200 ára hlutleysi kastað á glæ Guttormur Þorsteinsson skrifar 18. maí 2022 07:00 Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Núna hafa ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykkt að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu Nató og ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að hún muni styðja þá umsókn. Þessi umsnúningur í utanríkisstefnu þessara áður hlutlausu landa kemur kannski ekki mjög á óvart. Bæði löndin hafa unnið náið með Nató síðan Kalda stríðinu lauk og í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur orðið umsnúningur í afstöðu almennings til aðildar. Það er skiljanlegt að Svíar og Finnar hugi að öryggi sínu í ljósi þeirra hörmunga sem stríðið hefur kallað yfir Úkraínumenn. Það sem er torskildara er að ríkisstjórnir þessara landa skuli taka svona afdrifaríka ákvörðun án þess að boða þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ákallið eftir aðild er svona sterkt meðal almennings ætti að vera sjálfsagt að staðfesta það með afgerandi hætti. Það tók marga áratugi fyrir þau sár að gróa sem innganga Íslands í Nató án þjóðaratkvæðagreiðslu opnaði árið 1949. Ísland hafði þó verið hlutlaust í mun skemmri tíma en Svíþjóð og Finnland nú. Það er spurning hvort að stjórnvöld vilji helst afgreiða þetta án of mikillar umræðu ef hún skyldi velta upp rökum sem mæla gegn þessari skyndilegu kúvendingu. Finnar hafa sjálfir fengið að finna fyrir innrás frá Rússlandi en eftir seinni heimsstyrjöld voru landamæri Sovétríkjanna og Finnlands ekki lengur tilefni til átaka. Svíar státa svo af 200 ára sögu hlutleysis sem hefur unnið landinu sess á alþjóðavettvangi. Á tímum Kalda stríðsins gátu sænsk stjórnvöld gagnrýnt framferði beggja risaveldanna og talað fyrir friði og kjarnorkuafvopnun. Eins og við höfum fengið að kynnast er þetta ekki samrýmanlegt Nató aðild. Nató er ekki bara bandalag um sameiginlegar varnir heldur hefur það tekið þátt í stríðsátökum fjarri landamærum sínum í Afganistan og Líbíu. Einstök Nató-ríki hafa svo skilið eftir sig sviðna jörð í Afríku og Mið-Austurlöndum síðustu ár. Pútín hefur enda notað það sem skálkaskjól og fyrirmynd í yfirgangi sínum og hernaði gagnvart nágrannaríkjum. Nató er líka kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til þess að beita kjarnavopnum að fyrra bragði og þrýstir á um að aðildarríki þess samþykki ekki Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ef óttinn við óútreiknanlegan og drottnunargjarna forseta Rússlands fær þjóðir til þess að leita skjóls í faðmi Nató ættu þær kannski að líta í kringum sig fyrst. Lýðræðið stendur höllum fótum í Bandaríkjunum og þau ráða því sem þau vilja innan Nató. Fátt virðist getað stoppað repúblikana frá því að sölsa undir sig öll völd og það er æ líklegra að Donald Trump setjist aftur í stól forseta, hvort sem hann fær næg atkvæði til þess eða ekki. Tyrkland er svo komið enn lengra á braut einræðis og er nú helsti þröskuldurinn í vegi aðildar Svíþjóðar og Finnlands að Nató. Erdogan forseti mun eflaust gera það að skilyrði að ríkin láti af stuðningi sínum við Kúrda sem eru grimmilega undirokaðir og sviptir grundvallarréttindum í Tyrklandi. Eins hræðilegt og stríðið í Úkraínu er þá hefur það líka sýnt fram á að Rússland er ekki eins öflugt herveldi og af er látið. Það er því sorglegt fyrir friðarsinna að þessar frændþjóðir okkar segi endanlega skilið við hlutleysi sitt og að rödd þeirra í þágu friðar verði kæfð innan bandalags sem ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stríðsátökum síðustu áratuga, allt vegna stundarótta við annan fant. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar