Tryggjum fötluðum áheyrn í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar! Sindri Mar Jónsson skrifar 26. apríl 2022 16:30 Málefni fatlaðra og þjónustuskyldur sveitafélaga. Það er yfirleitt ekki ágreiningur um hvort sveitarfélög eigi að sinna félagslegum lögboðnum skyldum sínum en hitt er annað mál að oft greinir ráðamönnum á með hvaða hætti og að hve miklu leyti sveitarfélögum ber að sinna þeim. Yfirleitt snýst því miður umræðan um málefni fatlaðra um að ekki sé nægt fjármagn, eða hvort ríki, sveitarfélag eða hinn fatlaði sjálfur eigi að standa straum af kostnaði við þjónustuna. Sú umræða er lítillækkandi, sérstaklega í ljósi þess að hún er yfirleitt til þess fallin að varpa ljósi á að fatlaðir séu baggi á sveitarfélög. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að áhrifafólk ávarpi fatlaða sem „mannréttindafrekjur“ sem leiki lausum hala með réttindakröfur að leiðarljósi. Fatlaðir íbúar sveitarfélaga geta daglega staðið frammi fyrir fötlunarfordómum, forræðishyggju, skilningsleysi og jafnvel áhugaleysi starfsmanna og ráðamanna sveitarfélaga sinna. Enginn er hinsvegar meiri sérfræðingur í sinni fötlun en sá fatlaði sem á alltaf rétt á félagslegri aðstoð á sínum forsendum og þess vegna er mikilvægt að hlusta á sjónarmið þeirra! Gott dæmi um stefnumótandi áhrif er varða sjálfsákvörðunarrétt í kröfugerðum fatlaðra um að veita fötluðum áheyrn og hafa áhrif á með hvaða hætti lögbundin þjónusta skyldi vera framkvæmd, var í dómum Hæstaréttar nr. 151/1999 og 177/1998. þar sem Hæstiréttur tók undir sjónarmið fatlaðra að þeir ættu rétt á áheyrn. Þó svo að viðurkenna yrði sjálfsstjórn stjórnvaldsins um eigin málefni og játa þeim verulegt svigrúm til að framkvæma lögboðnar skyldur sínar gagnvart fötluðum, voru þær kröfur sem hinir fötluðu höfðu í ofangreindum málum, taldar, hóflegar og innan málefnanlegra marka og taldi því Hæstiréttur ráðamönnum það skylt að sinna skyldum sínum samkvæmt óskum þeirra sem áttu hagsmuni að gæta . Einnig er vert að taka fram að í ofangreindum málum var ekki verið að krefjast aðgerða sem höfðu í för með sér mikinn tilkostnað , heldur var viðleitnin við að taka á móti og veita fötluðum þjónustu tekin til raunverulegrar skoðunar. Hinn raunverulegi þröskuldur sem hinir fötluðu hnutu um í ofangreindum málum var sá að kröfurnar voru málefnalegar, auðveldar í framkvæmd og án mikils tilkostnaðar en umræddir ráðamenn vildu einfaldlega ekki láta segja sér fyrir verkum! Því miður er alltof oft hinn raunverulegi ágreiningur sem veldur árekstrum milli sveitarfélaga og fatlaðra sá að sveitarfélög fara vissulega með forræði á eigin málefnum og játa verður þeim verulegt svigrúm hvernig þau framfylgja lögboðnum skyldum sínum, en það er samt óumdeilanlegt að réttur fatlaðra til að krefjast þess að sveitarfélög sinni sínum skyldum á forsendum fatlaðra er ríkur, rétt eins og ofangreindir dómar Hæstaréttar tilgreina. Er vistun fatlaðra á hjúkrunarheimilum ávísun á mannréttindabrot og bótaskyldu sveitarfélaga? Sveitarfélög hafa því miður farið þá leið að vista fatlaða einstaklinga ótímabært á hjúkrunarheimilum. Slíkri ráðstöfun mótmælum við hjá Framsókn Hafnarfirði harðlega og þurfa öll sveitarfélög að bregðast við þessari slæmu þróun. Raunhæf búsetuúrræði vantar fyrir yngri einstaklinga sem eru ótímabært vistaðir á hjúkrunarheimilum ætluð eldra fólki. Yngra fólk finnur sig ekki endilega með eldra fólki til lengri tíma. Dæmi eru um að það upplifir sig einangrað, og hafi jafnvel engan til að tala við. Oft eru áhugamál og dægradvöl með allt öðru sniði. Eldra fólk sem vistast á hjúkrunarheimilum á oft stutt eftir, upplifir mikla líkamlega verki eftir ævilangt brauðstrit, berst við öldrunarsjúkdóma og dauðinn heimsækir óþægilega oft sambýlisfólk enda meðalvistunartími íbúa á hjúkrunarheimilum einungis 2-3 ár. Starfsfólk hjúkrunarheimila hefur sérþekkingu í meðhöndlun aldraðra og öldrunarsjúkdóma en ekki fatlaðra. Allur aðbúnaður, næringarinnihald mats sem er í boði hverju sinni, tónlist og dægradvöl er yfirleitt sérsniðin að þörfum og smekk aldraðra íbúa hjúkrunarheimila en ekki fatlaðra. Fötluðum einstaklingum, sérstaklega konum, stafar oft mun meiri hætta af því að það sé brotið á þeim en ófötluðum t.d. kynferðislega og fjárhagslega og öll umönnun fatlaðra kallar á öðruvísi nálgun en umönnun eldra fólks. Á hjúkrunarheimilum eru oft vistaðir eldri einstaklingar með heilabilanir og hegðunartruflanir. Sambúð yngra fólks með slíku fólki getur verið ógnvekjandi og hreinlega valdið áfalli á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að vera í félagslegu umhverfi sem hæfir fólki þar sem það er statt á lífsleiðinni og upplifa öryggi á heimilinu sínu. Fatlaðir rétt eins og allir aðrir þurfa að geta ræktað áhugamál sín og mæta verður líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra en dvöl á hjúkrunarheimili í stað þess að búa á eigin heimili hefur veruleg áhrif á líf og réttindi fólks, s.s. greiðslur, þjónustu, daglegt líf og takmarkar persónufrelsi, athafnafrelsi og friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu með ýmsum hætti .álit sbr. Álit Umboðsmanns Alþingis nr. 9897/2018. Í lögum nr. 88/2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk er fjallað um nauðung, en þau lög gilda ekki um aldraða einstaklinga á hjúkrunarheimilum. Fatlaðir eiga t.d. að hafa stjórn á eigin lyfjatöku og eiga rétt á að stjórna hvenær það sefur, fer á fætur, hvað það borðar o.fl. Ef starfsmenn hjúkrunarheimila framkvæma inngrip í líf fatlaðra til jafns við aldraða, gilda strangar reglur um tilkynningarskyldu til réttindagæslumanns hins fatlaða, en leiða má að því líkur að almennt starfsfólk hjúkrunarheimila geri ekki greinarmun á skyldum sínum í umönnun fatlaðra og aldraðra. Á hjúkrunarheimilum er t.d. eftirlitsbúnaður með heimilisfólki og aðgengi íbúa og gesta inn og út mjög takmarkað. Samvist með fjölskyldu og vinum eru mikilvæg lífsgæði sem allir eiga rétt á og húsnæðisúrræði sem standa til boða fyrir fatlaða verða þar að mæta þeirri þörf að hinir nánustu geti dvalið hjá þeim í heimsóknum. Nauðung er einnig mjög matskennt hugtak en öll ofangreind atvik væri hæglega hægt að telja til nauðungar. Nauðung getur t.d. verið þegar líkamlegri þvingun er beitt eða fólk fær ekki að hafa hluti sem það á eða fær ekki að rækta áhugasvið sín. Það telst til nauðungar þegar fólk er t.d þvingað til að gera það sem það vill ekki gera eða fær ekki að gera það sem það vill. Undirmönnuð hjúkrunarheimili sem hafa á að skipa starfsfólki sem hefur ekki þekkingu á þjónustu við fatlaða er ávísun á mannréttindabrot og bótaskyldu sveitarfélaga fyrir að sinna ekki lögboðnu hlutverki sínu! Það þarf að fjölga íbúðakjörnum og þjónustuíbúðum fyrir fatlaða í samræmi við óskir þeirra um búsetuform! Í Hafnarfirði var nýverið brotið blað í húsnæðisúrræðum fyrir fatlaða. Íbúðakjarninn, Stuðlaskarð er einstakur að því leyti að hann er í eigu íbúanna sjálfra, en það er gjörólíkt því sem áður hefur sést hér á landi. Mikil áhersla var lögð á sjálfsákvörðunarrétt og búsetufyrirkomulag allra íbúanna var í samræmi við meginreglur Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk samkvæmt óskum þeirra. Íbúar koma sjálfir að ráðningu starfsfólks og íbúðakjarninn er svo rekinn með rekstrarsamningi við Hafnarfjarðarbæ. Slíkt búsetuform er ekki eingöngu til þess fallið að veita fötluðum aukna stjórn og ábyrgð á eigin lífi og velferð, heldur má einnig leiða að því líkur að til lengri tíma dragi slíkt búsetuform úr þörf á öðrum sértækum úrræðum til að tryggja félagslegar grunnþarfir, þar sem fatlaðir einstaklingar geta í auknum mæli axlað ábyrgð á eigin hamingju og velferð á sínum forsendum. Í þessum málaflokki er mikilvægt að hlustað sé á kröfur fatlaðra í skipulags- og byggingarráði til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttara búsetuformi fatlaðra! Með fjölgun á fjölbreyttu og sjálfstæðu búsetuúrræði er í ríkari mæli hægt að tryggja fötluðum NPA samning! Notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) samningar eru í dag gerðir við sveitarfélög í þeim tilgangi að veita fötluðum ríkara forræði á eigin málefnum. Í málefnum fatlaðra er mikilvægt að ráðamenn hlusti á kröfur fatlaðra í t.d. ráðgjafaráði og skipulags- og byggingarráði til að tryggja áframhaldandi fjölbreytt og sjálfstætt búsetuform fatlaðra! NPA er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana enda er NPA besta lausnin til þess að uppfylla einn mikilvægasta kaflann í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks; þ.e. kaflinn um sjálfstætt líf. Fatlaður einstaklingur sem dvelur á hjúkrunarheimili getur ekki fengið NPA-samning. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það samrýmist ekki ábyrgð og forræði á þeirri starfsemi sem fram fer á stofnunum, að þar innandyra séu t.d. starfandi ráðnir aðstoðarmenn sem ekki lúta boðvaldi stjórnenda heldur íbúa og má því að öllum líkindum draga þá ályktun að fatlaður einstaklingur sem vistaður er á hjúkrunarheimili hefur ekkert boðvald yfir starfsmönnum hjúkrunarheimila sem eiga að veita fötluðum einstaklingi þá lögboðnu þjónustu sem hann á rétt á! Lokaorð Kostnaður við þjónustu fatlaða er ávallt til umræðu, og til þess fallinn að valda togstreitu. Að ótímabært vista fatlaða einstaklinga á hjúkrunarheimilum landsins er ávísun á bótaskyldu ríkis- og sveitarfélaga, sem mun í kjölfarið bara kalla á fjáraustur úr opinberum sjóðum í formi skaða- eða sanngirnisbóta. Miðað við núverandi stöðu í þessum málefnum er bara tímaspursmál hvenær fatlaðir einstaklingar og aðstandendur þeirra munu í ríkari mæli leita áheyrnar dómstóla ef ráðamenn hlusta ekki. Ef ætlunin er að fyrirbyggja austur úr sjóðum sveitarfélaga verður að bregðast við með skjótum hætti og hlusta á kröfur fatlaðra í húsnæðismálum! Framsókn í Hafnarfirði hafa í dag að skipa reynslumiklum og lausnarmiðuðum frambjóðendum sem hafa látið velferðar- og skipulagsmálin sig miklu máli skipta og hafa einnig langa reynslu af því að vera í áheyrnar- og þjónustuhlutverki fyrir fatlaða og jaðarhópa! Framsókn í Hafnarfirði skilur vel hversu mikilvægt er að tryggja slíkum einstaklingum áheyrn. Sem öflugur miðjuflokkur skilur Framsókn vel hvernig samspil fjárstjórnar- og skipulagsvalds og félagslegt þjónustuhlutverk fer fram! Mikið gott og þarft starf hefur verið unnið á síðastliðnum árum og fyrri verk Framsóknar sýna að þessu hlutverki var sinnt af miklum dugnaði, en betur má ef duga skal! Er ekki bara best að kjósa Framsókn til að tryggja áheyrn fatlaðra -og jaðarhópa í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og í ráðgjafaráði og skipulags- og byggingarráði til að tryggja aukið sjálfstætt og fjölbreytt búsetuform fatlaðra! Höfundur er lögfræðingur og skipar tíunda sæti framboðs Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Málefni fatlaðra og þjónustuskyldur sveitafélaga. Það er yfirleitt ekki ágreiningur um hvort sveitarfélög eigi að sinna félagslegum lögboðnum skyldum sínum en hitt er annað mál að oft greinir ráðamönnum á með hvaða hætti og að hve miklu leyti sveitarfélögum ber að sinna þeim. Yfirleitt snýst því miður umræðan um málefni fatlaðra um að ekki sé nægt fjármagn, eða hvort ríki, sveitarfélag eða hinn fatlaði sjálfur eigi að standa straum af kostnaði við þjónustuna. Sú umræða er lítillækkandi, sérstaklega í ljósi þess að hún er yfirleitt til þess fallin að varpa ljósi á að fatlaðir séu baggi á sveitarfélög. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að áhrifafólk ávarpi fatlaða sem „mannréttindafrekjur“ sem leiki lausum hala með réttindakröfur að leiðarljósi. Fatlaðir íbúar sveitarfélaga geta daglega staðið frammi fyrir fötlunarfordómum, forræðishyggju, skilningsleysi og jafnvel áhugaleysi starfsmanna og ráðamanna sveitarfélaga sinna. Enginn er hinsvegar meiri sérfræðingur í sinni fötlun en sá fatlaði sem á alltaf rétt á félagslegri aðstoð á sínum forsendum og þess vegna er mikilvægt að hlusta á sjónarmið þeirra! Gott dæmi um stefnumótandi áhrif er varða sjálfsákvörðunarrétt í kröfugerðum fatlaðra um að veita fötluðum áheyrn og hafa áhrif á með hvaða hætti lögbundin þjónusta skyldi vera framkvæmd, var í dómum Hæstaréttar nr. 151/1999 og 177/1998. þar sem Hæstiréttur tók undir sjónarmið fatlaðra að þeir ættu rétt á áheyrn. Þó svo að viðurkenna yrði sjálfsstjórn stjórnvaldsins um eigin málefni og játa þeim verulegt svigrúm til að framkvæma lögboðnar skyldur sínar gagnvart fötluðum, voru þær kröfur sem hinir fötluðu höfðu í ofangreindum málum, taldar, hóflegar og innan málefnanlegra marka og taldi því Hæstiréttur ráðamönnum það skylt að sinna skyldum sínum samkvæmt óskum þeirra sem áttu hagsmuni að gæta . Einnig er vert að taka fram að í ofangreindum málum var ekki verið að krefjast aðgerða sem höfðu í för með sér mikinn tilkostnað , heldur var viðleitnin við að taka á móti og veita fötluðum þjónustu tekin til raunverulegrar skoðunar. Hinn raunverulegi þröskuldur sem hinir fötluðu hnutu um í ofangreindum málum var sá að kröfurnar voru málefnalegar, auðveldar í framkvæmd og án mikils tilkostnaðar en umræddir ráðamenn vildu einfaldlega ekki láta segja sér fyrir verkum! Því miður er alltof oft hinn raunverulegi ágreiningur sem veldur árekstrum milli sveitarfélaga og fatlaðra sá að sveitarfélög fara vissulega með forræði á eigin málefnum og játa verður þeim verulegt svigrúm hvernig þau framfylgja lögboðnum skyldum sínum, en það er samt óumdeilanlegt að réttur fatlaðra til að krefjast þess að sveitarfélög sinni sínum skyldum á forsendum fatlaðra er ríkur, rétt eins og ofangreindir dómar Hæstaréttar tilgreina. Er vistun fatlaðra á hjúkrunarheimilum ávísun á mannréttindabrot og bótaskyldu sveitarfélaga? Sveitarfélög hafa því miður farið þá leið að vista fatlaða einstaklinga ótímabært á hjúkrunarheimilum. Slíkri ráðstöfun mótmælum við hjá Framsókn Hafnarfirði harðlega og þurfa öll sveitarfélög að bregðast við þessari slæmu þróun. Raunhæf búsetuúrræði vantar fyrir yngri einstaklinga sem eru ótímabært vistaðir á hjúkrunarheimilum ætluð eldra fólki. Yngra fólk finnur sig ekki endilega með eldra fólki til lengri tíma. Dæmi eru um að það upplifir sig einangrað, og hafi jafnvel engan til að tala við. Oft eru áhugamál og dægradvöl með allt öðru sniði. Eldra fólk sem vistast á hjúkrunarheimilum á oft stutt eftir, upplifir mikla líkamlega verki eftir ævilangt brauðstrit, berst við öldrunarsjúkdóma og dauðinn heimsækir óþægilega oft sambýlisfólk enda meðalvistunartími íbúa á hjúkrunarheimilum einungis 2-3 ár. Starfsfólk hjúkrunarheimila hefur sérþekkingu í meðhöndlun aldraðra og öldrunarsjúkdóma en ekki fatlaðra. Allur aðbúnaður, næringarinnihald mats sem er í boði hverju sinni, tónlist og dægradvöl er yfirleitt sérsniðin að þörfum og smekk aldraðra íbúa hjúkrunarheimila en ekki fatlaðra. Fötluðum einstaklingum, sérstaklega konum, stafar oft mun meiri hætta af því að það sé brotið á þeim en ófötluðum t.d. kynferðislega og fjárhagslega og öll umönnun fatlaðra kallar á öðruvísi nálgun en umönnun eldra fólks. Á hjúkrunarheimilum eru oft vistaðir eldri einstaklingar með heilabilanir og hegðunartruflanir. Sambúð yngra fólks með slíku fólki getur verið ógnvekjandi og hreinlega valdið áfalli á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að vera í félagslegu umhverfi sem hæfir fólki þar sem það er statt á lífsleiðinni og upplifa öryggi á heimilinu sínu. Fatlaðir rétt eins og allir aðrir þurfa að geta ræktað áhugamál sín og mæta verður líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra en dvöl á hjúkrunarheimili í stað þess að búa á eigin heimili hefur veruleg áhrif á líf og réttindi fólks, s.s. greiðslur, þjónustu, daglegt líf og takmarkar persónufrelsi, athafnafrelsi og friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu með ýmsum hætti .álit sbr. Álit Umboðsmanns Alþingis nr. 9897/2018. Í lögum nr. 88/2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk er fjallað um nauðung, en þau lög gilda ekki um aldraða einstaklinga á hjúkrunarheimilum. Fatlaðir eiga t.d. að hafa stjórn á eigin lyfjatöku og eiga rétt á að stjórna hvenær það sefur, fer á fætur, hvað það borðar o.fl. Ef starfsmenn hjúkrunarheimila framkvæma inngrip í líf fatlaðra til jafns við aldraða, gilda strangar reglur um tilkynningarskyldu til réttindagæslumanns hins fatlaða, en leiða má að því líkur að almennt starfsfólk hjúkrunarheimila geri ekki greinarmun á skyldum sínum í umönnun fatlaðra og aldraðra. Á hjúkrunarheimilum er t.d. eftirlitsbúnaður með heimilisfólki og aðgengi íbúa og gesta inn og út mjög takmarkað. Samvist með fjölskyldu og vinum eru mikilvæg lífsgæði sem allir eiga rétt á og húsnæðisúrræði sem standa til boða fyrir fatlaða verða þar að mæta þeirri þörf að hinir nánustu geti dvalið hjá þeim í heimsóknum. Nauðung er einnig mjög matskennt hugtak en öll ofangreind atvik væri hæglega hægt að telja til nauðungar. Nauðung getur t.d. verið þegar líkamlegri þvingun er beitt eða fólk fær ekki að hafa hluti sem það á eða fær ekki að rækta áhugasvið sín. Það telst til nauðungar þegar fólk er t.d þvingað til að gera það sem það vill ekki gera eða fær ekki að gera það sem það vill. Undirmönnuð hjúkrunarheimili sem hafa á að skipa starfsfólki sem hefur ekki þekkingu á þjónustu við fatlaða er ávísun á mannréttindabrot og bótaskyldu sveitarfélaga fyrir að sinna ekki lögboðnu hlutverki sínu! Það þarf að fjölga íbúðakjörnum og þjónustuíbúðum fyrir fatlaða í samræmi við óskir þeirra um búsetuform! Í Hafnarfirði var nýverið brotið blað í húsnæðisúrræðum fyrir fatlaða. Íbúðakjarninn, Stuðlaskarð er einstakur að því leyti að hann er í eigu íbúanna sjálfra, en það er gjörólíkt því sem áður hefur sést hér á landi. Mikil áhersla var lögð á sjálfsákvörðunarrétt og búsetufyrirkomulag allra íbúanna var í samræmi við meginreglur Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk samkvæmt óskum þeirra. Íbúar koma sjálfir að ráðningu starfsfólks og íbúðakjarninn er svo rekinn með rekstrarsamningi við Hafnarfjarðarbæ. Slíkt búsetuform er ekki eingöngu til þess fallið að veita fötluðum aukna stjórn og ábyrgð á eigin lífi og velferð, heldur má einnig leiða að því líkur að til lengri tíma dragi slíkt búsetuform úr þörf á öðrum sértækum úrræðum til að tryggja félagslegar grunnþarfir, þar sem fatlaðir einstaklingar geta í auknum mæli axlað ábyrgð á eigin hamingju og velferð á sínum forsendum. Í þessum málaflokki er mikilvægt að hlustað sé á kröfur fatlaðra í skipulags- og byggingarráði til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttara búsetuformi fatlaðra! Með fjölgun á fjölbreyttu og sjálfstæðu búsetuúrræði er í ríkari mæli hægt að tryggja fötluðum NPA samning! Notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) samningar eru í dag gerðir við sveitarfélög í þeim tilgangi að veita fötluðum ríkara forræði á eigin málefnum. Í málefnum fatlaðra er mikilvægt að ráðamenn hlusti á kröfur fatlaðra í t.d. ráðgjafaráði og skipulags- og byggingarráði til að tryggja áframhaldandi fjölbreytt og sjálfstætt búsetuform fatlaðra! NPA er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana enda er NPA besta lausnin til þess að uppfylla einn mikilvægasta kaflann í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks; þ.e. kaflinn um sjálfstætt líf. Fatlaður einstaklingur sem dvelur á hjúkrunarheimili getur ekki fengið NPA-samning. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það samrýmist ekki ábyrgð og forræði á þeirri starfsemi sem fram fer á stofnunum, að þar innandyra séu t.d. starfandi ráðnir aðstoðarmenn sem ekki lúta boðvaldi stjórnenda heldur íbúa og má því að öllum líkindum draga þá ályktun að fatlaður einstaklingur sem vistaður er á hjúkrunarheimili hefur ekkert boðvald yfir starfsmönnum hjúkrunarheimila sem eiga að veita fötluðum einstaklingi þá lögboðnu þjónustu sem hann á rétt á! Lokaorð Kostnaður við þjónustu fatlaða er ávallt til umræðu, og til þess fallinn að valda togstreitu. Að ótímabært vista fatlaða einstaklinga á hjúkrunarheimilum landsins er ávísun á bótaskyldu ríkis- og sveitarfélaga, sem mun í kjölfarið bara kalla á fjáraustur úr opinberum sjóðum í formi skaða- eða sanngirnisbóta. Miðað við núverandi stöðu í þessum málefnum er bara tímaspursmál hvenær fatlaðir einstaklingar og aðstandendur þeirra munu í ríkari mæli leita áheyrnar dómstóla ef ráðamenn hlusta ekki. Ef ætlunin er að fyrirbyggja austur úr sjóðum sveitarfélaga verður að bregðast við með skjótum hætti og hlusta á kröfur fatlaðra í húsnæðismálum! Framsókn í Hafnarfirði hafa í dag að skipa reynslumiklum og lausnarmiðuðum frambjóðendum sem hafa látið velferðar- og skipulagsmálin sig miklu máli skipta og hafa einnig langa reynslu af því að vera í áheyrnar- og þjónustuhlutverki fyrir fatlaða og jaðarhópa! Framsókn í Hafnarfirði skilur vel hversu mikilvægt er að tryggja slíkum einstaklingum áheyrn. Sem öflugur miðjuflokkur skilur Framsókn vel hvernig samspil fjárstjórnar- og skipulagsvalds og félagslegt þjónustuhlutverk fer fram! Mikið gott og þarft starf hefur verið unnið á síðastliðnum árum og fyrri verk Framsóknar sýna að þessu hlutverki var sinnt af miklum dugnaði, en betur má ef duga skal! Er ekki bara best að kjósa Framsókn til að tryggja áheyrn fatlaðra -og jaðarhópa í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og í ráðgjafaráði og skipulags- og byggingarráði til að tryggja aukið sjálfstætt og fjölbreytt búsetuform fatlaðra! Höfundur er lögfræðingur og skipar tíunda sæti framboðs Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar