Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Elísabet Hanna skrifar 30. maí 2022 07:00 Wes Klain. Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. Hvar ertu búsett? Ég er búsett í Los Angeles. Hingað flutti ég fyrir förðunarnám og það lá vel við að vera áfram eftir skóla, fyrir vinnu. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Með hverjum býrðu úti? Ég bý ein, er með sér rými með eigin inngang og baðherbergi, en deili húsinu með herbergisfélaga, kettinum og hundinum hennar. Þetta er svona litla LA fjölskyldan mín. Við erum með fallegan bakgarð, þar sem eru allskonar ávaxtatré og sundlaug. „Það er ekki amalegt að geta fengið sér nýkreistan appelsínusafa og setið við laugina.“ View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvenær fluttirðu út? Ég kom fyrst til LA á one-way-ticked, haustið 2013 og dvaldi í rúmlega hálft ár. Þar kviknaði áhuginn á förðun. Eftir hálft ár hér ákvað ég að fara aftur til Íslands, þar sem ég fór á förðunar námskeið í MOOD, sem þá var og hét. Ég vissi strax að mig langaði að læra meira, sótti um nám hér úti og flutti svo formlega aftur til LA, í byrjun árs 2016. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Í raun ekki, nei. Ég man a.m.k. ekki til þess að hafa dreymt um það á meðan ég var að alast upp á Íslandi. Það var sennilega ekki fyrr en eftir tvítugt sem ég fann löngunina til að prófa að búa annars staðar. Þegar ég var yngri ferðaðist ég mikið um Evrópu en þegar þarna var komið langaði mig að prófa að eyða tíma í Bandaríkjunum. @directedbymom Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Hann hefur svo sem haft lítil áhrif á mig hvað varðar flutninga, þar sem ég var búin að koma mér vel fyrir hér, á þeim tíma. @directedbymom Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Um leið og komið var á hreint hvenær ég myndi hefja nám sótti ég um að leigja íbúð á vegum skólans. Það auðveldaði ferlið talsvert. Ég vann eins mikið og ég gat í aðdraganda flutninganna og safnaði en naut einnig stuðnings frá foreldrum mínum fyrst um sinn. Það hjálpaði vissulega að ég er fædd í Cincinnati, Ohio og er því með bandarískt ríkisfang og gat því unnið og þénað hér. @directedbymom Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið? Fyrir mig var það aðallega að vita að ég var örugg með stað til að búa á, sem var í göngufæri við skólann minn. Þar af leiðandi þurfti ég til dæmis ekki að hafa áhyggjur af því að vera með bíl í upphafi. LA er risa stór borg með ótal hverfum, sem hvert um sig hefur kosti og galla. Það er gott að hafa í huga að velja dvalarstað sem hentar því hvar maður vinnur eða ætlar að sækja nám. Verandi með ríkisfang slapp ég við að standa í mikilli pappírsvinnu, sem fylgir því almennt að flytja til Bandaríkjanna. @directedbymom Hvernig komstu í kynni við vinnuna, námið og verkefnin sem þú ert í? Ég kynntist skólanum mínum, Makeup Designory, á meðan ég dvaldi hér 2013. Fyrst eftir námið var ég í hlutastarfi á special effects lab, þar sem ég vann við að búa til prosthetics, fyrir special effects farðanir. Samhliða tók ég öll freelance förðunartækifæri sem gáfust, (greidd og ógreidd verkefni) og byrjaði þannig að byggja tengslanetið mitt. Rúmlega ári eftir útskrift ákvað ég að segja upp hlutastarfinu og eltast við drauminn um að vera 100% sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp.“ En hægt og rólega byggðist ferillinn upp, með hjálp dýrmætra vina og vinnufélaga, sem voru tilbúin að treysta mér til að vinna að verkefnum með þeim og mæla með mér. Þau sambönd eru mér afar kær. Verkefnin eru jafn misjöfn og þau eru mörg en ég vinn nú orðið mest við tónlistarmyndbönd og með tónlistarfólki almennt, við auglýsingar, farða fyrir ýmsa viðburði og vinn með private clients. Þetta hefur verið heilmikið ævintýri og mörg dýrmæt tækifæri. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvers saknarðu mest við Ísland? Alveg hiklaust fjölskyldu og vina. „Íslensk náttúra á líka stóran stað í hjartanu mínu.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland? Að þurfa að skafa af bílnum á veturna. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvernig er veðrið? Veðrið hér er að mestu ljúft allan ársins hring og oftast hægt að skottast út í gallabuxum og stuttermabol. Sumrin geta þó orðið óbærilega heit. Hvaða ferðamáta notast þú við? Almenningssamgöngur í LA eru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Verkefnin sem ég vinn eru út um alla borg og jafnvel fyrir utan borgarmörkin. Auk þess ferðast ég sjaldan létt, þegar ég er að fara í vinnuna með allt förðunardótið og því nauðsynlegt fyrir mig að vera með bíl. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Kemurðu oft til Íslands? Ég reyni að heimsækja Ísland a.m.k. einu sinni á ári. Tvisvar ef vinnan leyfir. Fyrstu árin kom ég mun oftar heim, á meðan það var enn í boði að fljúga beint. Mikið sakna ég beina flugsins. Síðan ég flutti til LA hef ég fengið tækifæri til að vinna að ýmsum verkefnum á Íslandi, sem er alltaf jafn einstakt. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Samanburðurinn er smá erfiður fyrir mig, þar sem ég hef m.a. ekki fylgst með leigu- og fasteignamarkaðnum á Íslandi síðan ég flutti hingað. En það er alveg óhætt að segja að LA er dýr borg. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hefur þú verið að fá mikið af heimsóknum út? Það hefur verið erfitt með óreglulega vinnu og þar sem verkefni koma oft upp á síðustu stundu, að taka frí og taka á móti fólki en foreldrar mínir hafa komið til mín nokkrum sinnum, sem er alltaf notalegt. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Það er furðu mikið af Íslendingum hér. Oft stoppar fólk stutt við, fyrir nám eða vinnu en endar síðan á að fara aftur heim til Íslands. Ég er þakklát að eiga dýrmæta íslenska vini hér. „Það er alltaf voða heimilislegt að geta hist og talað saman á íslensku.“ View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Áttu þér uppáhalds stað? LA, og Kalifornía í heild, hafa upp á svo margt að bjóða. Ég er heppin að vinnan mín fer sífellt með mig á nýja og spennandi staði. Strendurnar í kringum Malibu eru í miklu uppáhaldi. Fyrir bæjarrölt þykir mér gaman að kíkja á Abbot Kinney Blvd. í Venice, sem er í göngufæri frá ströndinni. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða sig um fyrir utan LA þá eru meðal annars Joshua Tree, Sequoia National Park og Big Sur allt mjög magnaðir staðir. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með? Það er mjög mikið úrval af góðum stöðum um alla borgina, bæði veitingastöðum og kaffihúsum. Nokkrir af mínum uppáhalds stöðum eru Ronan, sem er notalegur og góður ítalskur staður á Melrose Avenue. Great White, í Venice, Malibu Farms, í Malibu og Fig, í Santa Monica, eru frábærir fyrir dögurð. Uppáhalds kaffihús væru Red Window, í Studio City, sem er pínulítill rauður skúr með ótrúlega góðu kaffi, La Colombe kaffihúsin sem eru víða og Coffee and Plants, í Pasadena. Síðan er eiginlega ekki hægt að sleppa því að nefna In-N-Out Burger, sem er algjör LA klassík. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Griffith Observatory og The Getty Center eru áhugaverðir staðir að skoða og bjóða upp á frábært útsýni yfir borgina. The Huntington Library er ótrúlega fallegur grasagarður, með meiru. „Svo er alltaf gaman að leigja hjól og hjóla með fram ströndinni.“ @ @directedbymom Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Dagarnir eru mjög mismunandi hjá mér þar sem vinnan mín er óregluleg. Ég byrja samt alla daga á kaffi og morgunmat í sem mestum rólegheitum. Ef ég þarf ekki að mæta í vinnuna hreyfi ég mig, hvort sem er að fara í ræktina eða fara í göngu, hitta vini, taka til eftir/undirbúa fyrir næstu verkefni, reka erindi og sinna skrifstofuhliðinni sem fylgir því að vera sjálfstætt starfandi. Þá daga sem ég er að vinna að verkefnum geta vinnudagarnir verið allt að 12+ klst. Þá gefst lítill tími fyrir annað. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvað er það besta við staðinn þinn? Allt yndislega fólkið sem ég hef verið svo lánsöm að kynnast. Það hefur átt stóran þátt í að mér líði eins og „heima hjá mér“ í LA. Hvað er það versta við staðinn þinn? Hvað sumrin geta orðið heit og með því fylgir mikil eldhætta. Auk þess eru vegalengdir á milli staða í borginni langar og umferðin getur valdið miklum höfuðverk. Ég reyni að skipuleggja í kringum verstu tímana, ef hægt er, til að forðast að sitja óþarflega lengi föst í bílnum. @directedbymom Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Aldrei að segja aldrei. „Eins og er líður mér afar vel hér og sé fram á að vera áfram í LA.“ View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á [email protected]. Stökkið Íslendingar erlendis Bandaríkin Förðun Tengdar fréttir Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 Stökkið: „Ég var í rauninni bara að byrja upp á nýtt“ Tinna Rún Svansdóttir býr í Basingstoke í Suður-Englandi ásamt kærastanum sínum Spencer og syni þeirra Mason Birni. Hún flutti út í október 2015 meðal annars til þess að vera nær ástinni og upplifði flutningana eins og að byrja upp á nýtt. 16. maí 2022 07:00 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Hvar ertu búsett? Ég er búsett í Los Angeles. Hingað flutti ég fyrir förðunarnám og það lá vel við að vera áfram eftir skóla, fyrir vinnu. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Með hverjum býrðu úti? Ég bý ein, er með sér rými með eigin inngang og baðherbergi, en deili húsinu með herbergisfélaga, kettinum og hundinum hennar. Þetta er svona litla LA fjölskyldan mín. Við erum með fallegan bakgarð, þar sem eru allskonar ávaxtatré og sundlaug. „Það er ekki amalegt að geta fengið sér nýkreistan appelsínusafa og setið við laugina.“ View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvenær fluttirðu út? Ég kom fyrst til LA á one-way-ticked, haustið 2013 og dvaldi í rúmlega hálft ár. Þar kviknaði áhuginn á förðun. Eftir hálft ár hér ákvað ég að fara aftur til Íslands, þar sem ég fór á förðunar námskeið í MOOD, sem þá var og hét. Ég vissi strax að mig langaði að læra meira, sótti um nám hér úti og flutti svo formlega aftur til LA, í byrjun árs 2016. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Í raun ekki, nei. Ég man a.m.k. ekki til þess að hafa dreymt um það á meðan ég var að alast upp á Íslandi. Það var sennilega ekki fyrr en eftir tvítugt sem ég fann löngunina til að prófa að búa annars staðar. Þegar ég var yngri ferðaðist ég mikið um Evrópu en þegar þarna var komið langaði mig að prófa að eyða tíma í Bandaríkjunum. @directedbymom Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Hann hefur svo sem haft lítil áhrif á mig hvað varðar flutninga, þar sem ég var búin að koma mér vel fyrir hér, á þeim tíma. @directedbymom Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Um leið og komið var á hreint hvenær ég myndi hefja nám sótti ég um að leigja íbúð á vegum skólans. Það auðveldaði ferlið talsvert. Ég vann eins mikið og ég gat í aðdraganda flutninganna og safnaði en naut einnig stuðnings frá foreldrum mínum fyrst um sinn. Það hjálpaði vissulega að ég er fædd í Cincinnati, Ohio og er því með bandarískt ríkisfang og gat því unnið og þénað hér. @directedbymom Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið? Fyrir mig var það aðallega að vita að ég var örugg með stað til að búa á, sem var í göngufæri við skólann minn. Þar af leiðandi þurfti ég til dæmis ekki að hafa áhyggjur af því að vera með bíl í upphafi. LA er risa stór borg með ótal hverfum, sem hvert um sig hefur kosti og galla. Það er gott að hafa í huga að velja dvalarstað sem hentar því hvar maður vinnur eða ætlar að sækja nám. Verandi með ríkisfang slapp ég við að standa í mikilli pappírsvinnu, sem fylgir því almennt að flytja til Bandaríkjanna. @directedbymom Hvernig komstu í kynni við vinnuna, námið og verkefnin sem þú ert í? Ég kynntist skólanum mínum, Makeup Designory, á meðan ég dvaldi hér 2013. Fyrst eftir námið var ég í hlutastarfi á special effects lab, þar sem ég vann við að búa til prosthetics, fyrir special effects farðanir. Samhliða tók ég öll freelance förðunartækifæri sem gáfust, (greidd og ógreidd verkefni) og byrjaði þannig að byggja tengslanetið mitt. Rúmlega ári eftir útskrift ákvað ég að segja upp hlutastarfinu og eltast við drauminn um að vera 100% sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp.“ En hægt og rólega byggðist ferillinn upp, með hjálp dýrmætra vina og vinnufélaga, sem voru tilbúin að treysta mér til að vinna að verkefnum með þeim og mæla með mér. Þau sambönd eru mér afar kær. Verkefnin eru jafn misjöfn og þau eru mörg en ég vinn nú orðið mest við tónlistarmyndbönd og með tónlistarfólki almennt, við auglýsingar, farða fyrir ýmsa viðburði og vinn með private clients. Þetta hefur verið heilmikið ævintýri og mörg dýrmæt tækifæri. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvers saknarðu mest við Ísland? Alveg hiklaust fjölskyldu og vina. „Íslensk náttúra á líka stóran stað í hjartanu mínu.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland? Að þurfa að skafa af bílnum á veturna. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvernig er veðrið? Veðrið hér er að mestu ljúft allan ársins hring og oftast hægt að skottast út í gallabuxum og stuttermabol. Sumrin geta þó orðið óbærilega heit. Hvaða ferðamáta notast þú við? Almenningssamgöngur í LA eru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Verkefnin sem ég vinn eru út um alla borg og jafnvel fyrir utan borgarmörkin. Auk þess ferðast ég sjaldan létt, þegar ég er að fara í vinnuna með allt förðunardótið og því nauðsynlegt fyrir mig að vera með bíl. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Kemurðu oft til Íslands? Ég reyni að heimsækja Ísland a.m.k. einu sinni á ári. Tvisvar ef vinnan leyfir. Fyrstu árin kom ég mun oftar heim, á meðan það var enn í boði að fljúga beint. Mikið sakna ég beina flugsins. Síðan ég flutti til LA hef ég fengið tækifæri til að vinna að ýmsum verkefnum á Íslandi, sem er alltaf jafn einstakt. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Samanburðurinn er smá erfiður fyrir mig, þar sem ég hef m.a. ekki fylgst með leigu- og fasteignamarkaðnum á Íslandi síðan ég flutti hingað. En það er alveg óhætt að segja að LA er dýr borg. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hefur þú verið að fá mikið af heimsóknum út? Það hefur verið erfitt með óreglulega vinnu og þar sem verkefni koma oft upp á síðustu stundu, að taka frí og taka á móti fólki en foreldrar mínir hafa komið til mín nokkrum sinnum, sem er alltaf notalegt. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Það er furðu mikið af Íslendingum hér. Oft stoppar fólk stutt við, fyrir nám eða vinnu en endar síðan á að fara aftur heim til Íslands. Ég er þakklát að eiga dýrmæta íslenska vini hér. „Það er alltaf voða heimilislegt að geta hist og talað saman á íslensku.“ View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Áttu þér uppáhalds stað? LA, og Kalifornía í heild, hafa upp á svo margt að bjóða. Ég er heppin að vinnan mín fer sífellt með mig á nýja og spennandi staði. Strendurnar í kringum Malibu eru í miklu uppáhaldi. Fyrir bæjarrölt þykir mér gaman að kíkja á Abbot Kinney Blvd. í Venice, sem er í göngufæri frá ströndinni. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða sig um fyrir utan LA þá eru meðal annars Joshua Tree, Sequoia National Park og Big Sur allt mjög magnaðir staðir. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með? Það er mjög mikið úrval af góðum stöðum um alla borgina, bæði veitingastöðum og kaffihúsum. Nokkrir af mínum uppáhalds stöðum eru Ronan, sem er notalegur og góður ítalskur staður á Melrose Avenue. Great White, í Venice, Malibu Farms, í Malibu og Fig, í Santa Monica, eru frábærir fyrir dögurð. Uppáhalds kaffihús væru Red Window, í Studio City, sem er pínulítill rauður skúr með ótrúlega góðu kaffi, La Colombe kaffihúsin sem eru víða og Coffee and Plants, í Pasadena. Síðan er eiginlega ekki hægt að sleppa því að nefna In-N-Out Burger, sem er algjör LA klassík. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Griffith Observatory og The Getty Center eru áhugaverðir staðir að skoða og bjóða upp á frábært útsýni yfir borgina. The Huntington Library er ótrúlega fallegur grasagarður, með meiru. „Svo er alltaf gaman að leigja hjól og hjóla með fram ströndinni.“ @ @directedbymom Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Dagarnir eru mjög mismunandi hjá mér þar sem vinnan mín er óregluleg. Ég byrja samt alla daga á kaffi og morgunmat í sem mestum rólegheitum. Ef ég þarf ekki að mæta í vinnuna hreyfi ég mig, hvort sem er að fara í ræktina eða fara í göngu, hitta vini, taka til eftir/undirbúa fyrir næstu verkefni, reka erindi og sinna skrifstofuhliðinni sem fylgir því að vera sjálfstætt starfandi. Þá daga sem ég er að vinna að verkefnum geta vinnudagarnir verið allt að 12+ klst. Þá gefst lítill tími fyrir annað. View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Hvað er það besta við staðinn þinn? Allt yndislega fólkið sem ég hef verið svo lánsöm að kynnast. Það hefur átt stóran þátt í að mér líði eins og „heima hjá mér“ í LA. Hvað er það versta við staðinn þinn? Hvað sumrin geta orðið heit og með því fylgir mikil eldhætta. Auk þess eru vegalengdir á milli staða í borginni langar og umferðin getur valdið miklum höfuðverk. Ég reyni að skipuleggja í kringum verstu tímana, ef hægt er, til að forðast að sitja óþarflega lengi föst í bílnum. @directedbymom Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Aldrei að segja aldrei. „Eins og er líður mér afar vel hér og sé fram á að vera áfram í LA.“ View this post on Instagram A post shared by Auður Jónsdóttir (@audurs) Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á [email protected].
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á [email protected].
Stökkið Íslendingar erlendis Bandaríkin Förðun Tengdar fréttir Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01 „Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00 Stökkið: „Ég var í rauninni bara að byrja upp á nýtt“ Tinna Rún Svansdóttir býr í Basingstoke í Suður-Englandi ásamt kærastanum sínum Spencer og syni þeirra Mason Birni. Hún flutti út í október 2015 meðal annars til þess að vera nær ástinni og upplifði flutningana eins og að byrja upp á nýtt. 16. maí 2022 07:00 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Stökkið: „Ég er bara að ferðast um og bý ekki á neinum föstum stað“ Sóldís Alda Óskarsdóttir býr hvergi og breyttist sýn hennar á lífið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti ekki að vera í níu til fimm vinnu að eilífu en henni fannst tilhugsunin um að eyða lífinu á skrifstofu allan daginn afar óspennandi. 23. maí 2022 07:01
„Ég bý fyrir utan Tulum inn í frumskóginum, umvafin miklu dýralífi, fullt af skordýrum og endalaust af plöntum“ Heiðrún María Magnúsdóttir ætlaði í þriggja vikna frí til Tulum í Mexíkó en er enn erlendis rúmum tveimur mánuðum síðar. Hún bjó fyrir utan Tulum í frumskóginum áður en hún fór áleiðis til San Marcos La Laguna og er aðallega að njóta þess að vera til. 20. maí 2022 07:00
Stökkið: „Ég var í rauninni bara að byrja upp á nýtt“ Tinna Rún Svansdóttir býr í Basingstoke í Suður-Englandi ásamt kærastanum sínum Spencer og syni þeirra Mason Birni. Hún flutti út í október 2015 meðal annars til þess að vera nær ástinni og upplifði flutningana eins og að byrja upp á nýtt. 16. maí 2022 07:00