Viðreisn er fyrir alla þó svo pólitík sé það ekki Karólína Helga Símonardóttir skrifar 13. maí 2022 21:31 Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun