Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2022 09:31 Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun