Kalli 104 ára á Ísafirði stefnir á að verða 106 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2022 20:16 Karl eða Kalli eins og hann er alltaf kallaður er fæddur 14. maí 1918 og er því ný orðinn 104 ára. Hann er elstur íslenskra karlmanna og stefnir ótrauður á að verða 106 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Sigurðsson á Ísafirði er búin að setja sér það markmið að verða 106 ára en hann er elsti íslenski karlmaður landsins, 104 ára. Hann þakkar vatninu á Vestfjörðum hvað hann er ern og hress. Karl eða Kalli eins og hann er alltaf kallaður er fæddur 14. maí 1918 og er því ný orðinn 104 ára. Það fer vel um hann á hjúkrunarheimili á Ísafirði þó sjónin og heyrnin sé farin að daprast. Kalli fer út að ganga á hverjum degi. "Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum, þá var kjöt. Ég var nú skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir, sem Kalli á Mímir,“ segir hann og hlær. En af hverju heldur þú að þú sért orðin svona aldraður, eru það genin eða? „Það er vatnið, vatnið hérna á Vestfjörðum. Ef maður hefur gott vatn þá lengir það lífið. Þannig að við ættum að drekka miklu meira af vatni, en ekki mjólk, mjólkin er bara fyrir pelabörnin,“ segir Kalli. En hvernig líst Kalla á nútíma þjóðfélag þar sem mikið snýst um snjalltæki og samfélagsmiðla? „Ég hef aldrei eignast vasasíma, ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi.“ En hvað heldur Kalli að hann verði gamall? „Ég hugsa að ég eigi eftir tvö ár, ég verð þá 106 ára, það er hugsunin að ná þeim aldri,“ segir þessi aldni, hressi og skemmtilegi höfðingi á Ísafirði. Kalli er alltaf brosasndi og hress. Hann þakkar vatninu á Vestfjörðum háan aldur sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ísafjarðarbær Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Karl eða Kalli eins og hann er alltaf kallaður er fæddur 14. maí 1918 og er því ný orðinn 104 ára. Það fer vel um hann á hjúkrunarheimili á Ísafirði þó sjónin og heyrnin sé farin að daprast. Kalli fer út að ganga á hverjum degi. "Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum, þá var kjöt. Ég var nú skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir, sem Kalli á Mímir,“ segir hann og hlær. En af hverju heldur þú að þú sért orðin svona aldraður, eru það genin eða? „Það er vatnið, vatnið hérna á Vestfjörðum. Ef maður hefur gott vatn þá lengir það lífið. Þannig að við ættum að drekka miklu meira af vatni, en ekki mjólk, mjólkin er bara fyrir pelabörnin,“ segir Kalli. En hvernig líst Kalla á nútíma þjóðfélag þar sem mikið snýst um snjalltæki og samfélagsmiðla? „Ég hef aldrei eignast vasasíma, ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi.“ En hvað heldur Kalli að hann verði gamall? „Ég hugsa að ég eigi eftir tvö ár, ég verð þá 106 ára, það er hugsunin að ná þeim aldri,“ segir þessi aldni, hressi og skemmtilegi höfðingi á Ísafirði. Kalli er alltaf brosasndi og hress. Hann þakkar vatninu á Vestfjörðum háan aldur sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ísafjarðarbær Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira