Umfjöllun: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. apríl 2022 15:01 Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. Serbía skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og komu íslensku stelpurnar ekki boltanum framhjá Jovönu Kovacevic í marki Serbíu fyrr en eftir um fimm mínútur. Þegar rúmlega stundarfjórðungur var liðinn gerðu íslensku stelpurnar áhlaup og jöfnuðu 19-19. Þá gáfu þær serbnensku í og leiddu með fjórum mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 19-15. Eftir góðan sóknarleik í fyrri hálfleik og slakan varnarleik snérist taflið við í seinni hálfleik. Íslensku stelpurnar misstu sóknarleikinn niður en að sama skapi hrökk markvarslan í gang. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan leiddi Serbía með fjórum mörkum, 23-19. Íslensku stelpurnar fengu tækifæri til þess að jafna leikinn en töpuðu boltanum fimm sinnum í röð og þá var öll von úti. Endaði leikurinn með sex marka sigri Serbíu 28-22 og Serbía því á leiðinni á EM. Afhverju vann Serbía? Þær voru einfaldlega of stór biti í dag. Þær settu tóninn strax í upphafi með því að skora fyrstu þrjú mörkin og þegar að Ísland náði að jafna gáfu þær í og komu sér aftur í 3-4 marka forystu. Markmaður þeirra varði hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 14 bolta varða. Sóknarlega voru þær góðar, náðu að opna hornin vel og nýttu sér það hiklaust. Hverjar stóðu upp úr? Hjá íslenska liðinu voru Rut Jónsdóttir, Sandra Erlingsdóttir og Steinunn Björnsdóttir allar með fjögur mörk. Varnarleikurinn var góður í seinni hálfleik og náðu þær að stela nokkrum boltum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hrökk í gang í seinni og var með góðar vörslur. Hvað gekk illa? Þetta var rosalega kaflaskiptur leikur og í fyrri hálfleik var varnarleikurinn ekki góður. Það var lítil sem engin markvarsla og skoraði Serbía nánast í hverri einustu sókn. Í seinni hálfleik var það sóknarleikurinn sem hrundi niður. Hvað gerist næst? Serbía er á leiðinni á EM. EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. 23. apríl 2022 18:09
Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. Serbía skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og komu íslensku stelpurnar ekki boltanum framhjá Jovönu Kovacevic í marki Serbíu fyrr en eftir um fimm mínútur. Þegar rúmlega stundarfjórðungur var liðinn gerðu íslensku stelpurnar áhlaup og jöfnuðu 19-19. Þá gáfu þær serbnensku í og leiddu með fjórum mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 19-15. Eftir góðan sóknarleik í fyrri hálfleik og slakan varnarleik snérist taflið við í seinni hálfleik. Íslensku stelpurnar misstu sóknarleikinn niður en að sama skapi hrökk markvarslan í gang. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan leiddi Serbía með fjórum mörkum, 23-19. Íslensku stelpurnar fengu tækifæri til þess að jafna leikinn en töpuðu boltanum fimm sinnum í röð og þá var öll von úti. Endaði leikurinn með sex marka sigri Serbíu 28-22 og Serbía því á leiðinni á EM. Afhverju vann Serbía? Þær voru einfaldlega of stór biti í dag. Þær settu tóninn strax í upphafi með því að skora fyrstu þrjú mörkin og þegar að Ísland náði að jafna gáfu þær í og komu sér aftur í 3-4 marka forystu. Markmaður þeirra varði hvern boltann á fætur öðrum og endaði með 14 bolta varða. Sóknarlega voru þær góðar, náðu að opna hornin vel og nýttu sér það hiklaust. Hverjar stóðu upp úr? Hjá íslenska liðinu voru Rut Jónsdóttir, Sandra Erlingsdóttir og Steinunn Björnsdóttir allar með fjögur mörk. Varnarleikurinn var góður í seinni hálfleik og náðu þær að stela nokkrum boltum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hrökk í gang í seinni og var með góðar vörslur. Hvað gekk illa? Þetta var rosalega kaflaskiptur leikur og í fyrri hálfleik var varnarleikurinn ekki góður. Það var lítil sem engin markvarsla og skoraði Serbía nánast í hverri einustu sókn. Í seinni hálfleik var það sóknarleikurinn sem hrundi niður. Hvað gerist næst? Serbía er á leiðinni á EM.
EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. 23. apríl 2022 18:09
„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. 23. apríl 2022 18:09
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti