Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 15:39 Agnieszku Ewu Ziólkowsku hefur verið sagt upp störfum á skrifstofu Eflingar. vísir/Vilhelm Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. „Ég er ein af þeim sem fékk uppsagnarbréf frá Eflingu í gærkvöldi. Þar er ég hvött til að sækja aftur um stöðuna þegar hún verður auglýst. Ég var kjörin varaformaður eflingar árið 2019 og aftur árið 2021. Síðast þegar ég gáði var varaformaður félagsins lýðræðislega kjörin, ekki ráðinn eftir auglýsingu,“ skrifar Agnieszka í færslu á Facebook. Þar birtir hún uppsagnarbréfið sem henni barst í gærkvöldi. Fram kemur í bréfinu að ástæða uppsagnar séu skipulags- og rekstrarbreytingar sem nái til allra stöðugilda Eflingar. Ný störf hjá félaginu verði þá auglýst og hún hvött til að sækja aftur um. „Er þetta hluti af nýrri stefnu B-listans? Hvað næst? Ætla þau að auglýsa eftir fólki í stjórn? Nýjum formanni?“ spyr Agnieszka. Hún segir í samtali við Vísi viss um það að Sólveig Anna sé í hefndarhug. Agnieszka var ein þeirra sem hvatti félagsmenn Eflingar til að kjósa Ólöfu Helgu Adolfsdóttur til formanns í kjöri sem fór fram í vor. Agnieszka var varaformaður í fyrri formannssetu Sólveigar Önnu og tók við formennskunni þegar Sólveig Anna sagði sig frá henni. Sólveig Anna hefur frá því að greint var frá hópuppsögnunum ítrekað að stjórn félagsins hafi verið lýðræðislega kjörin og hafi því umboð félagsmanna til að framkvæma það sem stjórnin telji réttast. „Við erum lýðræðislega kjörin forysta í þessu félagi við höfum umboð félagsfólks í þessu félagi til að leiða félagið, það er það sem við erum að gera,“ sagði Sólveig meðal annars í samtali við fréttastofu í gær. Sólveig segir í samtali við Vísi að ekki sé verið að segja Agnieszku upp sem varaformanni félagsins. Hún sé hins vegar á ráðningarkjörum og allir sem eru við störf og séu launafólk hjá félaginu hafi fengið sama uppsagnarbréfið. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Ég er ein af þeim sem fékk uppsagnarbréf frá Eflingu í gærkvöldi. Þar er ég hvött til að sækja aftur um stöðuna þegar hún verður auglýst. Ég var kjörin varaformaður eflingar árið 2019 og aftur árið 2021. Síðast þegar ég gáði var varaformaður félagsins lýðræðislega kjörin, ekki ráðinn eftir auglýsingu,“ skrifar Agnieszka í færslu á Facebook. Þar birtir hún uppsagnarbréfið sem henni barst í gærkvöldi. Fram kemur í bréfinu að ástæða uppsagnar séu skipulags- og rekstrarbreytingar sem nái til allra stöðugilda Eflingar. Ný störf hjá félaginu verði þá auglýst og hún hvött til að sækja aftur um. „Er þetta hluti af nýrri stefnu B-listans? Hvað næst? Ætla þau að auglýsa eftir fólki í stjórn? Nýjum formanni?“ spyr Agnieszka. Hún segir í samtali við Vísi viss um það að Sólveig Anna sé í hefndarhug. Agnieszka var ein þeirra sem hvatti félagsmenn Eflingar til að kjósa Ólöfu Helgu Adolfsdóttur til formanns í kjöri sem fór fram í vor. Agnieszka var varaformaður í fyrri formannssetu Sólveigar Önnu og tók við formennskunni þegar Sólveig Anna sagði sig frá henni. Sólveig Anna hefur frá því að greint var frá hópuppsögnunum ítrekað að stjórn félagsins hafi verið lýðræðislega kjörin og hafi því umboð félagsmanna til að framkvæma það sem stjórnin telji réttast. „Við erum lýðræðislega kjörin forysta í þessu félagi við höfum umboð félagsfólks í þessu félagi til að leiða félagið, það er það sem við erum að gera,“ sagði Sólveig meðal annars í samtali við fréttastofu í gær. Sólveig segir í samtali við Vísi að ekki sé verið að segja Agnieszku upp sem varaformanni félagsins. Hún sé hins vegar á ráðningarkjörum og allir sem eru við störf og séu launafólk hjá félaginu hafi fengið sama uppsagnarbréfið.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21
Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25