Þakkir frá Okkar Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2022 11:31 Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar