Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 17:31 Landverðirnir heimsóttu spítalann í gær. Aðsend Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur. Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra. Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra.
Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01