Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var í Pallborðinu ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni oddvita Samfylkingarinnar í bænum og Sigurði Þ. Ragnarssyni oddvita Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40