Zlatan skilaði titlinum með slitið krossband | Sprautur, svefnleysi og sársauki í sex mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:01 Zlatan lagði mikið á sig til að standa við loforð sitt. AP Photo/Antonio Calanni Svíinn Zlatan Ibrahimovic lagði mikið á sig til að AC Milan myndi endurheimta ítalska meistaratitilinn í fótbolta eftir ellefu ára bið. Hann greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið með slitið krossband frá upphafi nýafstaðinnar leiktíðar. Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn. Ítalski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira