Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 19:08 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ Hulda Margrét Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur. Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur.
Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira