Rétturinn til að safna drasli Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 6. júlí 2022 14:30 Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar