Málsvarar fjárfesta í pontu Alþingis Ólafur Hauksson skrifar 11. apríl 2022 09:00 Íslenska örþjóðin stendur undir háum rekstrarkostnaði og gríðarlegum hagnaði bankanna. Enginn annar. Almenningur borgar brúsann með vinnu sinni og viðskiptum. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða króna í fyrra. Þeir eiga gríðarlegar eignir og eru gullnáma fyrir fjárfesta. Arðsemi þeirra er sem meitluð í stein. Aðalástæðan er sú að engin samkeppni ríkir á milli bankanna. Þeir byggja allir á sömu uppskrúfuðu gjaldskránni. Útlánsvextir eru háir meðan innlánsvextir sleikja núllið. Kostnaður við rekstur bankanna hefur lækkað stórlega en samt er ekkert slegið af gjaldtökunni. Þess vegna er hryggilegt að sjá þingmenn stjórnarandstöðu og mótmælendur á Austurvelli berjast fyrir fáránlega háum verðmiða á Íslandsbanka, verðmiða sem byggir á áframhaldandi okri á almenningi. Í ræðustól Alþingis tala þeir í raun máli fjárfesta, æpa sig hása yfir því að hlutir í Íslandsbanka hafi ekki verið seldir á nógu háu verði. Gengið er út frá því að fáokun bankanna muni standa um aldur og ævi til að tryggja arðsemi þeirra. Ekki heyrist orð úr ræðustólnum um aðgerðir til að draga úr þeirri ánauð sem bankareksturinn veldur heimilum landsins. Þess í stað þyrpast stjórnarandstæðingar í pontuna til að tala um hvernig græða hefði mátt meira. Mest tala þeir þó um manninn sem keypti 0,0002% hlutinn í Íslandsbanka vegna þess að það er þægilegra að tala um hann en það sem skiptir máli. Rófan dillar hundinum. Þessi þjónkun við fjármagnseigendur er með ólíkindum. Þetta skeytingarleysi um fólkið sem ber bankana á herðum sér alla daga er skammarleg. Íslenskan almenning skiptir engu máli hvort fjárfestar borga milljónum meira eða minna fyrir hlut í Íslandsbanka eða hvort vanheilagir menn fái að kaupa. Það er ekki eins og ríkissjóður sé að tapa, hann fékk bankann gefins. Það eina sem skiptir almenning máli er að bankakostnaður fari að lækka fyrir tilstilli alvöru samkeppni á milli þeirra. Sömuleiðis að eiginfjárkrafan á bankana lækki, því hún kyndir undir hærri álögum. En á þetta minnast hinir hásu þingmenn ekki einu orði. Höfundur er almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Íslenska örþjóðin stendur undir háum rekstrarkostnaði og gríðarlegum hagnaði bankanna. Enginn annar. Almenningur borgar brúsann með vinnu sinni og viðskiptum. Bankarnir fjórir högnuðust um 92 milljarða króna í fyrra. Þeir eiga gríðarlegar eignir og eru gullnáma fyrir fjárfesta. Arðsemi þeirra er sem meitluð í stein. Aðalástæðan er sú að engin samkeppni ríkir á milli bankanna. Þeir byggja allir á sömu uppskrúfuðu gjaldskránni. Útlánsvextir eru háir meðan innlánsvextir sleikja núllið. Kostnaður við rekstur bankanna hefur lækkað stórlega en samt er ekkert slegið af gjaldtökunni. Þess vegna er hryggilegt að sjá þingmenn stjórnarandstöðu og mótmælendur á Austurvelli berjast fyrir fáránlega háum verðmiða á Íslandsbanka, verðmiða sem byggir á áframhaldandi okri á almenningi. Í ræðustól Alþingis tala þeir í raun máli fjárfesta, æpa sig hása yfir því að hlutir í Íslandsbanka hafi ekki verið seldir á nógu háu verði. Gengið er út frá því að fáokun bankanna muni standa um aldur og ævi til að tryggja arðsemi þeirra. Ekki heyrist orð úr ræðustólnum um aðgerðir til að draga úr þeirri ánauð sem bankareksturinn veldur heimilum landsins. Þess í stað þyrpast stjórnarandstæðingar í pontuna til að tala um hvernig græða hefði mátt meira. Mest tala þeir þó um manninn sem keypti 0,0002% hlutinn í Íslandsbanka vegna þess að það er þægilegra að tala um hann en það sem skiptir máli. Rófan dillar hundinum. Þessi þjónkun við fjármagnseigendur er með ólíkindum. Þetta skeytingarleysi um fólkið sem ber bankana á herðum sér alla daga er skammarleg. Íslenskan almenning skiptir engu máli hvort fjárfestar borga milljónum meira eða minna fyrir hlut í Íslandsbanka eða hvort vanheilagir menn fái að kaupa. Það er ekki eins og ríkissjóður sé að tapa, hann fékk bankann gefins. Það eina sem skiptir almenning máli er að bankakostnaður fari að lækka fyrir tilstilli alvöru samkeppni á milli þeirra. Sömuleiðis að eiginfjárkrafan á bankana lækki, því hún kyndir undir hærri álögum. En á þetta minnast hinir hásu þingmenn ekki einu orði. Höfundur er almannatengill.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar