Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. júní 2022 19:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir stöðu mála í Bandaríkjunum varðandi þungunarrof vera ömurlega. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira