Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 21:56 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir góðan gang í meirihlutaviðræðum síns flokks, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata. Vísir/Vilhelm Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er nú dagur númer þrjú hjá okkur. Við erum búin að ræða nýsköpunarmál og atvinnumál, og erum að fara að byrja að ræða loftslagsmál núna,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. Og hvernig hefur grundvöllurinn verið í þessum málaflokkum, eruð þið sammála? „Það er ákveðinn þéttleiki á málefnunum hjá okkur, sem við vissum fyrir. Þetta hefur bara gengið vel. Það eru allir að koma með sínar hugmyndir að borðinu og ég held að við megum vænta breytinga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segist þó ekki vilja gefa upp í hverju þær breytingar felast, fyrr en málefnasamningur hefur verið undirritaður. „En ég er bara nokkuð bjartsýn,“ segir Þórdís Lóa. Hryggjarstykkið í stefnumálum flokkanna sé gott. Hún telji ekki ástæðu til annars en að flokkarnir tali sig saman um málefnin og myndi meirihluta. „En það er aldrei búið fyrr en það er búið.“ Ræða ekki embætti fyrr en í lokin Fulltrúar Framsóknar hafa boðað breytingar í borginni og ítrekað að ef gengið yrði til samstarfs við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn væri ekki verið að reisa við meirihlutann sem féll í kosningunum. Þórdís Lóa er sammála þessu, en segir viðræðurnar þó ekki snúast um að aðilar gefi eitthvað eftir til hinna. „Þetta snýst bara um að við erum á nýjum tíma, með nýtt upphaf fyrir framan okkur. Samt er þetta sama þjónustan, við erum enn að tala um skólamál, velferðarmál, málefni barna og svo framvegis. Við bara mætumst í okkar hugmyndafræði og aðferðafræði.“ Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní, sem er ákveðið tímamark sem flokkar í meirihlutaviðræðum verða að miða við. „En mér sýnist nú á öllu að við náum að fara í gegnum málefnin á næstu dögum. Þá mun taka smá tíma að ganga frá texta og ýmislegt. Við gáfum okkur að þetta væri vika, tíu dagar, en það er meira svona skot út í loftið. Það er besta gisk sem við getum gefið okkur,“ segir Þórdís Lóa. Eruð þið farin að ræða embættin, borgarstjóra og fleira? „Nei. Við munum ekkert ræða það fyrr en í lokin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira