Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar