Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 10:21 Brynjar Níelsson er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga. Þetta segir Brynjar í athugasemd á Facebook-síðu hans, í svari við spurningu um hvort að hann eða Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, ætli sér að tjá sig um það þegar lögregla hafði afskipti af unglingnum. Málið má rekja til þess að lögregla, í tengslum við leit hennar að strokufanganum Gabríel Douane Boama, sem var handtekinn í nótt, hafði í tvígang afskipti af sextán ára dreng, sem er dökkur á hörund líkt og Gabríel og með áþekka hárgreiðslu. Lögregla sagðist vera að fylgja ábendingum sem borist hefðu um mögulegan viðverustað Gabríels. Lögreglan hefur verið sökuð um kynþáttafordóma vegna málsins. Ekkert nýtt að ábendingar reynist rangar Brynjar virðist þó gefa lítið fyrir slíkar ásakanir, og segir í athugasemdinni að lögregla þurfi einfaldlega að fylgja þeim ábendingum sem hún fær þegar verið er að leita að eftirlýstum mönnum. „Það er ekki nýtt að slíkar ábendingar reynist rangar og má segja að slíkt gerist í öllum svona málum. Rauðhærðir og skeggjaðir lenda oft í þessu veseni. Menn þurfa að vera sérkennilega innréttaðir til að sjá rasisma í þessu máli, og jafnvel plebbalegir,“ skrifar Brynjar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að henni þætti leitt að hinn sextán ára drengur hefði dregist inn í málið. Ræða þyrfti hvernig bæta mæti aðgerðir, lögregla yrði hins vegar að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og yfirmaður Brynjars, sagði í gær að hann myndi eiga samtal við ríkislögreglustjóra vegna málsins. Óheppilegt væri að það hafi átt sér stað og að draga yrði lærdóm af því. Mikilvægt væri þó að sýna lögreglu skilning, enda hafi hún verið að leita að eftirlýstum manni, sem teldist hættulegur umhverfi sínu. Bendir á að rauðhærðir og skeggjaðir tilheyri ekki viðkvæmum minnihlutahóp Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er einn af þeim sem gagnrýnir Brynjar vegna ummæla hans. Deilir hann frétt Kjarnans af ummælum Brynjars á Facebook og bendir á að rauðhærðir og skeggjaðir séu ekki sérstaklega viðkvæmur minnihlutahópur. „Ég hef nú alveg sloppið hingað til, en það er kannski bara af því að rauða hárið er orðið brúnt og skeggið farið að grána. En án gamans - það þarf alveg sérkennilega forréttindablindu eða ósvífni, nema hvort tveggja sé, til að bera þetta saman. Við rauðhærðu og skeggjuðu karlarnir erum ekki sérstaklega viðkvæmur minnihlutahópur sem hefur mátt búa við einelti og alls kyns mismunun,“ skrifar Eiríkur. Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Lögreglan handtók Gabríel í nótt Lögregla hefur handtekið hinn tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í vikunni. 22. apríl 2022 08:23 Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. 21. apríl 2022 19:05 Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta segir Brynjar í athugasemd á Facebook-síðu hans, í svari við spurningu um hvort að hann eða Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, ætli sér að tjá sig um það þegar lögregla hafði afskipti af unglingnum. Málið má rekja til þess að lögregla, í tengslum við leit hennar að strokufanganum Gabríel Douane Boama, sem var handtekinn í nótt, hafði í tvígang afskipti af sextán ára dreng, sem er dökkur á hörund líkt og Gabríel og með áþekka hárgreiðslu. Lögregla sagðist vera að fylgja ábendingum sem borist hefðu um mögulegan viðverustað Gabríels. Lögreglan hefur verið sökuð um kynþáttafordóma vegna málsins. Ekkert nýtt að ábendingar reynist rangar Brynjar virðist þó gefa lítið fyrir slíkar ásakanir, og segir í athugasemdinni að lögregla þurfi einfaldlega að fylgja þeim ábendingum sem hún fær þegar verið er að leita að eftirlýstum mönnum. „Það er ekki nýtt að slíkar ábendingar reynist rangar og má segja að slíkt gerist í öllum svona málum. Rauðhærðir og skeggjaðir lenda oft í þessu veseni. Menn þurfa að vera sérkennilega innréttaðir til að sjá rasisma í þessu máli, og jafnvel plebbalegir,“ skrifar Brynjar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að henni þætti leitt að hinn sextán ára drengur hefði dregist inn í málið. Ræða þyrfti hvernig bæta mæti aðgerðir, lögregla yrði hins vegar að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og yfirmaður Brynjars, sagði í gær að hann myndi eiga samtal við ríkislögreglustjóra vegna málsins. Óheppilegt væri að það hafi átt sér stað og að draga yrði lærdóm af því. Mikilvægt væri þó að sýna lögreglu skilning, enda hafi hún verið að leita að eftirlýstum manni, sem teldist hættulegur umhverfi sínu. Bendir á að rauðhærðir og skeggjaðir tilheyri ekki viðkvæmum minnihlutahóp Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er einn af þeim sem gagnrýnir Brynjar vegna ummæla hans. Deilir hann frétt Kjarnans af ummælum Brynjars á Facebook og bendir á að rauðhærðir og skeggjaðir séu ekki sérstaklega viðkvæmur minnihlutahópur. „Ég hef nú alveg sloppið hingað til, en það er kannski bara af því að rauða hárið er orðið brúnt og skeggið farið að grána. En án gamans - það þarf alveg sérkennilega forréttindablindu eða ósvífni, nema hvort tveggja sé, til að bera þetta saman. Við rauðhærðu og skeggjuðu karlarnir erum ekki sérstaklega viðkvæmur minnihlutahópur sem hefur mátt búa við einelti og alls kyns mismunun,“ skrifar Eiríkur.
Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Lögreglan handtók Gabríel í nótt Lögregla hefur handtekið hinn tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í vikunni. 22. apríl 2022 08:23 Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. 21. apríl 2022 19:05 Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Lögreglan handtók Gabríel í nótt Lögregla hefur handtekið hinn tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í vikunni. 22. apríl 2022 08:23
Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00
Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. 21. apríl 2022 19:05
Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01