Ummæli um meðferð trans barna grafi undan starfi transteymis Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 21:53 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala hefur beðist velvirðingar á ummælum sínum um meðferðir barna með svokallaðan kynama, sem birtust í grein á Stundinni í dag. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir greinina grafa undan mikilvægu starfi transteymis BUGL. Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel. Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel.
Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira