Gleðilegt sumar! Lögum það sem er bilað í borginni Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 21. apríl 2022 09:00 Stefna sósíalista í borginni er sáraeinföld. Það er vegna þess að hún hefur ekkert að fela. Hún er hrein og bein og sönn. Sósíalismi er hugsjón sem byggir á skýrri réttlætiskennd um að allir séu jafnir. Að allir eigi að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi. Sósíalistar skammast sín ekkert fyrir að dreyma um borg þar sem allir geti verið glaðir. Og góðir vinir. Hvernig látum við þann draum rætast? Bilað á að laga Þegar eitthvað er bilað þá finnum við hvað er að og lögum það. Í samfélaginu okkar finnum við það sem er bilað hjá því fólki sem er fátækt, kúgað og valdalítið. Þar er mesta sorgin og baslið, kvíðinn og depurðin. Það þarf að laga stöðu þessa fólks. Hún er meinsemd í samfélaginu. Þetta er forgangsverk sósíalista. Leiðin til að bæta borgina er að laga það sem er bilað. Byrjum þar. Hjá þeim sem búa við mesta óréttlætið. Ef við lögum ekki það sem er bilað verður borgin okkar aldrei góð. Við eigum ekki að fela eða reyna að þagga niður það sem er að, heldur ganga glöð til þess að laga meinsemdina. Þannig bætum við borgina. Með því að laga það sem er bilað. Fólkið á að ráða Fólk veit best hvað það vill bæta í eigin lífi. Þess vegna vilja sósíalistar að fólkið fái að ráða. Hver veit best hvernig á að bæta strætó? Það er fólkið sem ferðast með strætó og keyrir strætó. Hver veit best hvernig bæta á stöðu hinna fátæku og bjargarlausu? Það er fólkið sem er fátækt og bjargarlaust. Hver veit best hvað á að vera í matinn í skólanum? Jú, auðvitað börnin sem munu borða matinn. Sósíalistar trúa að allir séu jafnir. Líka þau sem búa við mestan ójöfnuð og engan rétt. Það er ekki hægt að laga ójöfnuðinn nema laga fyrst valdaleysið. Sósíalistar vita að leiðin að réttlátu samfélagi er að gefa hinum valdalausu vald, leyfa þeim að ráða sem mestu um eigið líf. Og það bætir ekki bara líf hinna fátæku og valdalausu, heldur bætir það allt samfélagið. Það skerðir líf okkar allra þegar stórum hópum fólks er haldið niðri. Lyftum þeim upp og þá mun líf okkar allra batna. Það verða fleiri sem hjálpast að við að gera borgina betri. Borgin á að byggja Það er húsnæðiskreppa í Reykjavík. Íbúðir eru allt of dýrar og húsaleiga allt of há. Fyrir margt fólk er húsnæðiskostnaður helsta ástæða þess að það á ekki fyrir nauðsynjum, neitar sér um læknishjálp og getur ekki veitt börnunum sínum það sem foreldrar vita að börnin eiga skilið. Húsnæðisvandinn er skuggi í lífi marga og hann er skömm borgarinnar. Sósíalistar vilja að borgin byggi sjálf íbúðir þar til húsnæðisvandinn er horfinn. Sósíalistar eru ekki vitlausir, þeir eru fyrir löngu búnir að fatta að hinn svokallaði markaður mun ekki leysa húsnæðisvandann. Húsaleigan rýkur bara upp og fasteignaverð hækkar. Braskarar og verktakar græða en húsnæðisvandi fólks lagast ekkert. Um allan heim og um langan aldur hafa sveitarfélög byggt húsnæði til að tryggja að húsnæðiskreppan nái ekki að eyðileggja borgirnar. Það á Reykjavík að gera. Auðvitað, við eigum að laga það sem er bilað. Ríkir eiga að borga Fyrir nokkrum árum var lögum breytt svo að fólk sem vinnur ekki heldur lifir af eignum sínum, lætur peningana vinna fyrir sig, þyrfti ekki að borga útsvar til sveitarfélaga. Þetta er ljótt. Auðvitað á ríkasta fólkið að borga útsvar til borgarinnar eins og allir aðrir. Þetta er bara eitt dæmi um hvað stjórnvöld hafa gert á síðustu áratugum til að flytja fé frá almenningi til hinna ríku. Það er búið að snúa samfélaginu á hvolf. Nú eru hin fátæku alltaf að hjálpa hinum ríku og styrkja þau. Og hin ríku að koma sér undan því að styðja hin fátæku, veiku og þjáðu. Ástæðan er að hin ríku ráða of miklu en hin fátækari of litlu. Svoleiðis þjóðfélag kallast auðræði, þar sem auðurinn ræður mestu. Sósíalistar vilja ekki slíkt samfélag heldur lýðræði. Í lýðræði ræður lýðurinn, almenningur, ég og þú, hvernig samfélagið verður. Sumarið mun koma Ójöfnuður veldur því að hin ríku geta ráðið miklu. Það býr til valdaójafnvægi. Sem aftur tryggir hinum ríku meiri auð og þá aftur meiri völd. Eina leiðin sem almenningur hefur til að berjast gegn þessu er samtakamáttur fjöldans. Það kennir sagan okkur. Í vor verður kosið til borgarstjórnar og þar getur þú kosið lista sósíalista. Kosið að það verði lagað sem er bilað. Kosið að fólk fái að ráða, að borgin muni byggja og að hin ríku þurfi að borga. Vonandi kjósa sem flestir sósíalista. Vonandi vorar vel í Reykjavík og á eftir fylgi langt og indælt sumar. Megir þú og þitt fólk eiga gleðilegt sumar. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Stefna sósíalista í borginni er sáraeinföld. Það er vegna þess að hún hefur ekkert að fela. Hún er hrein og bein og sönn. Sósíalismi er hugsjón sem byggir á skýrri réttlætiskennd um að allir séu jafnir. Að allir eigi að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi. Sósíalistar skammast sín ekkert fyrir að dreyma um borg þar sem allir geti verið glaðir. Og góðir vinir. Hvernig látum við þann draum rætast? Bilað á að laga Þegar eitthvað er bilað þá finnum við hvað er að og lögum það. Í samfélaginu okkar finnum við það sem er bilað hjá því fólki sem er fátækt, kúgað og valdalítið. Þar er mesta sorgin og baslið, kvíðinn og depurðin. Það þarf að laga stöðu þessa fólks. Hún er meinsemd í samfélaginu. Þetta er forgangsverk sósíalista. Leiðin til að bæta borgina er að laga það sem er bilað. Byrjum þar. Hjá þeim sem búa við mesta óréttlætið. Ef við lögum ekki það sem er bilað verður borgin okkar aldrei góð. Við eigum ekki að fela eða reyna að þagga niður það sem er að, heldur ganga glöð til þess að laga meinsemdina. Þannig bætum við borgina. Með því að laga það sem er bilað. Fólkið á að ráða Fólk veit best hvað það vill bæta í eigin lífi. Þess vegna vilja sósíalistar að fólkið fái að ráða. Hver veit best hvernig á að bæta strætó? Það er fólkið sem ferðast með strætó og keyrir strætó. Hver veit best hvernig bæta á stöðu hinna fátæku og bjargarlausu? Það er fólkið sem er fátækt og bjargarlaust. Hver veit best hvað á að vera í matinn í skólanum? Jú, auðvitað börnin sem munu borða matinn. Sósíalistar trúa að allir séu jafnir. Líka þau sem búa við mestan ójöfnuð og engan rétt. Það er ekki hægt að laga ójöfnuðinn nema laga fyrst valdaleysið. Sósíalistar vita að leiðin að réttlátu samfélagi er að gefa hinum valdalausu vald, leyfa þeim að ráða sem mestu um eigið líf. Og það bætir ekki bara líf hinna fátæku og valdalausu, heldur bætir það allt samfélagið. Það skerðir líf okkar allra þegar stórum hópum fólks er haldið niðri. Lyftum þeim upp og þá mun líf okkar allra batna. Það verða fleiri sem hjálpast að við að gera borgina betri. Borgin á að byggja Það er húsnæðiskreppa í Reykjavík. Íbúðir eru allt of dýrar og húsaleiga allt of há. Fyrir margt fólk er húsnæðiskostnaður helsta ástæða þess að það á ekki fyrir nauðsynjum, neitar sér um læknishjálp og getur ekki veitt börnunum sínum það sem foreldrar vita að börnin eiga skilið. Húsnæðisvandinn er skuggi í lífi marga og hann er skömm borgarinnar. Sósíalistar vilja að borgin byggi sjálf íbúðir þar til húsnæðisvandinn er horfinn. Sósíalistar eru ekki vitlausir, þeir eru fyrir löngu búnir að fatta að hinn svokallaði markaður mun ekki leysa húsnæðisvandann. Húsaleigan rýkur bara upp og fasteignaverð hækkar. Braskarar og verktakar græða en húsnæðisvandi fólks lagast ekkert. Um allan heim og um langan aldur hafa sveitarfélög byggt húsnæði til að tryggja að húsnæðiskreppan nái ekki að eyðileggja borgirnar. Það á Reykjavík að gera. Auðvitað, við eigum að laga það sem er bilað. Ríkir eiga að borga Fyrir nokkrum árum var lögum breytt svo að fólk sem vinnur ekki heldur lifir af eignum sínum, lætur peningana vinna fyrir sig, þyrfti ekki að borga útsvar til sveitarfélaga. Þetta er ljótt. Auðvitað á ríkasta fólkið að borga útsvar til borgarinnar eins og allir aðrir. Þetta er bara eitt dæmi um hvað stjórnvöld hafa gert á síðustu áratugum til að flytja fé frá almenningi til hinna ríku. Það er búið að snúa samfélaginu á hvolf. Nú eru hin fátæku alltaf að hjálpa hinum ríku og styrkja þau. Og hin ríku að koma sér undan því að styðja hin fátæku, veiku og þjáðu. Ástæðan er að hin ríku ráða of miklu en hin fátækari of litlu. Svoleiðis þjóðfélag kallast auðræði, þar sem auðurinn ræður mestu. Sósíalistar vilja ekki slíkt samfélag heldur lýðræði. Í lýðræði ræður lýðurinn, almenningur, ég og þú, hvernig samfélagið verður. Sumarið mun koma Ójöfnuður veldur því að hin ríku geta ráðið miklu. Það býr til valdaójafnvægi. Sem aftur tryggir hinum ríku meiri auð og þá aftur meiri völd. Eina leiðin sem almenningur hefur til að berjast gegn þessu er samtakamáttur fjöldans. Það kennir sagan okkur. Í vor verður kosið til borgarstjórnar og þar getur þú kosið lista sósíalista. Kosið að það verði lagað sem er bilað. Kosið að fólk fái að ráða, að borgin muni byggja og að hin ríku þurfi að borga. Vonandi kjósa sem flestir sósíalista. Vonandi vorar vel í Reykjavík og á eftir fylgi langt og indælt sumar. Megir þú og þitt fólk eiga gleðilegt sumar. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar