Heilbrigð skynsemi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 21:30 Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Málefni trans fólks Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun