Anna Hildur endurkjörin formaður SÁÁ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 22:22 Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður og Þráinn Farestveit varaformaður SÁÁ. Vísir/Hulda Margrét Anna Hildur Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður SÁÁ nú fyrr í kvöld og Þráinn Farestveit varaformaður sömuleiðis. Núverandi stjórn félagasamtakanna hélt velli þrátt fyrir mótframboð. 368 einstaklingar sóttu fundinn og fór hann vel fram að sögn varaformanns. „Við erum mjög jákvæð, við höfum verið mjög bjartsýn og horfum auðvitað fram á það að efla starfið, opna félagið, það má breyta ýmsu til batnaðar,“ segir Þráinn Farestveit varaformaður samtakanna í samtali við fréttastofu. „Meirihluti þeirra sem sátu fundinn kýs þá stjórn sem hefur verið starfandi síðustu tvö ár og styður hana í þeim málefnum og gildum sem við leggjum fram.“ Þráinn segir núverandi stjórn vilja opna félagið meira. „Við viljum fá fólk úr öllum stéttum, fólk sem hefur starfað faglega að málefnum þessara skjólstæðinga frá öllum stöðum því að markmið okkar auðvitað er að samþætta þetta betur, það er að segja tengingin milli ríkis og borgar og sveitarfélaganna, eiga náið samtal um hvernig þessi vettvangur er, með því teljum við okkur geta unnið betur.“ Þráinn leggur áherslu á að vilji stjórnarinnar sé að hinn almenni borgari geti nálgast samtökin betur og án skilyrða „ef það er fólk sem hefur áhuga á að vinna með okkur þá viljum við þannig fólk.“ Fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun Þráinn segir sjálfsaflafé félagsins aldrei hafa verið meira og verði það til þess að opið verði á göngudeild og Vík í sumar en félagið hafi ekki getað kostað það áður. „Við teljum að það sýni sig að þrátt fyrir þessa ágjöf og umræðu og það hvernig hlutirnir voru svona svolítið erfiðir, þá studdi fólkið okkur samt og líklega betur þar sem ákvörðun núverandi framkvæmdastjórnar var sú að við myndum draga okkur út úr spilakassaágóða og lögðum það til hliðar. Urðum þar af auðvitað tugum milljóna í tekjur sem skilar sér svo aftur í því að fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun.“ Félagasamtök Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
„Við erum mjög jákvæð, við höfum verið mjög bjartsýn og horfum auðvitað fram á það að efla starfið, opna félagið, það má breyta ýmsu til batnaðar,“ segir Þráinn Farestveit varaformaður samtakanna í samtali við fréttastofu. „Meirihluti þeirra sem sátu fundinn kýs þá stjórn sem hefur verið starfandi síðustu tvö ár og styður hana í þeim málefnum og gildum sem við leggjum fram.“ Þráinn segir núverandi stjórn vilja opna félagið meira. „Við viljum fá fólk úr öllum stéttum, fólk sem hefur starfað faglega að málefnum þessara skjólstæðinga frá öllum stöðum því að markmið okkar auðvitað er að samþætta þetta betur, það er að segja tengingin milli ríkis og borgar og sveitarfélaganna, eiga náið samtal um hvernig þessi vettvangur er, með því teljum við okkur geta unnið betur.“ Þráinn leggur áherslu á að vilji stjórnarinnar sé að hinn almenni borgari geti nálgast samtökin betur og án skilyrða „ef það er fólk sem hefur áhuga á að vinna með okkur þá viljum við þannig fólk.“ Fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun Þráinn segir sjálfsaflafé félagsins aldrei hafa verið meira og verði það til þess að opið verði á göngudeild og Vík í sumar en félagið hafi ekki getað kostað það áður. „Við teljum að það sýni sig að þrátt fyrir þessa ágjöf og umræðu og það hvernig hlutirnir voru svona svolítið erfiðir, þá studdi fólkið okkur samt og líklega betur þar sem ákvörðun núverandi framkvæmdastjórnar var sú að við myndum draga okkur út úr spilakassaágóða og lögðum það til hliðar. Urðum þar af auðvitað tugum milljóna í tekjur sem skilar sér svo aftur í því að fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun.“
Félagasamtök Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36