Hæstiréttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ársæls Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2022 08:09 Jón Ársæll Þórðarson var dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Aðsend Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Konan höfðaði upphaflega einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Jón Ársæll, Steingrímur og Ríkisútvarpið höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi, en Steingrímur og Ríkisútvarpið voru einnig sýknuð í Landsrétti. Geti haft fordæmisgildi Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem beiðnin sé reist á. Í leyfisbeiðni Jóns Ársæls og félaga sagði að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir fjölmiðla- og fréttafrelsi. Var vísað til þess orðalags í dómi Landsréttar að ekki verði talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unninn í þágu fréttamennsku án þess að það sé útskýrt nánar. Þá hafi ekki farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðla og fjölmiðlamanna samkvæmt. 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmálans. Fjallað um fanga og fyrrverandi fanga Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími og sýndir á RÚV, en í þáttunum var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Í fyrri frétt Vísis um málið segir að Jón Ársæll og Steingrímur hafi tekið þrjú viðtöl við konuna og hafi hún byggt mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Ennfremur sagði konan að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Hún hafi sömuleiðis afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Konan höfðaði upphaflega einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Jón Ársæll, Steingrímur og Ríkisútvarpið höfðu áður verið sýknuð í héraðsdómi, en Steingrímur og Ríkisútvarpið voru einnig sýknuð í Landsrétti. Geti haft fordæmisgildi Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um atriði sem beiðnin sé reist á. Í leyfisbeiðni Jóns Ársæls og félaga sagði að málið hefði verulega almenna þýðingu fyrir fjölmiðla- og fréttafrelsi. Var vísað til þess orðalags í dómi Landsréttar að ekki verði talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unninn í þágu fréttamennsku án þess að það sé útskýrt nánar. Þá hafi ekki farið fram mat á því hvort ætti að vega þyngra í málinu, réttur til friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. grein stjórnarskrár og 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu, eða tjáningarfrelsi fjölmiðla og fjölmiðla og fjölmiðlamanna samkvæmt. 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmálans. Fjallað um fanga og fyrrverandi fanga Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími og sýndir á RÚV, en í þáttunum var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Í fyrri frétt Vísis um málið segir að Jón Ársæll og Steingrímur hafi tekið þrjú viðtöl við konuna og hafi hún byggt mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Ennfremur sagði konan að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Hún hafi sömuleiðis afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. 11. apríl 2022 14:34