Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júlí 2022 18:55 Guðjón Sigurðsson segir það vera sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni þar sem ekki sé aðgengi fyrir fólk í hjólastól að komast út í Viðey. Vísir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. „Að vera skilinn eftir á bryggjunni og horfa á eftir niðurgreiddri ferjunni sigla án okkar út í Viðey er sárt, það svíður. Það gerist fyrir hjólastólanotendur í hvert sinn sem Reykjavíkurborg heldur niðurgreiddan viðburð þar, auglýstan fyrir alla, en er bara fyrir suma,“ segir í tilkynningu frá Guðjóni. Hann hafi beðið eftir úrbætum í átján ár en ekkert gerst. Allir borgarstjórar á þeim tíma, sem og Faxaflóahafnir, hafi lofað að bæta aðgengið, en ekkert gerist. Þolinmæðin sé að þrotum komin. „Á vef borgarinnar um aðgengisleysi að Viðey er ein skýringin sú að vegna flóðs og fjöru sé erfitt um aðgengi að eyjunni. Síðan ég óskaði fyrst eftir aðgengi að Viðey hef ég farið til: Vestmannaeyja, Flatey á Skjálfanda þar sem vissulega gætir sjávarfalla, auk þess fór ég á Kínamúrinn og félagar mínir skoðuðu Akrapolis í Grikklandi um daginn. Að eitthvað sé ekki hægt er bara bull og viljaleysi,“ segir Guðjón. Hann bendir á að í Viðey séu tvö salerni hjólastólamerkt og því vanti nú bara leið fyrir notendur þeirra að komast á svæðið. „Metnaðarleysi Faxaflóahafna og Reykjavíkur er algert þegar kemur að aðgengismálum,“ segir Guðjón og kallar eftir aðgerðum strax. „Sýndarmennskan er alger.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Viðey Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Að vera skilinn eftir á bryggjunni og horfa á eftir niðurgreiddri ferjunni sigla án okkar út í Viðey er sárt, það svíður. Það gerist fyrir hjólastólanotendur í hvert sinn sem Reykjavíkurborg heldur niðurgreiddan viðburð þar, auglýstan fyrir alla, en er bara fyrir suma,“ segir í tilkynningu frá Guðjóni. Hann hafi beðið eftir úrbætum í átján ár en ekkert gerst. Allir borgarstjórar á þeim tíma, sem og Faxaflóahafnir, hafi lofað að bæta aðgengið, en ekkert gerist. Þolinmæðin sé að þrotum komin. „Á vef borgarinnar um aðgengisleysi að Viðey er ein skýringin sú að vegna flóðs og fjöru sé erfitt um aðgengi að eyjunni. Síðan ég óskaði fyrst eftir aðgengi að Viðey hef ég farið til: Vestmannaeyja, Flatey á Skjálfanda þar sem vissulega gætir sjávarfalla, auk þess fór ég á Kínamúrinn og félagar mínir skoðuðu Akrapolis í Grikklandi um daginn. Að eitthvað sé ekki hægt er bara bull og viljaleysi,“ segir Guðjón. Hann bendir á að í Viðey séu tvö salerni hjólastólamerkt og því vanti nú bara leið fyrir notendur þeirra að komast á svæðið. „Metnaðarleysi Faxaflóahafna og Reykjavíkur er algert þegar kemur að aðgengismálum,“ segir Guðjón og kallar eftir aðgerðum strax. „Sýndarmennskan er alger.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Viðey Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira