis verið samþykktar og ekki kveðið á um hækkun í þeim heldur. „Við teljum að þetta grundvallaratriði sé ástæðan fyrir því að fólk lendir í þessum vítahing, að vinna of mikið, vinna með námi, og í ofanálag skerðist lánið vegna frítekjumarksins,“ segir Isabel um grunnframfærsluna. „Þannig að það má segja að þetta sé mikil kjarabót fyrir námsfólk og við í stúdentaráði fögnum því að það hafi verið tekið tillit til áherslna okkar.“ Frítekjumarkið og viðbótarlán vegna húsnæðis enn áskorun Hún bendir þó á að endurskoðun á kerfinu í heild þurfi samkvæmt lögum að eiga sér stað fyrir haustþing árið 2023 og er helsta baráttumál stúdenta nú að upphæðir námslánanna séu endurskoðaðar árlega en ekkert er kveðið á um slíkt í núgildandi lögum. Þá þurfi að endurskoða viðbótarlán vegna húsnæðis, sem hafa bara hækkað um 11 prósent á meðan vísitala leiguverðs hefur hækkað um 41 prósent árin 2017 til 2021, auk þess sem skoða þurfi frítekjumarkið og mögulega hækkun þess, afnám þess, þrepaskiptingu, eða þá öðrum breytingum. „Við erum bara að segja að fyrir þessa næstu endurskoðun þá þurfum við að hafa þessa þætti í huga og hanna kerfið með hag stúdenta í forgrunni,“ segir Isabel. „Við viljum að stúdentar geti stundað nám sitt áhyggjulaust, óáreitt og ekki með svona miklar fjárhagsáhyggjur eins og raun ber vitni. Það er fyrsta skrefið.“ Stúdentahreyfingin hefur lengi barist fyrir bættum kjörum og aðspurð um hvort hún telji hækkun grunnframfærslunnar til marks um að frekari áfangasigrar náist í framtíðinni segist hún vona það. „Ég ætla að leyfa mér að vera mjög bjartsýn að það verði gert og að stúdentar séu hafðir betur með í ráðunum. Mér finnst þetta alla vega vera ákveðin vísbending um að það sé verið að hlusta, og það er mjög ánægjulegt,“ segir Isabel. Breytingar á skólagjaldalánum einnig stórt skref Ragnar Auðun Árnason, varaformaður Sambands íslenskra nemenda erlendis, SÍNE, hefur lengi starfað við lánasjóðsmál stúdenta og segir þetta vera eina mestu hækkun sem hann man eftir. Fleiri breytingar eru í nýju úthlutunarreglunum sem gagnast nemendum erlendis, til að mynda varðandi skólagjaldalán en hingað til hefur lánið verið reiknað út frá gengi fyrsta júní ár hvert. „Við vorum frekar óánægð með það því að flest allir borga skólagjöldin sín fyrsta ágúst og þá getur það breyst. Við börðumst fyrir að breyta því þannig þetta yrði reiknað út frá fyrsta ágúst, en ráðherra og sjóðurinn komu til móts við okkur þannig ef það er breyting á genginu umfram fimm prósent, sem sagt í óhag námsmannsins, að þá verður hægt að sækja um aukalán,“ segir Ragnar. „Þetta er bæting frá því hvernig kerfið var og við vomum að við getum haldið áfram að bæta kjör námsmanna erlendis, en þessar grunnframfærsluhækkanir eru náttúrulega stærstu kjörin í þessum úthlutunarreglum,“ segir hann enn fremur. Þörf á frekari breytingum á skólagjaldalánum og framfærslunni Aðspurður um næstu verkefni SÍNE segir Ragnar þau lengi hafa talað fyrir því að hámark skólagjaldalána verði hækkað, sem er nú sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að Bretland hefur gengið úr Evrópusambandinu en Bretland og Bandaríkin eru tvö af þremur vinsælustu námslöndunum fyrir íslenska námsmenn. „Námskrefið hjá þeim er þannig að það er erfitt að komast í skóla þar sem þú þarft ekki að borga svimandi há skólagjöld og það er bara orðið erfitt að fara í grunnnám í báðum þessum löndum þar sem skólagjaldahámark menntasjóðsins nær yfir grunnnámið,“ segir Ragnar. Annað baráttumál SÍNE er að svipaður varnagli verði settur inn í reglurnar varðandi framfærsluna og hefur verið settur á skólagjöldin. Þannig væri hægt að bregðast við ef krónan fer á flökt og það verður óhagkvæmara að vera á íslensku framfærslunni erlendis en það gerðist síðast í fyrra. „Við tókum á þessu út af kórónuveirunni og bættum námsmönnum það upp en við myndum vilja að setja þennan varnagla á blað og hafa hann inni í reglunum,“ segir Ragnar. Líkt og Isabel er Ragnar vongóður um að samstarfið við ráðherra verði gott í þessum málum. „Mér fannst við mæta ágætu viðhorfi þegar við fórum á fund og ræddum um framtíð námsmanna erlendis rétt fyrir útgáfu úthlutunarreglnanna,“ segir Ragnar aðspurður um hvort það sé líklegra að hlustað verði á kröfur námsmanna. „Ég ætla ekkert að segja hvort það verður en maður vonar það og þessar breytingar eru alla vega ekki að eyðileggja þær vonir.“ Hagsmunir stúdenta Háskólar Námslán Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vont, verra eða versta námslánakerfið? Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. 17. mars 2022 08:30 Lánasjóðurinn besta getnaðarvörnin? Á vormánuðum ár hvert eru úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna endurskoðaðar. Þessar reglur ráða miklu um stöðu námsmanna sem reiða sig á stuðning sjóðsins við að framfleyta sér. 23. febrúar 2022 13:30 Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30 Stuðningur við námsmenn er stuðningur við framtíðina Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. 21. desember 2021 07:30 Vítahringur vonbrigða Heildarendurskoðun á námslánakerfinu gaf stjórnvöldum gullið tækifæri til að byggja upp nýtt kerfi með hag stúdenta að leiðarljósi. Afgreiðsla Menntasjóðsfrumvarpsins, sérstaklega á lokametrum þess, var aftur á móti fljótfær og þó svo að nýja kerfið hafi breytt ýmsu til hins betra eru þá er það að stórum grundvallarhluta enn ófullnægjandi fjárhagslegt stuðningskerfi fyrir stúdenta. 13. september 2021 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Með breytingunni í ár hækkar grunnframfærslan fyrir stúdent í leigu- eða eigin húsnæði um tæplega 21 þúsund krónur og um rúmlega sextán þúsund fyrir stúdenta í foreldrahúsnæði. Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að um stórt skref sé að ræða en stúdentahreyfingin hefur lengi kallað eftir þessari hækkun. „Við höfum verið að segja að of lág framfærsla skerði, í fyrsta lagi, aðgengi að menntun, og í öðru lagi er það ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar eru að vinna mun meira með námi heldur en stúdentar í nágrannalöndunum,“ segir Isabel og vísar til þess að í síðustu Eurostudent könnum kom í ljós að 71 prósent stúdenta vinni samhliða námi á Íslandi, sem er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Nýttnámslánakerfi leit dagsins ljós árið 2019 og var Menntasjóður námsmanna settur á fót árið 2020 en þrátt fyrir ítrekaða kröfu stúdenta voru engar breytingar á framfærslunni. Frá þeim tíma hafa nýjar úthlutunarreglur tvívegis verið samþykktar og ekki kveðið á um hækkun í þeim heldur. „Við teljum að þetta grundvallaratriði sé ástæðan fyrir því að fólk lendir í þessum vítahing, að vinna of mikið, vinna með námi, og í ofanálag skerðist lánið vegna frítekjumarksins,“ segir Isabel um grunnframfærsluna. „Þannig að það má segja að þetta sé mikil kjarabót fyrir námsfólk og við í stúdentaráði fögnum því að það hafi verið tekið tillit til áherslna okkar.“ Frítekjumarkið og viðbótarlán vegna húsnæðis enn áskorun Hún bendir þó á að endurskoðun á kerfinu í heild þurfi samkvæmt lögum að eiga sér stað fyrir haustþing árið 2023 og er helsta baráttumál stúdenta nú að upphæðir námslánanna séu endurskoðaðar árlega en ekkert er kveðið á um slíkt í núgildandi lögum. Þá þurfi að endurskoða viðbótarlán vegna húsnæðis, sem hafa bara hækkað um 11 prósent á meðan vísitala leiguverðs hefur hækkað um 41 prósent árin 2017 til 2021, auk þess sem skoða þurfi frítekjumarkið og mögulega hækkun þess, afnám þess, þrepaskiptingu, eða þá öðrum breytingum. „Við erum bara að segja að fyrir þessa næstu endurskoðun þá þurfum við að hafa þessa þætti í huga og hanna kerfið með hag stúdenta í forgrunni,“ segir Isabel. „Við viljum að stúdentar geti stundað nám sitt áhyggjulaust, óáreitt og ekki með svona miklar fjárhagsáhyggjur eins og raun ber vitni. Það er fyrsta skrefið.“ Stúdentahreyfingin hefur lengi barist fyrir bættum kjörum og aðspurð um hvort hún telji hækkun grunnframfærslunnar til marks um að frekari áfangasigrar náist í framtíðinni segist hún vona það. „Ég ætla að leyfa mér að vera mjög bjartsýn að það verði gert og að stúdentar séu hafðir betur með í ráðunum. Mér finnst þetta alla vega vera ákveðin vísbending um að það sé verið að hlusta, og það er mjög ánægjulegt,“ segir Isabel. Breytingar á skólagjaldalánum einnig stórt skref Ragnar Auðun Árnason, varaformaður Sambands íslenskra nemenda erlendis, SÍNE, hefur lengi starfað við lánasjóðsmál stúdenta og segir þetta vera eina mestu hækkun sem hann man eftir. Fleiri breytingar eru í nýju úthlutunarreglunum sem gagnast nemendum erlendis, til að mynda varðandi skólagjaldalán en hingað til hefur lánið verið reiknað út frá gengi fyrsta júní ár hvert. „Við vorum frekar óánægð með það því að flest allir borga skólagjöldin sín fyrsta ágúst og þá getur það breyst. Við börðumst fyrir að breyta því þannig þetta yrði reiknað út frá fyrsta ágúst, en ráðherra og sjóðurinn komu til móts við okkur þannig ef það er breyting á genginu umfram fimm prósent, sem sagt í óhag námsmannsins, að þá verður hægt að sækja um aukalán,“ segir Ragnar. „Þetta er bæting frá því hvernig kerfið var og við vomum að við getum haldið áfram að bæta kjör námsmanna erlendis, en þessar grunnframfærsluhækkanir eru náttúrulega stærstu kjörin í þessum úthlutunarreglum,“ segir hann enn fremur. Þörf á frekari breytingum á skólagjaldalánum og framfærslunni Aðspurður um næstu verkefni SÍNE segir Ragnar þau lengi hafa talað fyrir því að hámark skólagjaldalána verði hækkað, sem er nú sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að Bretland hefur gengið úr Evrópusambandinu en Bretland og Bandaríkin eru tvö af þremur vinsælustu námslöndunum fyrir íslenska námsmenn. „Námskrefið hjá þeim er þannig að það er erfitt að komast í skóla þar sem þú þarft ekki að borga svimandi há skólagjöld og það er bara orðið erfitt að fara í grunnnám í báðum þessum löndum þar sem skólagjaldahámark menntasjóðsins nær yfir grunnnámið,“ segir Ragnar. Annað baráttumál SÍNE er að svipaður varnagli verði settur inn í reglurnar varðandi framfærsluna og hefur verið settur á skólagjöldin. Þannig væri hægt að bregðast við ef krónan fer á flökt og það verður óhagkvæmara að vera á íslensku framfærslunni erlendis en það gerðist síðast í fyrra. „Við tókum á þessu út af kórónuveirunni og bættum námsmönnum það upp en við myndum vilja að setja þennan varnagla á blað og hafa hann inni í reglunum,“ segir Ragnar. Líkt og Isabel er Ragnar vongóður um að samstarfið við ráðherra verði gott í þessum málum. „Mér fannst við mæta ágætu viðhorfi þegar við fórum á fund og ræddum um framtíð námsmanna erlendis rétt fyrir útgáfu úthlutunarreglnanna,“ segir Ragnar aðspurður um hvort það sé líklegra að hlustað verði á kröfur námsmanna. „Ég ætla ekkert að segja hvort það verður en maður vonar það og þessar breytingar eru alla vega ekki að eyðileggja þær vonir.“
Hagsmunir stúdenta Háskólar Námslán Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vont, verra eða versta námslánakerfið? Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. 17. mars 2022 08:30 Lánasjóðurinn besta getnaðarvörnin? Á vormánuðum ár hvert eru úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna endurskoðaðar. Þessar reglur ráða miklu um stöðu námsmanna sem reiða sig á stuðning sjóðsins við að framfleyta sér. 23. febrúar 2022 13:30 Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30 Stuðningur við námsmenn er stuðningur við framtíðina Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. 21. desember 2021 07:30 Vítahringur vonbrigða Heildarendurskoðun á námslánakerfinu gaf stjórnvöldum gullið tækifæri til að byggja upp nýtt kerfi með hag stúdenta að leiðarljósi. Afgreiðsla Menntasjóðsfrumvarpsins, sérstaklega á lokametrum þess, var aftur á móti fljótfær og þó svo að nýja kerfið hafi breytt ýmsu til hins betra eru þá er það að stórum grundvallarhluta enn ófullnægjandi fjárhagslegt stuðningskerfi fyrir stúdenta. 13. september 2021 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vont, verra eða versta námslánakerfið? Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. 17. mars 2022 08:30
Lánasjóðurinn besta getnaðarvörnin? Á vormánuðum ár hvert eru úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna endurskoðaðar. Þessar reglur ráða miklu um stöðu námsmanna sem reiða sig á stuðning sjóðsins við að framfleyta sér. 23. febrúar 2022 13:30
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30
Stuðningur við námsmenn er stuðningur við framtíðina Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. 21. desember 2021 07:30
Vítahringur vonbrigða Heildarendurskoðun á námslánakerfinu gaf stjórnvöldum gullið tækifæri til að byggja upp nýtt kerfi með hag stúdenta að leiðarljósi. Afgreiðsla Menntasjóðsfrumvarpsins, sérstaklega á lokametrum þess, var aftur á móti fljótfær og þó svo að nýja kerfið hafi breytt ýmsu til hins betra eru þá er það að stórum grundvallarhluta enn ófullnægjandi fjárhagslegt stuðningskerfi fyrir stúdenta. 13. september 2021 07:01