Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 20:51 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins Fyrr í kvöld greindi Ríkisútvarpið frá því að flokkarnir tveir, sem samanlagt náðu tíu fulltrúum, ættu í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta ásamt Viðreisn og Flokki fólksins, sem fengu einn fulltrúa hvor. „Það eru engar formlegar viðræður hafnar,“ sagði Hildur í stuttu samtali við fréttastofu. Hún sagði þó eðlilegt að oddvitar þeirra flokka sem náðu inn fulltrúum í borgarstjórn ræddust við og heyrðu hljóðið hver í öðrum. „Það hafa bara verið samtöl við marga oddvita um niðurstöður kosninganna,“ sagði Hildur. Þannig hafi hún ekki aðeins rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, heldur einnig fleiri oddvita. Einar sagði fyrr í kvöld að fréttir RÚV af meintum viðræðum hans og Hildar væru rangar. Hildur segist ekki kunna skýringar á því hvernig orðrómur um viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sérstaklega hefði komist á kreik. Hún tók þó undir það með Einari að það kunni að skýrast að hún hafi fengið far með Einari í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti eftir að þau voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni. Einar sagði í þættinum fyrr í kvöld að þar hafi pólitík sannarlega borið á góma, en vildi ekki meina að það hafi verið nokkuð sem kalla mætti viðræður um myndun meirihluta. Raunhæfur möguleiki Aðspurð um þann möguleika, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mynda meirihluta með Framsókn, Flokki fólksins og Viðreisn, segir Hildur vert að skoða það. „Það er auðvitað einn möguleiki í stöðunni. hann mætti sannarlega skoða og sjá ákveðinn málefnagrundvöll um breytingar og breiðu línurnar,“ segir Hildur. Slíkur meirihluti yrði skipaður tólf fulltrúum, en það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem þarf til myndunar meirihluta þar sem borgarfulltrúar eru 23 talsins. Fulltrúarnir yrðu sex frá Sjálfstæðisflokki, fjórir frá Framsókn, einn frá Viðreisn og einn frá Flokki fólksins. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fyrr í kvöld greindi Ríkisútvarpið frá því að flokkarnir tveir, sem samanlagt náðu tíu fulltrúum, ættu í óformlegum viðræðum um myndun meirihluta ásamt Viðreisn og Flokki fólksins, sem fengu einn fulltrúa hvor. „Það eru engar formlegar viðræður hafnar,“ sagði Hildur í stuttu samtali við fréttastofu. Hún sagði þó eðlilegt að oddvitar þeirra flokka sem náðu inn fulltrúum í borgarstjórn ræddust við og heyrðu hljóðið hver í öðrum. „Það hafa bara verið samtöl við marga oddvita um niðurstöður kosninganna,“ sagði Hildur. Þannig hafi hún ekki aðeins rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, heldur einnig fleiri oddvita. Einar sagði fyrr í kvöld að fréttir RÚV af meintum viðræðum hans og Hildar væru rangar. Hildur segist ekki kunna skýringar á því hvernig orðrómur um viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sérstaklega hefði komist á kreik. Hún tók þó undir það með Einari að það kunni að skýrast að hún hafi fengið far með Einari í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti eftir að þau voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni. Einar sagði í þættinum fyrr í kvöld að þar hafi pólitík sannarlega borið á góma, en vildi ekki meina að það hafi verið nokkuð sem kalla mætti viðræður um myndun meirihluta. Raunhæfur möguleiki Aðspurð um þann möguleika, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mynda meirihluta með Framsókn, Flokki fólksins og Viðreisn, segir Hildur vert að skoða það. „Það er auðvitað einn möguleiki í stöðunni. hann mætti sannarlega skoða og sjá ákveðinn málefnagrundvöll um breytingar og breiðu línurnar,“ segir Hildur. Slíkur meirihluti yrði skipaður tólf fulltrúum, en það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem þarf til myndunar meirihluta þar sem borgarfulltrúar eru 23 talsins. Fulltrúarnir yrðu sex frá Sjálfstæðisflokki, fjórir frá Framsókn, einn frá Viðreisn og einn frá Flokki fólksins.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira