Ísland í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. maí 2022 07:01 Ioniq 5 og starfsmaður tökuliðsins. Jonathan Lichtenberg Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum. Tucson við tökur með Ioniq 5 í bakgrunninum.Jonathan Lichtenberg Bílunum var stillt upp á ýmsum myndrænum stöðum með ströndinni á Reykjanesi og Suðurlandi, en einnig í uppsveitum Borgarfjarðar og á Snæfellsnesi. Markmiðið með myndatökunum var að vekja athygli á hreinleika íslenskrar náttúru og mikilvægi kolefnishlutleysis og aukinnar sjálfbærni með nýtingu á grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Í því samhengi gegna stóru hlutverki náttúruauðlindir landsins, sem skapa margvísleg jákvæð tækifæri í þágu grænnar framtíðar fyrir land og þjóð og eiga stóran þátt í miklum lífsgæðum landsmanna. Ioniq 5 við tökur.Jonathan Lichtenberg Verkefnið er stórt samfélagsmiðlaverkefni á vegum Hyundai sem hleypt verður af stokkunum í júní með fjölbreyttu myndefni af stórbrotnum stöðum, þar sem kallast á einstök náttúra Íslands og Spánar, þar sem sambærilegt verkefni var einnig unnið. Vistvænir bílar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent
Tucson við tökur með Ioniq 5 í bakgrunninum.Jonathan Lichtenberg Bílunum var stillt upp á ýmsum myndrænum stöðum með ströndinni á Reykjanesi og Suðurlandi, en einnig í uppsveitum Borgarfjarðar og á Snæfellsnesi. Markmiðið með myndatökunum var að vekja athygli á hreinleika íslenskrar náttúru og mikilvægi kolefnishlutleysis og aukinnar sjálfbærni með nýtingu á grænum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Í því samhengi gegna stóru hlutverki náttúruauðlindir landsins, sem skapa margvísleg jákvæð tækifæri í þágu grænnar framtíðar fyrir land og þjóð og eiga stóran þátt í miklum lífsgæðum landsmanna. Ioniq 5 við tökur.Jonathan Lichtenberg Verkefnið er stórt samfélagsmiðlaverkefni á vegum Hyundai sem hleypt verður af stokkunum í júní með fjölbreyttu myndefni af stórbrotnum stöðum, þar sem kallast á einstök náttúra Íslands og Spánar, þar sem sambærilegt verkefni var einnig unnið.
Vistvænir bílar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent