Hin ósáttu þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2022 13:45 Tillaga um að draga til baka hópuppsögn á skrifstofum Eflingar var felld á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Á fjölmennum félagsfundi Eflingar á Hlíðarenda í gærkvöldi var tillaga um að draga til baka hópuppsagnir felld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjöríss hjá Eflingu og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, segja félagið nú vera klofið. Núverandi formaður segir að þau sem ekki geti unað niðurstöðunni þurfi að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins. „Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun óska eftir því að önnur félög muni taka við okkar félagsmönnum sem sjáum okkur ekki kleift að vera lengur hjá Eflingu og erum ósátt við þessar gjörðir,“ sagði Anna Sigurlína í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sér málið ekki sömu augum og Anna Sigurlína. „Það er augljóslega ekki svo að félagið sé klofið. Kosningarnar eru nýliðnar og með skýra niðurstöðu. Þessi fundur er yfirstaðinn og jafnframt með skýra niðurstöðu,“ sagði Sólveig. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar og núverandi ritari stjórnar. Ólöf Helga segir að ákvörðun um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofum Eflingar gefa höggstað á félaginu. „Ég tel að þetta sé gífurlega alvarlegt og muni hafa miklar afleiðingar því þarna er Efling búin að sýna að við styðjum hópuppsagnir og að okkur finnist ekkert að því að hópuppsagnir séu fyrsta úrræðið. Maður spyr sig hversu alvarlega atvinnurekendur geta tekið okkur þegar við förum að mótmæla hópuppsögnum annars staðar.“ Sólveig segir af og frá að hópuppsögnin veiki stöðu félagsins í kjaraviðræðum. „Nei, auðvitað er það ekki svo og við erum að byggja upp sterkasta og öflugasta félag verka- og láglaunafólks á þessu landi þannig að ég skil bara ekki að nokkurri manneskju skuli í alvöru detta það til hugar að það sem Efling, undir minni stjórn, hefur verið að gera sé til marks um veikingu á möguleikum verka- og láglaunafólks til að ná árangri í réttlætisbaráttu sinni.“ Hún segir málflutninginn vera glórulausan. „Ég vona að fólk fari að ná einhverri jarðtengingu og skoða þessi mál með allavega einhverri örðu af skynsemi. Ég held að sá tími hljóti að fara að renna upp.“ En hvað með fólkið sem er ósátt og getur ekki sætt sig við hópuppsagnirnar? Hvernig hugsarðu þér að hægt verði að græða sárin? „Þarna er náttúrulega lítill minnihluti í stjórn sem hefur beitt sér í þessu máli með mjög vanstilltum og ómálefnalegum hætti og svo eru það þessir sem mættu á fundinn í gær. Það hafa ekki fleiri félagsmenn kveðið sér hljóðs í þessum átökum. Ég sé svo sem ekkert fyrir mér að það þurfi að fara núna í eitthvað sérstakt sáttar- eða sárgræðsluferli. Þvert á móti, þá erum við með skýrt umboð til að stýra þessu félagi.“ Ljósmynd af baráttufundi Eflingar í Iðnó vegna verkfalla í síðustu kjarasamningalotu. Næst á dagskrá sé að hefjast handa við undirbúning kjarasamningsviðræðna. „Öll orka mín og stjórnar verður sett í það og þau sem ekki geta unað við skýrar lýðræðislegar niðurstöður þurfa að hugsa sinn gang og þurfa að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins.“ Í síðustu kjarasamningslotu fóru nokkur verkalýðsfélög inn í viðræðurnar í bandalagi. Sólveig telur ekki að gagnrýni verkalýðsforingja á hópuppsögnina verði þess valdandi að verkalýðsfélögin geti ekki endurtekið leikinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR bauðst strax til þess að aðstoða þá félagsmenn Eflingar sem urðu fyrir hópuppsögninni og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt hópuppsögnina vera mistök. „Ég held að löngun þeirra sem fóru fram saman í síðustu kjarasamningum á almennum markaði sé raunverulega til staðar til þess að gera það á ný en mig lagnar líka að nota tækifærið og benda á þann magnaða og raunverulega árangur sem Efling náði ein og sér í baráttunni við Reykjavíkurborg þar sem allar valdastofnanir þessa samfélags snerust gegn okkur og reyndu að kúga okkur til hlýðni. Við gáfumst ekki upp og niðurstaða þeirra samningaviðræðna var sú að láglaunafólkið hjá borginni, mest megnis konur, voru á endanum þau sem á endanum fengu hæstu prósentuhækkanirnar í þeirri kjarasamningslotu.“ Það séu því miklar líkur á samstarfi. „Ég tel að það verði gott og sterkt samflot. Ég held að sú manneskja sem skilur eitthvað um verkalýðsbaráttu og kjarabaráttu hlýtur að sjá að Efling er sterkt og öflugt félag sem mun auðvitað bara mæta til leiks í næstu kjarasamningum með þessi öflugustu vopn brýnd og tilbúin sem er auðvitað samstaða félagsfólks Eflingar. Ég hlakka bara til. Ég og félagar mínir getum ekki beðið eftir því að fá að hefjast handa við að undirbúa það sem koma skal.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segja Eflingarfélaga hafa varið stjórnina gegn atlögu Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulisti hennar túlkar niðurstöðu félagsfundar Eflingar á þá leið að þar hafi félagsmenn varið stjórn félagsins gegn atlögu að stjórn félagsins af hálfu starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans. 27. apríl 2022 23:49 Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun óska eftir því að önnur félög muni taka við okkar félagsmönnum sem sjáum okkur ekki kleift að vera lengur hjá Eflingu og erum ósátt við þessar gjörðir,“ sagði Anna Sigurlína í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sér málið ekki sömu augum og Anna Sigurlína. „Það er augljóslega ekki svo að félagið sé klofið. Kosningarnar eru nýliðnar og með skýra niðurstöðu. Þessi fundur er yfirstaðinn og jafnframt með skýra niðurstöðu,“ sagði Sólveig. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar og núverandi ritari stjórnar. Ólöf Helga segir að ákvörðun um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofum Eflingar gefa höggstað á félaginu. „Ég tel að þetta sé gífurlega alvarlegt og muni hafa miklar afleiðingar því þarna er Efling búin að sýna að við styðjum hópuppsagnir og að okkur finnist ekkert að því að hópuppsagnir séu fyrsta úrræðið. Maður spyr sig hversu alvarlega atvinnurekendur geta tekið okkur þegar við förum að mótmæla hópuppsögnum annars staðar.“ Sólveig segir af og frá að hópuppsögnin veiki stöðu félagsins í kjaraviðræðum. „Nei, auðvitað er það ekki svo og við erum að byggja upp sterkasta og öflugasta félag verka- og láglaunafólks á þessu landi þannig að ég skil bara ekki að nokkurri manneskju skuli í alvöru detta það til hugar að það sem Efling, undir minni stjórn, hefur verið að gera sé til marks um veikingu á möguleikum verka- og láglaunafólks til að ná árangri í réttlætisbaráttu sinni.“ Hún segir málflutninginn vera glórulausan. „Ég vona að fólk fari að ná einhverri jarðtengingu og skoða þessi mál með allavega einhverri örðu af skynsemi. Ég held að sá tími hljóti að fara að renna upp.“ En hvað með fólkið sem er ósátt og getur ekki sætt sig við hópuppsagnirnar? Hvernig hugsarðu þér að hægt verði að græða sárin? „Þarna er náttúrulega lítill minnihluti í stjórn sem hefur beitt sér í þessu máli með mjög vanstilltum og ómálefnalegum hætti og svo eru það þessir sem mættu á fundinn í gær. Það hafa ekki fleiri félagsmenn kveðið sér hljóðs í þessum átökum. Ég sé svo sem ekkert fyrir mér að það þurfi að fara núna í eitthvað sérstakt sáttar- eða sárgræðsluferli. Þvert á móti, þá erum við með skýrt umboð til að stýra þessu félagi.“ Ljósmynd af baráttufundi Eflingar í Iðnó vegna verkfalla í síðustu kjarasamningalotu. Næst á dagskrá sé að hefjast handa við undirbúning kjarasamningsviðræðna. „Öll orka mín og stjórnar verður sett í það og þau sem ekki geta unað við skýrar lýðræðislegar niðurstöður þurfa að hugsa sinn gang og þurfa að kynna sér grundvallarreglur lýðræðisins.“ Í síðustu kjarasamningslotu fóru nokkur verkalýðsfélög inn í viðræðurnar í bandalagi. Sólveig telur ekki að gagnrýni verkalýðsforingja á hópuppsögnina verði þess valdandi að verkalýðsfélögin geti ekki endurtekið leikinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR bauðst strax til þess að aðstoða þá félagsmenn Eflingar sem urðu fyrir hópuppsögninni og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt hópuppsögnina vera mistök. „Ég held að löngun þeirra sem fóru fram saman í síðustu kjarasamningum á almennum markaði sé raunverulega til staðar til þess að gera það á ný en mig lagnar líka að nota tækifærið og benda á þann magnaða og raunverulega árangur sem Efling náði ein og sér í baráttunni við Reykjavíkurborg þar sem allar valdastofnanir þessa samfélags snerust gegn okkur og reyndu að kúga okkur til hlýðni. Við gáfumst ekki upp og niðurstaða þeirra samningaviðræðna var sú að láglaunafólkið hjá borginni, mest megnis konur, voru á endanum þau sem á endanum fengu hæstu prósentuhækkanirnar í þeirri kjarasamningslotu.“ Það séu því miklar líkur á samstarfi. „Ég tel að það verði gott og sterkt samflot. Ég held að sú manneskja sem skilur eitthvað um verkalýðsbaráttu og kjarabaráttu hlýtur að sjá að Efling er sterkt og öflugt félag sem mun auðvitað bara mæta til leiks í næstu kjarasamningum með þessi öflugustu vopn brýnd og tilbúin sem er auðvitað samstaða félagsfólks Eflingar. Ég hlakka bara til. Ég og félagar mínir getum ekki beðið eftir því að fá að hefjast handa við að undirbúa það sem koma skal.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segja Eflingarfélaga hafa varið stjórnina gegn atlögu Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulisti hennar túlkar niðurstöðu félagsfundar Eflingar á þá leið að þar hafi félagsmenn varið stjórn félagsins gegn atlögu að stjórn félagsins af hálfu starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans. 27. apríl 2022 23:49 Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Segja Eflingarfélaga hafa varið stjórnina gegn atlögu Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulisti hennar túlkar niðurstöðu félagsfundar Eflingar á þá leið að þar hafi félagsmenn varið stjórn félagsins gegn atlögu að stjórn félagsins af hálfu starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans. 27. apríl 2022 23:49
Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18