Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 20:31 Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir er oddviti Miðflokksins í Grindavík. Hún leiddi flokk sinn til stórsigurs í bænum. Vísir/Arnar Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira