Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 21:00 Mynd af parhúsinu, fengin af heimasíðu leigufélagsins. Myndin er samsett. Leigufélagið Bríet, Vísir/Vilhelm Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“ Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Parhúsin sem um ræðir eru 174,3 fermetrar en frekari myndir af annarri eigninni má sjá hér. Framkvæmdastýra leigufélagsins, Drífa Valdimarsdóttir segir verð eignarinnar vera það sem þurfi til þess að kostnaður félagsins sé á núlli. Hún segist skilja að erfitt sé fyrir fólk að trúa því að félagið sé óhagnaðardrifið miðað við leiguverðið. Aðspurð hvort hún telji að eignin verði tekin á leigu segir hún það verða að koma í ljós. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Ef að það fæst ekki fólk til að leigja þetta á þessu verði þá verðum við að endurskoða það,“ segir Drífa. Hún segir verðlækkun verða til þess að eignin yrði rekin með tapi. „Venjulega erum við að kaupa minni eignir sem að við getum leigt á svona viðráðanlegra verði fyrir, skulum við segja, venjulegt fólk það er okkar markmið,“ segir Drífa. Hún útilokar ekki að verðið verði lækkað. Eignin verði ekki látin standa tóm ef leigjendur fáist ekki. Meira leiguhúsnæði vanti Aðspurður hvað honum finnist um verðlagningu eignarinnar segir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar í samtali við fréttastofu að hann eigi eftir að ræða við Drífu, framkvæmdastýru leigufélagsins. „Þetta er mjög há leiga,“ segir Jón Björn. Sveitarfélagið Fjarðabyggð er hluthafi í leigufélaginu. Myndir af parhúsinu frá leigufélaginu.Leigufélagið Bríet „Okkur vantar meiri fjölbreytni og meira leiguhúsnæði og það er meðal annars það sem við erum að gera með því að fara inn í Bríet,“ segir Jón Björn. Hann bætir því við að Bríet eigi íbúðir sem sveitarfélagið lagði inn í félagið sem séu af mismunandi stærðum og gerðum en nauðsynlegt sé að byggja upp meira úrval. Aðspurður hvort honum finnist leiguverðið vera í takt við leiguverð á svæðinu segir Jón Björn, „ég myndi nú segja að þetta væri í hærri kantinum.“
Fjarðabyggð Húsnæðismál Verðlag Leigumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira