Mun byrja á því að ræða við Rósu Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2022 08:11 Valdimar Víðisson er oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og skólastjóri Öldutúnsskóla. Vísir/Vilhelm Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn. Hann segir að það hafi legið fyrir fyrir kosningar að ef meirihlutinn myndi halda myndu flokkarnir byrja á því að ræða saman. Þetta sagði Valdimar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þar sem að við unnum ágætis sigur, náðum tveimur mönnum þá erum við í ágætis stöðu hvað varðar framhaldið. Við höfum sagt það allan tímann í baráttunni, og við stöndum við það, að ef meirihlutinn myndi halda þá myndum við byrja á því samtali. Formlega er ekkert farið af stað. Við erum enn í okkar hópi, Framsókn, að fara yfir okkar málefni og undirbúa okkur fyrir okkar fyrir næstu skref þess samtals.“ Ræddi bæði við Rósu og Guðmund Árna Valdimar segist hafa átt samtöl við Rósu um helgina og sömuleiðis hafi Guðmundur Árni verið í sambandi. „Þetta er enn allt með óformlegum hætti, en þetta formlega samtal fer af stað í vikunni við samstarfsflokk okkar á síðasta kjörtímabili og kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi. Það verður svo að koma í ljós hvernig það gengur.“ Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum nú. Á móti bætti Framsókn við sig manni og tryggði sér tvo bæjarfulltrúa. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Samfylkingin tryggði sér líkt og Sjálfstæðisflokkur fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Guðmundur Árni óskaði eftir því við oddvita Framsóknar í færslu á Facebook í gærkvöldi að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. 15. maí 2022 22:49 Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa. 15. maí 2022 04:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hann segir að það hafi legið fyrir fyrir kosningar að ef meirihlutinn myndi halda myndu flokkarnir byrja á því að ræða saman. Þetta sagði Valdimar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þar sem að við unnum ágætis sigur, náðum tveimur mönnum þá erum við í ágætis stöðu hvað varðar framhaldið. Við höfum sagt það allan tímann í baráttunni, og við stöndum við það, að ef meirihlutinn myndi halda þá myndum við byrja á því samtali. Formlega er ekkert farið af stað. Við erum enn í okkar hópi, Framsókn, að fara yfir okkar málefni og undirbúa okkur fyrir okkar fyrir næstu skref þess samtals.“ Ræddi bæði við Rósu og Guðmund Árna Valdimar segist hafa átt samtöl við Rósu um helgina og sömuleiðis hafi Guðmundur Árni verið í sambandi. „Þetta er enn allt með óformlegum hætti, en þetta formlega samtal fer af stað í vikunni við samstarfsflokk okkar á síðasta kjörtímabili og kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi. Það verður svo að koma í ljós hvernig það gengur.“ Sjálfstæðisflokkurinn var með fimm fulltrúa inni á síðasta kjörtímabili, en missti einn í kosningunum nú. Á móti bætti Framsókn við sig manni og tryggði sér tvo bæjarfulltrúa. Ellefu fulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og því þarf sex til að mynda meirihluta. Samfylkingin tryggði sér líkt og Sjálfstæðisflokkur fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Guðmundur Árni óskaði eftir því við oddvita Framsóknar í færslu á Facebook í gærkvöldi að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. 15. maí 2022 22:49 Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa. 15. maí 2022 04:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. 15. maí 2022 22:49
Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa. 15. maí 2022 04:31