Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2022 12:15 Sólveig Anna segir að nú stefni í algjört neyðarástand á leigumarkaði. Stjórnvöld hafi látið undir höfuð leggjast að bregðast við þeirri vá. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. Sólveig Anna vitnar í nýjustu Kjarafréttir Eflingar þar sem segir að á undanförnum áratug hafi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega hundrað prósent. Stór hluti leigjenda greiði „fáránlega“ hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu og þegar leigan hækki enn séu áhrifin skelfileg: „Stjórnlaus og al-gróðavæddur leigumarkaður hefur ótal slæmar hliðarafleiðingar. Hann neyðir fjölskyldur til að flytja milli hverfa og jafnvel landshluta, með tilheyrandi streitu og rótleysi fyrir bæði foreldra og börn. Hann neyðir farandverkafólk til að dveljast í atvinnuhúsnæði, hreysum og eins konar verbúðum sem starfsmannaleigur hafa komið á fót.“ Sólveig Anna segir að skapað hafi verið ástand sem braskarar notfæri sér til að níðast á láglaunafólki. Og um það ástand standi stjórnvöld vörð: „Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu. Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs. Það kom í Samráðsgáttina [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“ segir Sólveig Anna. Þá bendir hún á að ótrúlegar hækkanir á húsnæðisverði sem og vöxtur ferðaþjónustunnar eftir Covid sé nú tekið að þrýsta leiguverði upp á nýjan leik og neyðarástand sé í uppsiglingu. Þetta verði forgangsmál í komandi kjarasamningum. Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu. Kjaramál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sólveig Anna vitnar í nýjustu Kjarafréttir Eflingar þar sem segir að á undanförnum áratug hafi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúmlega hundrað prósent. Stór hluti leigjenda greiði „fáránlega“ hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu og þegar leigan hækki enn séu áhrifin skelfileg: „Stjórnlaus og al-gróðavæddur leigumarkaður hefur ótal slæmar hliðarafleiðingar. Hann neyðir fjölskyldur til að flytja milli hverfa og jafnvel landshluta, með tilheyrandi streitu og rótleysi fyrir bæði foreldra og börn. Hann neyðir farandverkafólk til að dveljast í atvinnuhúsnæði, hreysum og eins konar verbúðum sem starfsmannaleigur hafa komið á fót.“ Sólveig Anna segir að skapað hafi verið ástand sem braskarar notfæri sér til að níðast á láglaunafólki. Og um það ástand standi stjórnvöld vörð: „Ein stærstu svik ríkisstjórnarinnar við vinnandi fólk í kjölfar Lífskjarasamninganna 2019 voru að standa ekki við loforð um leigubremsu. Búið var að smíða drög að frumvarpi sem hefðu sett takmarkanir á hækkanir leiguverðs. Það kom í Samráðsgáttina [...] en var svo svæft af sérhagsmunaöflunum eins og tíðkast á okkar góða landi og liggur nú dautt inni á gólfi í einhverju ráðuneyti,“ segir Sólveig Anna. Þá bendir hún á að ótrúlegar hækkanir á húsnæðisverði sem og vöxtur ferðaþjónustunnar eftir Covid sé nú tekið að þrýsta leiguverði upp á nýjan leik og neyðarástand sé í uppsiglingu. Þetta verði forgangsmál í komandi kjarasamningum. Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu.
Úr Kjarafréttum Eflingar Rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði, mest lágtekjufólk. Staða þeirra hefur versnað verulega frá árinu 2006 á meðan staða eigenda íbúðarhúsnæðis hefur skánað, einkum vegna lækkandi vaxta á síðustu árum. Leigjendur þurfa nú að verja mun stærri hluta ráðstöfunartekna í leigu en áður var. Að meðaltali tekur íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtalsverður hluti leigjenda er með óhóflega háa leigubyrði. Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjendahópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand. Tölur frá OECD sýna að staða lágtekjufólks á íslenskum leigumarkaði er óvenju slæm og ekki í neinu samræmi við hagsældarstig þjóðarinnar. Leiga er há á alþjóðamælikvarða og húsaleigubætur hafa ekki fylgt hækkandi leigu á síðasta áratug. Opinber útgjöld vegna húsaleigubóta eru tiltölulega lág hér samanborið við helstu grannríkin. Húsaleigubætur þurfa að hækka umtalsvert og stemma þarf stigu við taumlausum hækkunum leigu.
Kjaramál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira