Börnin á götuna í Grikklandi? Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 25. maí 2022 09:00 Íslensk stjórnvöld stefna á að vísa tæplega 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd brott á næstunni. Til stendur að senda þónokkra til Grikklands, þar sem aðstæður eru skelfilegar fyrir flóttafólk. Eins hefur fjöldi þeirra sem nú á að vísa brott dvalið á Íslandi í yfir tvö ár og fest hér rætur. Í hópnum sem ætlað er að senda úr landi var m.a. ófrísk kona sem komin er átta mánuði á leið en náði lögmaður hennar að forða henni frá brottvísun með læknisvottorði samkvæmt nýjustu fréttum. Stjórnvöld vita að aðstæðurnar í Grikklandi eru með öllu óboðlegar. Stór hluti þeirra sem til stendur að vísa úr landi mun ekki njóta grundvallarmannréttinda eins og húsaskjól og atvinnu. Dómsmálaráðherra kom fram í fréttum fyrir skömmu og sagði að fólkið hefði dvalið hér ólöglega vegna þess að það neitaði að fara í PCR próf, sem var forsenda fyrir því að það yrði sent úr landi. Þingmaður Viðreisnar hafði í vikunni orð á því að stór hluti hópsins myndi enda á götunni í Grikklandi í aðstæðum sem eru algjörlega óboðlegar. Spurninganna sem við þyrftum að spyrja okkur væru einfaldlega þessar: „Myndum við sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn í Grikklandi þar sem sáralitla aðstoð er að fá? Myndum við sjálf vilja að börnin okkar yrðu rifin upp úr öruggu umhverfi og send í aðstæður þar sem óöryggið er algjört og varla húsaskjól að hafa?“ Sagði hann að við myndum ekki samþykkja það og spurði hvers vegna í ósköpum við værum þá tilbúin að senda annarra manna börn og fjölskyldur í aðstæður sem við myndum aldrei sjálf fara í. Að lokum nefndi hann að það hvíli ekki skylda á okkur að vísa fólkinu frá Íslandi. Það eina sem þyrfti til væri pólitískur vilji til að gera það ekki. Flóttafólk á Íslandi, ásamt Solaris og No Borders, boða til mótmæla gegn þessum fyrirhuguðu brottvísunum og biður þig um að koma og sýna þeim stuðning. Sýnum samstöðu með fólkinu á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 16:15! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld stefna á að vísa tæplega 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd brott á næstunni. Til stendur að senda þónokkra til Grikklands, þar sem aðstæður eru skelfilegar fyrir flóttafólk. Eins hefur fjöldi þeirra sem nú á að vísa brott dvalið á Íslandi í yfir tvö ár og fest hér rætur. Í hópnum sem ætlað er að senda úr landi var m.a. ófrísk kona sem komin er átta mánuði á leið en náði lögmaður hennar að forða henni frá brottvísun með læknisvottorði samkvæmt nýjustu fréttum. Stjórnvöld vita að aðstæðurnar í Grikklandi eru með öllu óboðlegar. Stór hluti þeirra sem til stendur að vísa úr landi mun ekki njóta grundvallarmannréttinda eins og húsaskjól og atvinnu. Dómsmálaráðherra kom fram í fréttum fyrir skömmu og sagði að fólkið hefði dvalið hér ólöglega vegna þess að það neitaði að fara í PCR próf, sem var forsenda fyrir því að það yrði sent úr landi. Þingmaður Viðreisnar hafði í vikunni orð á því að stór hluti hópsins myndi enda á götunni í Grikklandi í aðstæðum sem eru algjörlega óboðlegar. Spurninganna sem við þyrftum að spyrja okkur væru einfaldlega þessar: „Myndum við sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn í Grikklandi þar sem sáralitla aðstoð er að fá? Myndum við sjálf vilja að börnin okkar yrðu rifin upp úr öruggu umhverfi og send í aðstæður þar sem óöryggið er algjört og varla húsaskjól að hafa?“ Sagði hann að við myndum ekki samþykkja það og spurði hvers vegna í ósköpum við værum þá tilbúin að senda annarra manna börn og fjölskyldur í aðstæður sem við myndum aldrei sjálf fara í. Að lokum nefndi hann að það hvíli ekki skylda á okkur að vísa fólkinu frá Íslandi. Það eina sem þyrfti til væri pólitískur vilji til að gera það ekki. Flóttafólk á Íslandi, ásamt Solaris og No Borders, boða til mótmæla gegn þessum fyrirhuguðu brottvísunum og biður þig um að koma og sýna þeim stuðning. Sýnum samstöðu með fólkinu á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 16:15! Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar