Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2022 19:08 Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf um tengda aðila. Vísir/Bjarni Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Lögbundið viðmið er tólf prósent. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Skilgreining á tengdum aðilum er hins vegar mun lægri í öðrum greinum en í sjávarútvegi, eins og til dæmis á fjármálamarkaði. Þar teljast til tengdra aðila fari hlutdeild þeirra yfir tuttugu prósent. Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir viðmiðið í sjávarútvegi hátt. „Miðað við aðrar atvinnugreinar er þetta frekar hátt hlutfall. Menn teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall heldur en þetta annars staðar. Það má kannski segja að það sé eitthvað ósamræmi í löggjöfinni varðandi þetta“ segir Ögmundur. Það sé stjórnvalda að samræma löggjöfina. „Það er alfarið á þeirra borði að breyta fiskveiðilöggjöfinni þannig að þessi mörk verði færð neðar,“ segir hann. Hann segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi undir viðmiðum fiskveiðilaga um heildarkvóta en sameinað fyrirtæki fari nú með ríflega ellefu prósent hans. „Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni sýnist okkur ekki vera neitt sem hindrar þessi kaup. Samkeppniseftirlitið á hins vegar eftir að úrskurða í málinu,“ segir Ögmundur. Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum um fiskveiðstjórnun en hagsmunaöflum hafi hingað til tekist að stöðva það. „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í samfélaginu og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir Oddný. Hún segir núverandi kerfi afar ósanngjarnt. „Við erum að færa stórútgerðinni, sem malar gull, auðlindina okkar á silfurfati.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Lögbundið viðmið er tólf prósent. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Skilgreining á tengdum aðilum er hins vegar mun lægri í öðrum greinum en í sjávarútvegi, eins og til dæmis á fjármálamarkaði. Þar teljast til tengdra aðila fari hlutdeild þeirra yfir tuttugu prósent. Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir viðmiðið í sjávarútvegi hátt. „Miðað við aðrar atvinnugreinar er þetta frekar hátt hlutfall. Menn teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall heldur en þetta annars staðar. Það má kannski segja að það sé eitthvað ósamræmi í löggjöfinni varðandi þetta“ segir Ögmundur. Það sé stjórnvalda að samræma löggjöfina. „Það er alfarið á þeirra borði að breyta fiskveiðilöggjöfinni þannig að þessi mörk verði færð neðar,“ segir hann. Hann segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi undir viðmiðum fiskveiðilaga um heildarkvóta en sameinað fyrirtæki fari nú með ríflega ellefu prósent hans. „Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni sýnist okkur ekki vera neitt sem hindrar þessi kaup. Samkeppniseftirlitið á hins vegar eftir að úrskurða í málinu,“ segir Ögmundur. Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum um fiskveiðstjórnun en hagsmunaöflum hafi hingað til tekist að stöðva það. „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í samfélaginu og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir Oddný. Hún segir núverandi kerfi afar ósanngjarnt. „Við erum að færa stórútgerðinni, sem malar gull, auðlindina okkar á silfurfati.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17