Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 13:36 Margrét Lilja segir verulegt áhyggjuefni hversu dræm kosningaþátttakan sé. Máni, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins, sem hvatti fólk til að mæta ekki á kjörstað hljóti að teljast sigurvegari kosninganna. Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. „Við verðum að rýna í þetta. Hvað veldur því að 40 prósent kjósenda í Reykjavík sýna sig ekki á kjörstað?“ segir Margrét sem telur þetta helstu tíðindi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. „Og Framsókn vann!“ segir Margrét sem telur það ekki endilega ótengt. Sé litið til slagorða Framsóknarmanna í tveimur síðustu kosningum þar sem í raun er verið að skírskota til þessa afstöðuleysis. Þetta er bara kjaftæði og ég tek ekki þátt Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér. Meðal annarra Hrafn Jónsson pistlahöfundur með meiru en hann skrifar á Twittersíðu sína: „Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafi áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.“ Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafir áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 15, 2022 Margrét segir þetta verulega sorglegt. Kjörsókn er lág í Reykjavík og víða til að mynda á Suðurnesjum þar sem hún náði ekki fimmtíu prósentum. Þar býr hátt hlutfall innflytjenda. „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Margrét sem treystir sér ekki til að slá neinu föstu um hvað veldur þessari dræmu kjörsókn. Til þess þurfi hún að sjá gögn þar sem farið er í saumana á þessu og skoðað hvernig þetta er til að mynda milli mismunandi hópa. „Ég held að þetta sé blanda af mörgu. Stjórnmálin eru ekki að ná til innflytjenda, ekki til unga fólksins og svo erum við með hóp af fólki sem segir að þetta sé kjaftæði og það taki ekki þátt í þessu.“ Hæpið að kenna Eurovision um Margrét segir að vafasamt sé að skella skuldinni á Eurovision, þetta séu lýðræðislegar kosningar sem ekki taki langan tíma að afgreiða. Ef svo sé þá er eitthvað mikið að. En staðan sé sú að þessi 40 prósent eru hærri tala en það sem tveir stærstu flokkarnir í borginni eru að bera úr býtum. 1 af hverjum 58 íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 11, 2022 Margrét Lilja segist hafa rekið í það augu á samfélagsmiðlum að Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður hafi þar verið að hvetja fólk til að mæta ekki. „Ég var að velta því fyrir mér að slá því fram á Facebook að Máni væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna,“ segir Margrét á léttum nótum. En Máni hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum þyki ekki mikið til frambjóðenda og framboðanna koma. En Margrét Lilja ítrekar mikilvægi þess að fram fari rannsókn á þessari löku mætingu kjósenda. Hún segist hafa litið til talna um kosningaþátttöku 2018, hún hafi verið dræm þá og enn verri nú. Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Við verðum að rýna í þetta. Hvað veldur því að 40 prósent kjósenda í Reykjavík sýna sig ekki á kjörstað?“ segir Margrét sem telur þetta helstu tíðindi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. „Og Framsókn vann!“ segir Margrét sem telur það ekki endilega ótengt. Sé litið til slagorða Framsóknarmanna í tveimur síðustu kosningum þar sem í raun er verið að skírskota til þessa afstöðuleysis. Þetta er bara kjaftæði og ég tek ekki þátt Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér. Meðal annarra Hrafn Jónsson pistlahöfundur með meiru en hann skrifar á Twittersíðu sína: „Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafi áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.“ Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafir áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 15, 2022 Margrét segir þetta verulega sorglegt. Kjörsókn er lág í Reykjavík og víða til að mynda á Suðurnesjum þar sem hún náði ekki fimmtíu prósentum. Þar býr hátt hlutfall innflytjenda. „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Margrét sem treystir sér ekki til að slá neinu föstu um hvað veldur þessari dræmu kjörsókn. Til þess þurfi hún að sjá gögn þar sem farið er í saumana á þessu og skoðað hvernig þetta er til að mynda milli mismunandi hópa. „Ég held að þetta sé blanda af mörgu. Stjórnmálin eru ekki að ná til innflytjenda, ekki til unga fólksins og svo erum við með hóp af fólki sem segir að þetta sé kjaftæði og það taki ekki þátt í þessu.“ Hæpið að kenna Eurovision um Margrét segir að vafasamt sé að skella skuldinni á Eurovision, þetta séu lýðræðislegar kosningar sem ekki taki langan tíma að afgreiða. Ef svo sé þá er eitthvað mikið að. En staðan sé sú að þessi 40 prósent eru hærri tala en það sem tveir stærstu flokkarnir í borginni eru að bera úr býtum. 1 af hverjum 58 íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 11, 2022 Margrét Lilja segist hafa rekið í það augu á samfélagsmiðlum að Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður hafi þar verið að hvetja fólk til að mæta ekki. „Ég var að velta því fyrir mér að slá því fram á Facebook að Máni væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna,“ segir Margrét á léttum nótum. En Máni hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum þyki ekki mikið til frambjóðenda og framboðanna koma. En Margrét Lilja ítrekar mikilvægi þess að fram fari rannsókn á þessari löku mætingu kjósenda. Hún segist hafa litið til talna um kosningaþátttöku 2018, hún hafi verið dræm þá og enn verri nú.
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira