Velur aftökusveit framyfir rafmagnsstólinn Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2022 22:42 Mynd frá fangelsisyfirvöldum í Suður Karólínu. Til hægri er rafmagnsstóll en til vinstri aftökusveitarstóllinn. Þeim síðarnefnda var nýverið bætt við aðstöðuna í fangelsinu í höfuðborginni Columbia. Vísir/AP Maður sem situr á dauðadeild í Suður Karólínu hefur ákveðið að aftökusveit muni taka hann af lífi í stað þess að setjast í rafmagnsstólinn. Aftakan verður sú fyrsta í ríkinu í meira en áratug. Richard Moore var dæmdur til dauða eftir að hafa myrt afgreiðslumann í verslun árið 1999 og hefur setið á dauðadeild í Suður Karólínu síðan þá. Aftaka hans er áætluð þann 29.apríl næstkomandi en hún verður sú fyrsta í ríkinu í meira en áratug. Í dómsskjölum sem birt voru í gær kemur fram að Moore hafi valið að vera tekinn af lífi af aftökusveit en hann bindur vonir við tvö dómsmál þar sem kveðið verður á um hvort aðferðir Suður Karólínu við aftökur standist stjórnarskrá. Mynd sem fangelsisyfirvöld í Suður Karólínu hafa birt af Richard Moore.Vísir/AP „Ég tel að með þessu vali sé verið að neyða mig til að velja á milli tveggja aðferða sem standast hvorugar stjórnarskrá,“ segir Moore í yfirlýsingu. Moore gat ekki valið að vera tekinn af lífi með banvænni sprautu þar sem ekki eru til réttu lyfin í Suður Karólínu. Fram kemur í grein CNN að lyfið hafi ekki verið til síðan 2013. Lyfjafyrirtæki hafa ítrekað neitað að selja yfirvöldum lyf sem notuð eru við aftökur. Aðferð sem notuð er í fjórum ríkjum Á síðasta ári samþykktu yfirvöld í Suður Karólínu lög þar sem ákveðið var að rafmangsstóllinn yrði fyrsti kostur þegar fangar væru teknir af lífi þó þeir dauðadæmdu gætu einnig kosið að notuð yrði aftökusveit eða banvæn sprauta. Í tilkynningu sem fangelsisyfirvöld í Suður Karólínu birtu í mars kemur fram að þrír sjálfboðaliðar meðal starfsmanna fangelsismálastofnunar myndi umrædda aftökusveit. Allir þurfa þeir að standast strangar kröfur stofnunarinnar. Rafmagnsstóllinn í fangelsinu í Columbia í Suður Karólínu.Vísir/AP Aftakan fer þannig fram að eftir að fanginn kemur inn í herbergið þar sem aftakan fer fram fái hann tækifæri til að gefa yfirlýsingu. Hann sé síðan bundinn niður og andlit hans hulið. Þegar búið er að koma skotmarki fyrir rétt ofan við hjarta fangans mun aftökusveitin skjóta en þeir munu ekki vera sýnilegir áhorfendum sem fylgjast með. Skotheldu gleri hefur verið komið fyrir í herbergi þar sem áhorfendurnir verða. Suður Karólína, Oklahoma, Mississippi og Utah eru þau ríki Bandaríkjanna þar sem aftökusveitir eru notaðar við aftökur en aðeins í Utah hefur sú aðferð verið notuð og það í fjögur skipti síðan árið 1960. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Richard Moore var dæmdur til dauða eftir að hafa myrt afgreiðslumann í verslun árið 1999 og hefur setið á dauðadeild í Suður Karólínu síðan þá. Aftaka hans er áætluð þann 29.apríl næstkomandi en hún verður sú fyrsta í ríkinu í meira en áratug. Í dómsskjölum sem birt voru í gær kemur fram að Moore hafi valið að vera tekinn af lífi af aftökusveit en hann bindur vonir við tvö dómsmál þar sem kveðið verður á um hvort aðferðir Suður Karólínu við aftökur standist stjórnarskrá. Mynd sem fangelsisyfirvöld í Suður Karólínu hafa birt af Richard Moore.Vísir/AP „Ég tel að með þessu vali sé verið að neyða mig til að velja á milli tveggja aðferða sem standast hvorugar stjórnarskrá,“ segir Moore í yfirlýsingu. Moore gat ekki valið að vera tekinn af lífi með banvænni sprautu þar sem ekki eru til réttu lyfin í Suður Karólínu. Fram kemur í grein CNN að lyfið hafi ekki verið til síðan 2013. Lyfjafyrirtæki hafa ítrekað neitað að selja yfirvöldum lyf sem notuð eru við aftökur. Aðferð sem notuð er í fjórum ríkjum Á síðasta ári samþykktu yfirvöld í Suður Karólínu lög þar sem ákveðið var að rafmangsstóllinn yrði fyrsti kostur þegar fangar væru teknir af lífi þó þeir dauðadæmdu gætu einnig kosið að notuð yrði aftökusveit eða banvæn sprauta. Í tilkynningu sem fangelsisyfirvöld í Suður Karólínu birtu í mars kemur fram að þrír sjálfboðaliðar meðal starfsmanna fangelsismálastofnunar myndi umrædda aftökusveit. Allir þurfa þeir að standast strangar kröfur stofnunarinnar. Rafmagnsstóllinn í fangelsinu í Columbia í Suður Karólínu.Vísir/AP Aftakan fer þannig fram að eftir að fanginn kemur inn í herbergið þar sem aftakan fer fram fái hann tækifæri til að gefa yfirlýsingu. Hann sé síðan bundinn niður og andlit hans hulið. Þegar búið er að koma skotmarki fyrir rétt ofan við hjarta fangans mun aftökusveitin skjóta en þeir munu ekki vera sýnilegir áhorfendum sem fylgjast með. Skotheldu gleri hefur verið komið fyrir í herbergi þar sem áhorfendurnir verða. Suður Karólína, Oklahoma, Mississippi og Utah eru þau ríki Bandaríkjanna þar sem aftökusveitir eru notaðar við aftökur en aðeins í Utah hefur sú aðferð verið notuð og það í fjögur skipti síðan árið 1960.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira