Íslendingalið Venezia svo gott sem fallið eftir enn eitt tapið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2022 18:02 Stefnir allt í að Venezia leiki í Serie B á næstu leiktíð. EPA-EFE/ALESSIO MARINI Venezia tapaði 2-1 fyrir Salernitana í sannkölluðum sex stiga leik í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Þó Feneyjaliðið eigi enn tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi þá stefnir allt í að liðið spili í B-deildinni á næstu leiktíð. Það byrjaði ekki byrlega hjá gestunum frá Feneyjum í kvöld en Federico Bonazzoli kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og jafnaði Thomas Henry metin þegar tæp klukkustund var liðin. Simone Verdi tryggði hins vegar 2-1 sigur heimamanna og kom þeim þar með upp úr fallsæti. Þegar þrjár umferðir eru eftir geta enn sex lið fallið: Sampdoria og Spezia eru með 33 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar níu stig eru eftir í pottinum. Salernitana er í 17. sæti með 29 stig, einu meira en Cagliari sem er í fallsæti. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eru í 19. sæti með 25 stig og Venezia vermir botnsætið með aðeins 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Venezia í kvöld en hann hefur lítið sem ekkert leikið með liðinu síðan hann kom á láni frá CSKA Moskvu. Stefnir allt í að hann fari aftur til Moskvu í sumar en hvað gerist í kjölfarið á eftir að koma í ljós. Þá eru þeir Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson samningsbundnir liðinu en báðir eru á láni. Bjarki Steinn hjá Catanzaro í Serie C og Óttar Magnús hjá Oakland Roots í Bandaríkjunum. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Það byrjaði ekki byrlega hjá gestunum frá Feneyjum í kvöld en Federico Bonazzoli kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og jafnaði Thomas Henry metin þegar tæp klukkustund var liðin. Simone Verdi tryggði hins vegar 2-1 sigur heimamanna og kom þeim þar með upp úr fallsæti. Þegar þrjár umferðir eru eftir geta enn sex lið fallið: Sampdoria og Spezia eru með 33 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar níu stig eru eftir í pottinum. Salernitana er í 17. sæti með 29 stig, einu meira en Cagliari sem er í fallsæti. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eru í 19. sæti með 25 stig og Venezia vermir botnsætið með aðeins 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Venezia í kvöld en hann hefur lítið sem ekkert leikið með liðinu síðan hann kom á láni frá CSKA Moskvu. Stefnir allt í að hann fari aftur til Moskvu í sumar en hvað gerist í kjölfarið á eftir að koma í ljós. Þá eru þeir Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson samningsbundnir liðinu en báðir eru á láni. Bjarki Steinn hjá Catanzaro í Serie C og Óttar Magnús hjá Oakland Roots í Bandaríkjunum. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira