Er þingmennska ævistarf? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. apríl 2022 08:01 Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði. Í ljósi nýjasta útspils formanna ríkisstjórnarflokkanna, þar sem þeir ætla að fórna undirmönnum og reyna sitja sjálfir sem fastast, þá þykir mér fullt tilefni til að rýna aðeins í starfsaldur sitjandi þingmanna. *Útreikningur byggir á upplýsingum um þingsetu af heimasíðu Alþingis, sirkað er að heilu ári í útreikningum (T.d. Starfsaldur frá kosningum 2021 talinn sem eitt ár). Taflan að ofan tekur saman upplýsingar um meðalstarfsaldur þingmanna sem og fjölda þingmanna eftir því á þingi númer hvað þeir eru (m.v. að „venjulegt“ þing sé fjögur ár). Við sjáum að fjörtíu og fimm þingmenn eru á sínu fyrsta eða öðru þingi, sem rýmar ágætlega við að meðalstarfsaldur á þingi er sex ár. Hinsvegar er tæplega fimmtungur þingmanna, tólf þingmenn, á sínu fjórða eða fimmta þingi og fjögur þeirra verða komin vel yfir tuttugu ár hvert ef þetta þing stendur yfir í fjögur ár! Í fljóti bragði mætti hugsa að það sé talsverð nýliðun á þinginu, stór hluti þingmanna sem kemur og er eitt eða tvö kjörtímabil og snýr sér síðan annað. Hinsvegar virðist svo vera annar hópur sem gerir þingmennsku að sínu ævistarfi. Er ásættanlegt að þingmennska sé ævistarf? Þingmenn eru allir lýðræðislega kjörnir og því má vel færa rök fyrir því að þetta sé það fólk sem þjóðin vill helst hafa á þingi. Það er þó undir þingflokkunum sjálfum komið hvernig þeir stilla upp sínum listum, sem kann að vera öllu minna lýðræðislegt ferli. Á kjörstað geta kjósendur flokks svo strikað út frambjóðendur á listanum ef þeim líst illa á þá, en það kerfi er þó þannig uppbyggt að það hefur nánast engin áhrif heilt á litið. Í kerfi sem þessu, þar sem kjósendum kann að þykja að þeir eigi samleið með einum eða fáum flokkum, geta þeir endað með að sitja fastir með vel tengda flokksmenn ofarlega á lista jafnvel áratugum saman. Í fjölda landa þykir ekki gott að þjóðhöfðingar sitji of lengi og því er sett hámark á fjölda kjörtímabila sem þeir mega sitja. Það er gjarnan gert til þess að viðkomandi geti ekki sölsað til sín of miklum völdum og orðið óbeinir einræðisherrar. Sumstaðar gildir slíkt hið sama um þingmenn, til að mynda tók Mexíkó upp tveggja kjörtímabila hámark (12 ár samtals) fyrir öldungardeildar þingmenn árið 2018, en samskonar úrræði hafa verið notuð á ýmsum stöðum allt aftur til forn Grikkja. Sömu rök eiga þar við og fyrir þjóðhöfðingjana, að ákveðnir aðilar geti ekki setið langtímum saman í valdamiklum embættum og komið sér og sínum í sífellt meiri völd og mikilvægari stöður. En það þarf ekki að hugsa slíkar takmarkanir út frá valdabrölti. Velta má fyrir sér hvort það sé sama gagn fyrir þjóðina af atvinnupólitíkusum og hún hefur af nýliðum. Fyrir mitt leiti tel ég að eldmóður flestra sem koma á þing dugi ekki áratugum saman, og jafnvel ef hann gerir það þá tel ég að þeir hafi flestir komið sínum hugmyndum á framfæri á fyrsta áratug þingmennskunnar. Svo ekki sé minnst á þá áhættu að þingmenn séu sífellt að vinna að endurkjöri fyrir næsta kjörtímabil, að spila leikinn rétt, í stað þess að taka slaginn núna. Heilt á litið hugsa ég að hættan á óæskilegu valdabrölti, fallandi notagildi og langsetu atvinnuþingmanna í óþökk kjósenda sé of mikil. Að sú hætta trompi allt tal um að gagn þingmanna aukist því betur sem þeir kunna á kerfið og starfið, eða að þeir séu eilífðar uppsprettur gagnlegra hugmynd og laga. Svo hvernig væri að velta fyrir okkur af alvöru möguleikanum á hámarkstíma á þingi? Mætti t.d. segja þrjú kjörtímabil, fjögur ár hvert. Eða kannski almennt tólf ára hámark og að ekki megi bjóða sig fram eftir setu í meira en tíu ár*, kjörtímabil eiga jú til að vera mislöng á Íslandi. Höfundur hefur áhyggjur af skaðsemi atvinnuþingmanna. * Toppurinn væri þá 9 ár + 4 ár = 13 ár, ef kjörtímabilin raðast þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Alþingi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði. Í ljósi nýjasta útspils formanna ríkisstjórnarflokkanna, þar sem þeir ætla að fórna undirmönnum og reyna sitja sjálfir sem fastast, þá þykir mér fullt tilefni til að rýna aðeins í starfsaldur sitjandi þingmanna. *Útreikningur byggir á upplýsingum um þingsetu af heimasíðu Alþingis, sirkað er að heilu ári í útreikningum (T.d. Starfsaldur frá kosningum 2021 talinn sem eitt ár). Taflan að ofan tekur saman upplýsingar um meðalstarfsaldur þingmanna sem og fjölda þingmanna eftir því á þingi númer hvað þeir eru (m.v. að „venjulegt“ þing sé fjögur ár). Við sjáum að fjörtíu og fimm þingmenn eru á sínu fyrsta eða öðru þingi, sem rýmar ágætlega við að meðalstarfsaldur á þingi er sex ár. Hinsvegar er tæplega fimmtungur þingmanna, tólf þingmenn, á sínu fjórða eða fimmta þingi og fjögur þeirra verða komin vel yfir tuttugu ár hvert ef þetta þing stendur yfir í fjögur ár! Í fljóti bragði mætti hugsa að það sé talsverð nýliðun á þinginu, stór hluti þingmanna sem kemur og er eitt eða tvö kjörtímabil og snýr sér síðan annað. Hinsvegar virðist svo vera annar hópur sem gerir þingmennsku að sínu ævistarfi. Er ásættanlegt að þingmennska sé ævistarf? Þingmenn eru allir lýðræðislega kjörnir og því má vel færa rök fyrir því að þetta sé það fólk sem þjóðin vill helst hafa á þingi. Það er þó undir þingflokkunum sjálfum komið hvernig þeir stilla upp sínum listum, sem kann að vera öllu minna lýðræðislegt ferli. Á kjörstað geta kjósendur flokks svo strikað út frambjóðendur á listanum ef þeim líst illa á þá, en það kerfi er þó þannig uppbyggt að það hefur nánast engin áhrif heilt á litið. Í kerfi sem þessu, þar sem kjósendum kann að þykja að þeir eigi samleið með einum eða fáum flokkum, geta þeir endað með að sitja fastir með vel tengda flokksmenn ofarlega á lista jafnvel áratugum saman. Í fjölda landa þykir ekki gott að þjóðhöfðingar sitji of lengi og því er sett hámark á fjölda kjörtímabila sem þeir mega sitja. Það er gjarnan gert til þess að viðkomandi geti ekki sölsað til sín of miklum völdum og orðið óbeinir einræðisherrar. Sumstaðar gildir slíkt hið sama um þingmenn, til að mynda tók Mexíkó upp tveggja kjörtímabila hámark (12 ár samtals) fyrir öldungardeildar þingmenn árið 2018, en samskonar úrræði hafa verið notuð á ýmsum stöðum allt aftur til forn Grikkja. Sömu rök eiga þar við og fyrir þjóðhöfðingjana, að ákveðnir aðilar geti ekki setið langtímum saman í valdamiklum embættum og komið sér og sínum í sífellt meiri völd og mikilvægari stöður. En það þarf ekki að hugsa slíkar takmarkanir út frá valdabrölti. Velta má fyrir sér hvort það sé sama gagn fyrir þjóðina af atvinnupólitíkusum og hún hefur af nýliðum. Fyrir mitt leiti tel ég að eldmóður flestra sem koma á þing dugi ekki áratugum saman, og jafnvel ef hann gerir það þá tel ég að þeir hafi flestir komið sínum hugmyndum á framfæri á fyrsta áratug þingmennskunnar. Svo ekki sé minnst á þá áhættu að þingmenn séu sífellt að vinna að endurkjöri fyrir næsta kjörtímabil, að spila leikinn rétt, í stað þess að taka slaginn núna. Heilt á litið hugsa ég að hættan á óæskilegu valdabrölti, fallandi notagildi og langsetu atvinnuþingmanna í óþökk kjósenda sé of mikil. Að sú hætta trompi allt tal um að gagn þingmanna aukist því betur sem þeir kunna á kerfið og starfið, eða að þeir séu eilífðar uppsprettur gagnlegra hugmynd og laga. Svo hvernig væri að velta fyrir okkur af alvöru möguleikanum á hámarkstíma á þingi? Mætti t.d. segja þrjú kjörtímabil, fjögur ár hvert. Eða kannski almennt tólf ára hámark og að ekki megi bjóða sig fram eftir setu í meira en tíu ár*, kjörtímabil eiga jú til að vera mislöng á Íslandi. Höfundur hefur áhyggjur af skaðsemi atvinnuþingmanna. * Toppurinn væri þá 9 ár + 4 ár = 13 ár, ef kjörtímabilin raðast þannig.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar