Fjármagna áfram hernað Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Vladimír Pútín Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót. Með öðrum orðum mun það taka ríki Evrópusambandsins næstu sex mánuðina að draga úr olíukaupunum, gangi þessi áform á annað borð eftir, án þess þó að þeim verði alfarið hætt. Þá eru engin áform um það af hálfu sambandsins að hætta kaupum á rússnesku gasi sem er önnur helzta tekjulind Rússlands. Fram kom í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um ákvörðun Evrópusambandsins að 27% af olíu og 40% af gasi sem notað væri innan þess kæmi frá Rússlandi. Þá sagði í fréttinni að ríki sambandsins hefðu til þessa greitt Rússum 400 milljarða evra á ári fyrir olíuna og gasið. Meira en milljarð evra hvern einasta dag. Fjármagna stríðsvél Rússlands Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, sagði á Twitter-síðu sinni að í kjölfar ákvörðunar sambandsins yrði „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess [Rússlands].“ Með öðrum orðum að sambandið hefði fjármagnað hernað Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært en að gangast við þeim veruleika. Til dæmis hefur Josep Borrell, utanríkismálastjóri þess, ítrekað sagt að sambandið hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu Pútíns með olíu- og gaskaupunum og með þeim hætti gert hernað hans mögulegan. Til að mynda lét Borrell þau orð falla í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópusambandsins 9. marz. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Krímsskaga árið 2014 hefði verið talað um að nú yrði sambandið að draga úr því hversu háð það væri rússnesku gasi. Þess í stað hefði það einungis orðið háðara Rússlandi. Hver skrúfar fyrst fyrir gasið? Markvisst hefur verið unnið að því af hálfu stjórnvalda í Rússlandi á liðnum árum að gera evrópsk ríki sem mest háð rússneskri orku svo þau ættu erfiðara með að grípa til aðgerða gegn landinu. Á sama tíma hefur verið unnið að því að gera Rússland minna háð erlendum varningi. Einkum nauðsynjavörum. Varnaðarorð hafa færzt í aukana að undanförnu þar sem Evrópusambandið hefur verið hvatt til þess að grípa þegar til aðgerða til þess að draga úr því hversu háð það er rússnesku gasi en talið er hugsanlegt að Pútín skrúfi alfarið fyrir gasið til ríkja þess næsta haust. Jafnvel að orðið gæti af því strax í sumar. Heilu iðngreinarnar innan Evrópusambandsins, til dæmis þýzkur þungaiðnaður, eru háðar rússnesku gasi sem verður illa eða alls ekki skipt út fyrir gas annars staðar frá. Skrúfi rússnesk stjórnvöld varanlega fyrir gasið, að hluta til eða í heild, er ljóst að efnahagslegar afleiðingar þess verða grafalvarlegar. Treystandi fyrir öryggi Íslands? Forystumenn Evrópusambandsins og ríkja þess hafa þannig flotið að feigðarósi í þessum efnum á undanförnum árum. Ekki sofandi heldur vakandi, eins og til dæmis utanríkismálastjóri þess hefur viðurkennt, enda sambandið ítrekað verið varað við hættunni sem fylgdi því að vera háð Rússlandi í orkumálum. Við það bætist að ríki Evrópusambandsins hafa árum saman vanrækt alvarlega eigin varnir og þess í stað treyst á Bandaríkin. Fyrir vikið eru þau vart fær um að verja sig sjálf hvað þá aðra. Jafnvel þó yfirlýsingar þeirra um bót og betrun gangi eftir, sem taka mun mörg ár, er ljóst að þau verða áfram upp á Bandaríkin komin. Fyrir vikið verður að telja mjög sérstakt, svo ekki sé meira sagt, þegar því er haldið fram að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi og varnir landsins þegar fyrir liggur að sambandið sjálft hefur bæði reynzt ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi og eigin varnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar