Þjóðarhöll á Reykjanesi, í Mosó eða á Selfossi? Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Ný þjóðarhöll á að taka við hlutverki Laugardalshallar sem fyrir löngu er komin til ára sinna og hefur auk þess verið ónothæf síðan í nóvember 2020 vegna vatnsskemmda. Vísir/Egill Sífellt bætist í hóp sveitarfélaga sem opin eru fyrir því að þar verði reist þjóðarhöll fyrir landslið Íslands í handbolta og körfubolta, sem verið hafa á vergangi síðustu misseri. Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér. Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér.
Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00
Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti