Þörf á vandaðri stjórnsýslu í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifa 25. apríl 2022 11:01 Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Njörður Sigurðsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga. Það er mikilvægt að við rekstur verkefna og úrlausn mála hjá sveitarfélögum sé viðhöfð vönduð stjórnsýsla samkvæmt lögum og reglum. Það tryggir að lýðræðislegum ferlum sé fylgt og að niðurstaða mála sé tekin að vel athugðu máli með hagsmuni og réttindi almennings að leiðarljósi. Dæmin úr Hveragerði Í Hveragerði hafa því miður verið allmörg dæmi undanfarin misseri um óvandaða stjórnsýsluhætti undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar má nefna kaup á ónýtu húsi sem bærinn hefur tapað 10 m.kr. á, samþykkt á niðurrifi húss á hverfisverndarsvæði, kaup á þekktu vörumerki og hindrun á því að nýir rekstraraðilar geti nýtt það, fótur settur fyrir rekstraraðila matarvagns í Hveragerði og greiðslu til eins fyrirtækis upp á 50 þús. kr. á dag fyrir þjónustu sem að stærstum hluta snýst um rekstur á salernum inni í Dal. Nýjasta dæmið er svo ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í apríl um að blása upp nýtt loftborið íþróttahús í stað þess sem fauk í heilu lagi af grunni sínum í febrúar síðastliðnum. Þar var virkilega illa haldið á málum, fundargögn bárust of seint, skýrsla sem lá fyrir fundi bæjarstjórnar var ófullgerð og Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði að kanna aðra og mögulega hagkvæmari kosti um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Athugun innviðaráðuneytisins Allt eru þetta mál sem bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa bent Sjálfstæðisflokknum á að betur mætti standa að, en því miður hefur ekki verið hlustað. Alvarlegt dæmi um óvandaða stjórnsýslu í Hveragerði er frá fundi bæjarstjórnar 14. október 2021 þegar lágmarksreglum sveitarstjórnarlaga var ekki fylgt og ákvörðun tekin um framkvæmdir sem að lokum munu kosta bæinn um milljarð króna, og það án þess að nokkur gögn lægju fyrir fundinum. Beiðni minnihlutans í bæjarstjórn um að fresta málinu svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið var hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þar með hafnaði vönduðum vinnubrögðum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn sáu sig knúna til að senda kvörtun um þessa málsmeðferð Sjálfstæðisflokksins til innviðaráðuneytisins enda bendir allt til að málsmeðferðin sé í andstöðu við lög. Innviðaráðuneytið kallaði eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum í janúar síðastliðnum og mun niðurstaða í þessu máli vonandi liggja fyrir fljótlega, enda mikilvægt að íbúar sjái frá óháðum aðila hvernig stjórnsýslan hefur stundum verið í Hveragerði. Fagleg ráðning bæjarstjóra Eins og sjá má af framangreindu hefur pottur víða verið brotinn i stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þar sem fulltrúar hans hafa virt að vettugi leikreglur og lög stjórnsýslunnar, og þar með lýðræðið. Það er því mjög mikilvægt að blaðinu verði snúið við í Hveragerði og áhersla verði lögð á að vanda úrvinnslu verkefna og ákvarðanatöku í öllum málum, stórum sem smáum. Veigamikil leið til að snúa ofan af þessari menningu sem orðið hefur til undanfarin ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er að hvíla hann frá stjórn bæjarins. Annað mikilvægt skref er að strax eftir kosningar 14. maí nk. verði ráðinn bæjarstjóri til starfa á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu. Með því að leggja til grundvallar tiltekna hæfnisþætti, t.d. menntun sem nýtist í starfi, þekkingu og reynslu af stjórnsýslu og stjórnun og að viðkomandi hafi hæfileika til að stýra og dreifa verkefnum er öruggt að betur mun takast til í stjórnsýslunni en undanfarin misseri. Þess vegna leggur bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mikla áherslu á að ráða til starfa bæjarstjóra á faglegum grundvelli að undangenginni auglýsingu og að ástunduð sé vönduð og fagleg stjórnsýsla. Undir eru hagsmunir íbúa og réttindi þeirra og af því má ekki gefa afslátt. Njörður Sigurðsson, 2. sæti Okkar HveragerðisDagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti Okkar Hveragerðis
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar