Eimskip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2022 18:28 Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa. Eimskip Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði. Kostnaður fyrirtækisins nam 209,3 milljónum evra sem er hækkun um 27,7%. Skýrist hækkunin að mestu af verulegri aukningu í kostnaði vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja og hærra olíuverði, af því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Launakostnaður jókst um 3,1 milljón evra eða um 10,5% og þar af námu gjaldeyrisáhrif 1,5 milljónum evra. Að sögn Eimskipa var jákvæð magnþróun í áætlunarsiglingum á tímabilinu og góður tekjuvöxtur í flutningsmiðlun þrátt fyrir minna magn. Þó hafi verðhækkanir hjá flutningsbirgjum og hærra olíuverð haft áhrif á tekjur. Verulegri hækkun á olíuverði hafi verið mætt með aðlögunum í rekstri og virkri tekjustýringu. Einnig hafi tekist að mæta breyttum þörfum viðskiptavina í kjölfar stríðsins í Úkraínu. „Ég er ánægður með frammistöðu okkar í upphafi árs sem sýnir að okkur hefur tekist að bæta árangurinn í gámasiglingum samanborið við óásættanlega niðurstöðu á sama ársfjórðungi í fyrra. Ytra umhverfið alþjóðlega er áfram hagstætt fyrir flutningageirann en á sama tíma er rekstraraðstæður áfram krefjandi,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa, í tilkynningu. Vöxtur hefur verið í tekjum Eimskipa.Vísir/Vilhelm Sterk eftirspurn eftir flutningum yfir Atlantshafið EBITDA fyrirtækisins nam 30,4 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungnum og jókst um 86% frá síðasta ári. EBITDA hlutfall var 12,7% samanborið við 9% fyrir sama tímabil síðasta árs. „Við njótum góðs af lægri kostnaðargrunni eftir samþættingu og hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára, ríkri áherslu á virka tekjustýringu ásamt öguðum verkferlum og stöðugum mælingum á rekstrarárangri,“ segir Vilhelm. Góður vöxtur hafi verið í magni á Íslandi samanborið við fyrsta fjórðung síðasta árs og magnið í frystiflutningum í Noregi haldist stöðugt þrátt fyrir að siglingum til Murmansk hafi verið hætt frá og með febrúar. „Það er áfram sterk eftirspurn eftir Trans-Atlantic flutningum og hefur siglingaleiðin vestur um haf verið fullbókuð og auk þess hefur mikil aukning verið í magni austurleiðina. Til að mæta umframeftirspurn höfum við ákveðið að auka afkastagetu á Norður-Ameríku leiðinni með því að færa skip tímabundið frá Noregi þar sem vertíðin er rólegri yfir sumarið.“ Bjartsýnn á komandi mánuði Vilhelm bætir við að stjórnendur finni fyrir skorti á gámum í alþjóðlegu flutningsmiðluninni og takmarkaðri afkastagetu hjá stóru skipafélögunum. Ójafnvægi og stíflur í höfnum hafi enn áhrif á markaðinn og staðan sé viðkvæm. Alþjóðlegar efnahagshorfur einkennist af miklum sveiflum og spennu á alþjóðavettvangi með áskorunum bæði á eftirspurnar- og framboðshliðinni. „Við erum almennt bjartsýn fyrir komandi mánuði og Eimskip er vel staðsett á sínum lykilmarkaði í Norður-Atlantshafi þar sem við þjónum heimamörkuðum sem eru drifnir áfram af inn- og útflutningi auk sérhæfingar í frystiflutningum í okkar alþjóðlegu flutningsmiðlun,“ segir Vilhelm í tilkynningu. Kauphöllin Skipaflutningar Eimskip Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Kostnaður fyrirtækisins nam 209,3 milljónum evra sem er hækkun um 27,7%. Skýrist hækkunin að mestu af verulegri aukningu í kostnaði vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja og hærra olíuverði, af því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Launakostnaður jókst um 3,1 milljón evra eða um 10,5% og þar af námu gjaldeyrisáhrif 1,5 milljónum evra. Að sögn Eimskipa var jákvæð magnþróun í áætlunarsiglingum á tímabilinu og góður tekjuvöxtur í flutningsmiðlun þrátt fyrir minna magn. Þó hafi verðhækkanir hjá flutningsbirgjum og hærra olíuverð haft áhrif á tekjur. Verulegri hækkun á olíuverði hafi verið mætt með aðlögunum í rekstri og virkri tekjustýringu. Einnig hafi tekist að mæta breyttum þörfum viðskiptavina í kjölfar stríðsins í Úkraínu. „Ég er ánægður með frammistöðu okkar í upphafi árs sem sýnir að okkur hefur tekist að bæta árangurinn í gámasiglingum samanborið við óásættanlega niðurstöðu á sama ársfjórðungi í fyrra. Ytra umhverfið alþjóðlega er áfram hagstætt fyrir flutningageirann en á sama tíma er rekstraraðstæður áfram krefjandi,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipa, í tilkynningu. Vöxtur hefur verið í tekjum Eimskipa.Vísir/Vilhelm Sterk eftirspurn eftir flutningum yfir Atlantshafið EBITDA fyrirtækisins nam 30,4 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungnum og jókst um 86% frá síðasta ári. EBITDA hlutfall var 12,7% samanborið við 9% fyrir sama tímabil síðasta árs. „Við njótum góðs af lægri kostnaðargrunni eftir samþættingu og hagræðingaraðgerðir undanfarinna ára, ríkri áherslu á virka tekjustýringu ásamt öguðum verkferlum og stöðugum mælingum á rekstrarárangri,“ segir Vilhelm. Góður vöxtur hafi verið í magni á Íslandi samanborið við fyrsta fjórðung síðasta árs og magnið í frystiflutningum í Noregi haldist stöðugt þrátt fyrir að siglingum til Murmansk hafi verið hætt frá og með febrúar. „Það er áfram sterk eftirspurn eftir Trans-Atlantic flutningum og hefur siglingaleiðin vestur um haf verið fullbókuð og auk þess hefur mikil aukning verið í magni austurleiðina. Til að mæta umframeftirspurn höfum við ákveðið að auka afkastagetu á Norður-Ameríku leiðinni með því að færa skip tímabundið frá Noregi þar sem vertíðin er rólegri yfir sumarið.“ Bjartsýnn á komandi mánuði Vilhelm bætir við að stjórnendur finni fyrir skorti á gámum í alþjóðlegu flutningsmiðluninni og takmarkaðri afkastagetu hjá stóru skipafélögunum. Ójafnvægi og stíflur í höfnum hafi enn áhrif á markaðinn og staðan sé viðkvæm. Alþjóðlegar efnahagshorfur einkennist af miklum sveiflum og spennu á alþjóðavettvangi með áskorunum bæði á eftirspurnar- og framboðshliðinni. „Við erum almennt bjartsýn fyrir komandi mánuði og Eimskip er vel staðsett á sínum lykilmarkaði í Norður-Atlantshafi þar sem við þjónum heimamörkuðum sem eru drifnir áfram af inn- og útflutningi auk sérhæfingar í frystiflutningum í okkar alþjóðlegu flutningsmiðlun,“ segir Vilhelm í tilkynningu.
Kauphöllin Skipaflutningar Eimskip Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira